Þingmenn Framsóknar ýmist í liði með formanni eða forsætisráðherra varðandi kosningar í haust Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 24. maí 2016 19:57 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins og forsætisráðhera. vísir/ernir Þingmenn Framsóknarflokksins skiptast í fylkingar með formanninum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, eða forsætisráðherranum, Sigurði Inga Jóhannssyni, varðandi það hvort kjósa eigi til þings í haust eða ekki. Þetta segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu en hún sagði á þingi í dag að það væri vanhugsað að hafa þingkosningar í haust. Í ræðu sinni minnti Silja Dögg á árangur ríkisstjórnarinnar á yfirstandandi kjörtímabili: „Við hljótum að vera sammála um að þetta er einstakur árangur ríkisstjórnarinnar á aðeins þremur árum. Því er það mín skoðun að það hafi verið vanhugsað að samþykkja kosningar nú í haust. Hagsmunum okkar er best borgið með að leyfa núverandi ríkisstjórn að sitja út kjörtímabilið,“ sagði Silja Dögg. Þá sagði hún skuldalækkunaraðgerðirnar, losun hafta og vinnu við húsnæðiskerfið sýna það glöggt hversu vel hafi gengið á kjörtímabilinu.Sjá ræðu Silju hér að neðan.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sagði í viðtali á sunnudaginn að það væri ekkert ákveðið með kosningar í haust. Eru þau ummæli á skjön við það sem forsætisráðherra hefur haldið fram allt frá því hann settist í embættið en seinast í gær sagði Sigurður Ingi í samtali við Vísi að enn væri stefnt að kosningum í haust.Segir suma þingmenn stjórnarandstöðunnar ekkert sérstaklega spennta fyrir kosningum Í samtali við fréttastofu segir Silja Dögg aðspurð að það séu fleiri þingmenn Framsóknar á sömu skoðun og hún; að það eigi að klára kjörtímabilið og kjósa næsta vor. Einnig játar hún því að þingmenn séu að setja sig á bása með annað hvort formanni eða forsætisráðherra. „Já, menn eru svo sem að gera það," segir Silja Dögg. „Ég hef nú ekki farið í haustalningu innan þingflokksins en það eru margir sem eru sammála mér um að kosningar skulu fara fram næsta vor. Ég var nú bara að nýta þetta tækifæri til að tjá mína skoðun á málinu." Silja segir einnig hafa heyrt í þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna sem vilja ekki kjósa í haust. „Já þetta er það sem ég heyri á göngunum. Þingmenn flokka sem mælast lágir í skoðanakönnunum eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir kosningum eftir því sem ég heyri og telja þetta óðagot þegar uppi er staðið,“ segir Silja Dögg. „Mér finnst blóðugt í ljósti stöðunnar að hleypa öllu í uppnám með kosningum.“Björt framtíð og Samfylkingin vilja kosningar Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna segja þessi ummæli Silja Daggar vera langt frá sannleikanum. Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn tilbúinn í kosningar sem allra fyrst. „Þingmönnum Bjartrar framtíðar finnst það mikilvægast að þjóðin fái að kjósa sem allra fyrst. Þessi ummæli eiga ekki við rök að styðjast,“ segir Brynhildur. Valgerður Bjarnadóttir tekur í sama streng. „Ég vísa þessu til föðurhúsanna. Við í Samfylkingunni viljum að það verði kosið í haust og að staðið verði við loforðið. Þó Framsóknarflookkur vilji ekki í kosningar þá finnur hann ekki bandamenn þeirrar skoðunar í okkar röðum,“ segir Valgerður. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00 Bjarni lofar að kosið verði strax í haust Álit formanns Framsóknarflokksins á því hvenær gengið verði til kosninga virðist ekki skipta ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar máli. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gengið út frá því að kosið verði í haust og að 24. maí 2016 07:00 Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins skiptast í fylkingar með formanninum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, eða forsætisráðherranum, Sigurði Inga Jóhannssyni, varðandi það hvort kjósa eigi til þings í haust eða ekki. Þetta segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu en hún sagði á þingi í dag að það væri vanhugsað að hafa þingkosningar í haust. Í ræðu sinni minnti Silja Dögg á árangur ríkisstjórnarinnar á yfirstandandi kjörtímabili: „Við hljótum að vera sammála um að þetta er einstakur árangur ríkisstjórnarinnar á aðeins þremur árum. Því er það mín skoðun að það hafi verið vanhugsað að samþykkja kosningar nú í haust. Hagsmunum okkar er best borgið með að leyfa núverandi ríkisstjórn að sitja út kjörtímabilið,“ sagði Silja Dögg. Þá sagði hún skuldalækkunaraðgerðirnar, losun hafta og vinnu við húsnæðiskerfið sýna það glöggt hversu vel hafi gengið á kjörtímabilinu.Sjá ræðu Silju hér að neðan.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sagði í viðtali á sunnudaginn að það væri ekkert ákveðið með kosningar í haust. Eru þau ummæli á skjön við það sem forsætisráðherra hefur haldið fram allt frá því hann settist í embættið en seinast í gær sagði Sigurður Ingi í samtali við Vísi að enn væri stefnt að kosningum í haust.Segir suma þingmenn stjórnarandstöðunnar ekkert sérstaklega spennta fyrir kosningum Í samtali við fréttastofu segir Silja Dögg aðspurð að það séu fleiri þingmenn Framsóknar á sömu skoðun og hún; að það eigi að klára kjörtímabilið og kjósa næsta vor. Einnig játar hún því að þingmenn séu að setja sig á bása með annað hvort formanni eða forsætisráðherra. „Já, menn eru svo sem að gera það," segir Silja Dögg. „Ég hef nú ekki farið í haustalningu innan þingflokksins en það eru margir sem eru sammála mér um að kosningar skulu fara fram næsta vor. Ég var nú bara að nýta þetta tækifæri til að tjá mína skoðun á málinu." Silja segir einnig hafa heyrt í þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna sem vilja ekki kjósa í haust. „Já þetta er það sem ég heyri á göngunum. Þingmenn flokka sem mælast lágir í skoðanakönnunum eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir kosningum eftir því sem ég heyri og telja þetta óðagot þegar uppi er staðið,“ segir Silja Dögg. „Mér finnst blóðugt í ljósti stöðunnar að hleypa öllu í uppnám með kosningum.“Björt framtíð og Samfylkingin vilja kosningar Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna segja þessi ummæli Silja Daggar vera langt frá sannleikanum. Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn tilbúinn í kosningar sem allra fyrst. „Þingmönnum Bjartrar framtíðar finnst það mikilvægast að þjóðin fái að kjósa sem allra fyrst. Þessi ummæli eiga ekki við rök að styðjast,“ segir Brynhildur. Valgerður Bjarnadóttir tekur í sama streng. „Ég vísa þessu til föðurhúsanna. Við í Samfylkingunni viljum að það verði kosið í haust og að staðið verði við loforðið. Þó Framsóknarflookkur vilji ekki í kosningar þá finnur hann ekki bandamenn þeirrar skoðunar í okkar röðum,“ segir Valgerður.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00 Bjarni lofar að kosið verði strax í haust Álit formanns Framsóknarflokksins á því hvenær gengið verði til kosninga virðist ekki skipta ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar máli. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gengið út frá því að kosið verði í haust og að 24. maí 2016 07:00 Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00
Bjarni lofar að kosið verði strax í haust Álit formanns Framsóknarflokksins á því hvenær gengið verði til kosninga virðist ekki skipta ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar máli. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gengið út frá því að kosið verði í haust og að 24. maí 2016 07:00
Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði