Erlent

ISIS sagðir hafa eyðilagt þyrlur Rússa

Samúel Karl Ólason skrifar
Þyrlur af sömu gerð og voru eyðilagðar.
Þyrlur af sömu gerð og voru eyðilagðar. Vísir/AFP
Svo virðist sem að vígamönnum Íslamska ríkisins hafi tekist að valda umtalsverðum skaða á flugvelli sem Rússar og stjórnarher Sýrlands nota. Meðal þess sem var eyðilagt voru árásarþyrlur Rússa og einnig urðu flugvélar stjórnarhersins fyrir skemmdum.

Minnst fjórar þyrlur og 20 vörubílar voru eyðilagðir í T4 herstöðinni vegna mikilla elda. Ekki hefur verið staðfest hvað olli eldunum en Rússar hafa ekki tjáð sig um málið.

Sérfræðingar segja þó að um árás ISIS hafi verið að ræða og eru gervihnattaljósmyndir notaðar þess til stuðnings.

Samkvæmt BBC birtu ríkismiðlar í Sýrlandi fréttir af því að eldur hefði kviknað í herstöðinni. Sama dag birti ISIS myndband af vígamönnum sínum skjóta eldflaugum að flugvellinum. 

Fyrr á þessu tilkynntu Rússar að þeir ætluðu að draga úr aðkomu sinni að átökum í Sýrlandi og var flugvélum þeirra fækkað í landinu. Síðan þá segir BBC að stuðningur þeirra við stjórnarher Assad hafi aukist til muna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×