Lið Elísabetar og Sifjar reynir að bjarga sér frá gjaldþroti með hópsöfnun Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. maí 2016 10:00 Sænska úrvalsdeildarliðið Kristianstad DFF sem Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað undanfarin átta ár er hársbreidd frá því að verða gjaldþrota en það hefur aðeins nokkrar vikur til að koma fjármálum sínum í lag. Til þess að reyna að bjarga liðinu hefur Kristianstad stofnað til hópsöfnunar á vefsíðunni Crowdfunder.co.uk þar sem sænska félagið vonast eftir því að safna 50.000 evrum eða sjö milljónum íslenskra króna. „KDFF er kvennafótboltafélag í sænsku úrvalsdeildinni með sjö unglingalið sem einbeitir sér að uppeldi ungra leikmanna en það er að verða gjaldþrota,“ segir í söfnuninni. Kristianstad er með 150 leikmenn í átta liðum en stolt félagsins er úrvalsdeildarliðið sem Elísabet kom í úrslitaleik bikarsins fyrir tveimur árum síðan. Það hefur byrjað illa í sænsku úrvalsdeildinni og er án sigurs eftir sex umferðir enda staðan á félaginu slæm. Margir íslenskir leikmenn hafa spilað með liðinu á undanförnum árum en þar ber helst að nefna Margréti Láru Viðarsdóttur sem yfirgaf Kristianstad eftir síðasta tímabil og kom aftur heim í Val. Sif Atladóttir er eini Íslendingurinn sem spilar með Kristianstad í dag en í fyrra voru Elísa Viðarsdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Guðný Björk Óðinsdótti einnig á mála hjá liðinu. Fram kemur að Kristianstad sé búið að leita sér að styrktaraðilum í bænum í marga mánuði en ekkert fyrirtæki sé tilbúið að láta pening í kvennaboltann á sama tíma og þau styrkja frekar karlaboltann. „Ekki láta okkur verða annað dæmi um lið sem þarf að hætta vegna lítils stuðnings við kvennaíþróttir,“ segir í niðurlagi söfnunarinnar. Elísabet Gunnarsdóttir ræddi fjárhagsstöðu Kristianstad í mjög áhugaverðu viðtali síðasta haust en viðtalið má lesa og heyra hér.Smelltu hér til að skoða söfnunina og hjálpa Íslendingaliðinu í Svíþjóð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Sjá meira
Sænska úrvalsdeildarliðið Kristianstad DFF sem Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað undanfarin átta ár er hársbreidd frá því að verða gjaldþrota en það hefur aðeins nokkrar vikur til að koma fjármálum sínum í lag. Til þess að reyna að bjarga liðinu hefur Kristianstad stofnað til hópsöfnunar á vefsíðunni Crowdfunder.co.uk þar sem sænska félagið vonast eftir því að safna 50.000 evrum eða sjö milljónum íslenskra króna. „KDFF er kvennafótboltafélag í sænsku úrvalsdeildinni með sjö unglingalið sem einbeitir sér að uppeldi ungra leikmanna en það er að verða gjaldþrota,“ segir í söfnuninni. Kristianstad er með 150 leikmenn í átta liðum en stolt félagsins er úrvalsdeildarliðið sem Elísabet kom í úrslitaleik bikarsins fyrir tveimur árum síðan. Það hefur byrjað illa í sænsku úrvalsdeildinni og er án sigurs eftir sex umferðir enda staðan á félaginu slæm. Margir íslenskir leikmenn hafa spilað með liðinu á undanförnum árum en þar ber helst að nefna Margréti Láru Viðarsdóttur sem yfirgaf Kristianstad eftir síðasta tímabil og kom aftur heim í Val. Sif Atladóttir er eini Íslendingurinn sem spilar með Kristianstad í dag en í fyrra voru Elísa Viðarsdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Guðný Björk Óðinsdótti einnig á mála hjá liðinu. Fram kemur að Kristianstad sé búið að leita sér að styrktaraðilum í bænum í marga mánuði en ekkert fyrirtæki sé tilbúið að láta pening í kvennaboltann á sama tíma og þau styrkja frekar karlaboltann. „Ekki láta okkur verða annað dæmi um lið sem þarf að hætta vegna lítils stuðnings við kvennaíþróttir,“ segir í niðurlagi söfnunarinnar. Elísabet Gunnarsdóttir ræddi fjárhagsstöðu Kristianstad í mjög áhugaverðu viðtali síðasta haust en viðtalið má lesa og heyra hér.Smelltu hér til að skoða söfnunina og hjálpa Íslendingaliðinu í Svíþjóð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Sjá meira