Ólöf sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2007-2013 en ákvað að gefa ekki kost á sér fyrir Alþingiskosningarnar árið 2013.
Undanfarið hefur Ólöf gegnt embætti innanríkisráðherra en hún tók við af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem sagði af sér vegna lekamálsins árið 2014. Varð Ólöf tuttugasti utanþingsráðherrann sem skipaður var hér á landi.
Ólöf greindist með krabbamein sumarið 2014 en lauk nýverið lyfjameðferð sem hófst í upphafi árs. Sú meðferð gekk að óskum og bar meðferðin tilætlaðan árangur.
Stofnaði hún nýverið svokallað like-síðu á Facebook og sagði við það tilefni að hver stjórnmálamaður þyrfti á einni slíkri að halda.
„Þegar maður ætlar í framboð til Alþingis verður að hafa like síðu sem stjórnmálamaður,“ og fylgdi hún því eftir með eftirfarandi tísti.
Með like síðu er maður formlega orðinn stjórnmálamaður (á ný) https://t.co/yj6TnxFh6T
— Ólöf Nordal (@olofnordal) May 22, 2016