Viðar Örn Kjartansson og Birkir Már Sævarsson voru báðir á skotskónum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Viðar Örn Kjartansson skoraði annað marka Malmö í 2-0 sigri á Falkenberg og Birkir Már Sævarsson skoraði mark Hammarby í 2-1 tapi á útivelli í Íslendingaslag.
Viðar Örn Kjartansson skoraði markið sitt strax á 12. mínútu en hann var þá að koma Malmö-liðinu í 2-0. Markus Rosenberg, sem lagði upp markið fyrir Viðar, hafði komið liðinu í 1-0 fimm mínútum fyrr.
Viðar Örn Kjartansson hefur þar með skorað 5 mörk í síðustu 5 leikjum sínum í sænsku deildinni og er kominn af stað eftir erfiða byrjun þar sem hann skoraði ekki í fyrstu sex deildarleikjunum. Kári Árnason var í miðri vörninni hjá Malmö sem vann þarna sinn þriðja deildarsigur í röð.
Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í 2-1 sigri IKF Gautaborg á Hammarby í Íslendingaslag en Hjálmar Jónsson sat allan tímann á bekknum. Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason voru allir í byrjunarliði Hammarby en Arnór var tekinn af velli á 69. mínútu.
Birkir Már Sævarsson minnkaði muninn á 87. mínútu en nær komust leikmenn Hammarby ekki.
Þetta var fyrsti sigur Gautaborgarliðsins í þremur leikjum en Hammarby liðið hefur aðeins náð í tvö stig út úr síðustu sex deildarleikjum sínum.
Viðar Örn farinn að hitna í framlínu Malmö og Birkir skoraði líka
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti
