Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir átti mikinn þátt í sigri Eskilstuna United í Íslendingaslag í sænsku kvennadeildinni í kvöld.
Eskilstuna United vann þarna 1-0 heimasigur á Kristianstads DFF en þetta var þriðji deildarsigur liðsins í röð.
Glódís Perla spilaði í miðri vörn Eskilstuna United í leiknum sem hélt marki sínu hreinu og íslenska landsliðskonan lagði síðan upp eina mark leiksins á 13. mínútu.
Sif Atladóttir var í byrjunarliði Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstads DFF og spilaði allan leikinn.
Þetta lítur ekki nógu vel út fyrir Elísabetu og stelpurnar hennar í Kristianstad liðinu enda hefur liðið aðeins náð í tvö stig og situr í neðsta sæti deildarinnar.
Eskilstuna United er aftur á móti í 3. sætinu nú sex stigum á eftir tveimur efstu liðunum sem eru Rosengård og Linköping.
![Fréttamynd](/static/frontpage/images/bitidibeinni.png)