Mikilvægt að halda vel á spilunum á næstu misserum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 23. maí 2016 10:38 Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir nýtt aflandskrónufrumvarp jákvætt, en að lítið megi út af bregða. Vísir/GVA Nauðsynlegt er að halda vel á spilunum á næstu misserum til þess að byggja upp þann gjaldeyrisforða sem þarf til lengri tíma litið, segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Aflandskrónufrumvarpið sé jákvætt, enda mikilvægt að höftum sé aflétt. „Við höfum nú lagt á það alla tíð áherslu að það sé mikilvægt að létta höftunum og skiptir gríðarlega miklu máli fyrir almenning, fyrirtæki, lífeyrissjóði að komast hér í eðlilegt umhverfi aftur hvað varðar fjármagnstilfærslur,“ sagði Þorsteinn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hefði mátt gerast hraðar Þorsteinn sagði samtökin vissulega hafa viljað sjá þessa hluti gerast hraðar en að áætlanir stjórnvalda séu vandaðar og trúverðugar. „Þær áætlanir sem stjórnvöld hafa sett upp í þessu hafa gengið eftir og verið mjög trúverðugar. Okkur sýnist það sama eiga við um þetta fyrirhugaða útboð á aflandskrónum sem verður núna í júní og að þetta sé mjög vandað til undirbúnings og mjög líklegt til þess að ganga upp með sama hætti og stöðugleikaframlagið hjá slitabúunum.“ Aflandskrónufrumvarp fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi seint í gærkvöld, en um er að ræða fyrra frumvarpið af tveimur vegna afnáms fjármagnshafta.Áhyggjur af heimilunum Davíð Blöndal, úr inDefence-hópnum, var einnig til viðtals í Bítinu í morgun. Hann sagði hópinn ítrekað hafa kallað eftir áætlun fyrir heimilin. Svo virðist sem slík áætlun verði ekki lögð fram á næstunni. „Við sendum umsögn um þessi lög og fyrsta spurningin þar er: Hvenær kemur að heimilunum? Nú er búið að hleypa kröfuhöfum út og þeir taka með sér 500 til 700 milljarða úr hagkerfinu og núna er verið að hleypa krónubréfaeigendum út. Samkvæmt mati eða ágiskun Arion er það að kosta kannski 150 milljarða. En það hefur ekki komið nein áætlun fyrir heimilin og við höfum kallað eftir því frá upphafi að það verði lagt fram,“ sagði Davíð. „Fyrsti þátturinn sem við höfum áhyggjur af er hvort það sé rúm fyrir heimilin. Það sem hefur verið gert er að það er búið að tryggja þessum aðilum út en svo virðist sem heimilin eða aflétting hafta á heimilin muni ráðast af því hvernig framhaldið verður.“Hlusta má á viðtalið í heild hér fyrir neðan Alþingi Tengdar fréttir Aflandskrónufrumvarpið samþykkt á Alþingi Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í kvöld með 47 greiddum atkvæðum. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Píratar sátu hjá. 22. maí 2016 23:46 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Nauðsynlegt er að halda vel á spilunum á næstu misserum til þess að byggja upp þann gjaldeyrisforða sem þarf til lengri tíma litið, segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Aflandskrónufrumvarpið sé jákvætt, enda mikilvægt að höftum sé aflétt. „Við höfum nú lagt á það alla tíð áherslu að það sé mikilvægt að létta höftunum og skiptir gríðarlega miklu máli fyrir almenning, fyrirtæki, lífeyrissjóði að komast hér í eðlilegt umhverfi aftur hvað varðar fjármagnstilfærslur,“ sagði Þorsteinn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hefði mátt gerast hraðar Þorsteinn sagði samtökin vissulega hafa viljað sjá þessa hluti gerast hraðar en að áætlanir stjórnvalda séu vandaðar og trúverðugar. „Þær áætlanir sem stjórnvöld hafa sett upp í þessu hafa gengið eftir og verið mjög trúverðugar. Okkur sýnist það sama eiga við um þetta fyrirhugaða útboð á aflandskrónum sem verður núna í júní og að þetta sé mjög vandað til undirbúnings og mjög líklegt til þess að ganga upp með sama hætti og stöðugleikaframlagið hjá slitabúunum.“ Aflandskrónufrumvarp fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi seint í gærkvöld, en um er að ræða fyrra frumvarpið af tveimur vegna afnáms fjármagnshafta.Áhyggjur af heimilunum Davíð Blöndal, úr inDefence-hópnum, var einnig til viðtals í Bítinu í morgun. Hann sagði hópinn ítrekað hafa kallað eftir áætlun fyrir heimilin. Svo virðist sem slík áætlun verði ekki lögð fram á næstunni. „Við sendum umsögn um þessi lög og fyrsta spurningin þar er: Hvenær kemur að heimilunum? Nú er búið að hleypa kröfuhöfum út og þeir taka með sér 500 til 700 milljarða úr hagkerfinu og núna er verið að hleypa krónubréfaeigendum út. Samkvæmt mati eða ágiskun Arion er það að kosta kannski 150 milljarða. En það hefur ekki komið nein áætlun fyrir heimilin og við höfum kallað eftir því frá upphafi að það verði lagt fram,“ sagði Davíð. „Fyrsti þátturinn sem við höfum áhyggjur af er hvort það sé rúm fyrir heimilin. Það sem hefur verið gert er að það er búið að tryggja þessum aðilum út en svo virðist sem heimilin eða aflétting hafta á heimilin muni ráðast af því hvernig framhaldið verður.“Hlusta má á viðtalið í heild hér fyrir neðan
Alþingi Tengdar fréttir Aflandskrónufrumvarpið samþykkt á Alþingi Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í kvöld með 47 greiddum atkvæðum. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Píratar sátu hjá. 22. maí 2016 23:46 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Aflandskrónufrumvarpið samþykkt á Alþingi Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í kvöld með 47 greiddum atkvæðum. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Píratar sátu hjá. 22. maí 2016 23:46