"Hálfaumingjalegt að upplýsa ekki um íslenska aflandskrónueigendur“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. maí 2016 07:00 Þingmenn fylgdust með umræðum í þingsal. Fréttablaðið/Vilhelm Frumvarp um meðferð aflandskrónueigna var til umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Það var ekki búið að samþykkja frumvarpið þegar Fréttablaðið fór í prentun en leiða má líkur að því að það hafi verið gert. Frumvarpið var lagt fram af Bjarna Benediktssyni á föstudaginn þegar boðað var til þingfundar í skyndi. Frumvarpið fékk hraðameðferð um helgina en efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis tók við umsögnum, fékk til sín fjölda gesta og skilaði meirihlutaáliti auk minnihlutaálits. Meirihluti nefndarinnar styður frumvarpið. „Meiri hlutinn styður það sem fram kemur í frumvarpinu um að næstu skref í áætlun um losun hafta muni snúa að heimilum og fyrirtækjum í landinu,“ segir í álitinu.Össur vill að upplýst verði um íslenska eigendur aflandskróna.VísirKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, undirritaði ein nefndarálit minnihlutans en Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata og áheirnarfulltrúi í nefndinni tók undir minnihlutaálitið en hún ætlar sér ekki að styðja frumvarpið. Í minnihlutaálitinu er samráðsleysi stjórnvalda gagnrýnt. „Skortur á samráði í þessum málum allt þetta kjörtímabil er óviðunandi enda mikilvægt að góð pólitísk samstaða sé um svo stór og mikilvæg mál og niðurstaðan sé í þágu samfélagsins alls,“ segir í álitinu. Þrátt fyrir almenna sátt um frumvarpið var fundurinn ekki laus við áhyggjur. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, studdi frumvarpið en velti því upp hvort að það stæðist jafnræðisreglu stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann sagði að í frumvarpinu sé beinlínis gert ráð fyrir að erlendir lögaðilar séu í raun og veru Íslendingar og að upplýsa þyrfti um það. Slíkar upplýsingar myndu gagnast fyrir dómstólum fari svo að frumvarpið rati þangað. „Þessvegna finnst mér hálfaumingjalegt í þessu frumvarpi að það er ekki lögð áhersla á það að það verði upplýst hvaða íslendingar það eru sem eigi þessar eignir.“ Þá kom það fram í umsögn Bandarísku fjárfestingarsjóðanna Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital að frumvarpið brjóti gegn eignarétti þeirra og fari svo að það verði samþykkt verði ríkið bótaskylt. Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði segir í minnisblaði með frumvarpinu að það standist grundvallarreglu um eignarrétt og bann við mismunun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 23. maí. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Frumvarp um meðferð aflandskrónueigna var til umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Það var ekki búið að samþykkja frumvarpið þegar Fréttablaðið fór í prentun en leiða má líkur að því að það hafi verið gert. Frumvarpið var lagt fram af Bjarna Benediktssyni á föstudaginn þegar boðað var til þingfundar í skyndi. Frumvarpið fékk hraðameðferð um helgina en efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis tók við umsögnum, fékk til sín fjölda gesta og skilaði meirihlutaáliti auk minnihlutaálits. Meirihluti nefndarinnar styður frumvarpið. „Meiri hlutinn styður það sem fram kemur í frumvarpinu um að næstu skref í áætlun um losun hafta muni snúa að heimilum og fyrirtækjum í landinu,“ segir í álitinu.Össur vill að upplýst verði um íslenska eigendur aflandskróna.VísirKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, undirritaði ein nefndarálit minnihlutans en Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata og áheirnarfulltrúi í nefndinni tók undir minnihlutaálitið en hún ætlar sér ekki að styðja frumvarpið. Í minnihlutaálitinu er samráðsleysi stjórnvalda gagnrýnt. „Skortur á samráði í þessum málum allt þetta kjörtímabil er óviðunandi enda mikilvægt að góð pólitísk samstaða sé um svo stór og mikilvæg mál og niðurstaðan sé í þágu samfélagsins alls,“ segir í álitinu. Þrátt fyrir almenna sátt um frumvarpið var fundurinn ekki laus við áhyggjur. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, studdi frumvarpið en velti því upp hvort að það stæðist jafnræðisreglu stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann sagði að í frumvarpinu sé beinlínis gert ráð fyrir að erlendir lögaðilar séu í raun og veru Íslendingar og að upplýsa þyrfti um það. Slíkar upplýsingar myndu gagnast fyrir dómstólum fari svo að frumvarpið rati þangað. „Þessvegna finnst mér hálfaumingjalegt í þessu frumvarpi að það er ekki lögð áhersla á það að það verði upplýst hvaða íslendingar það eru sem eigi þessar eignir.“ Þá kom það fram í umsögn Bandarísku fjárfestingarsjóðanna Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital að frumvarpið brjóti gegn eignarétti þeirra og fari svo að það verði samþykkt verði ríkið bótaskylt. Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði segir í minnisblaði með frumvarpinu að það standist grundvallarreglu um eignarrétt og bann við mismunun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 23. maí.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent