Oklahoma City Thunder tekur á móti Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í nótt en staðan í einvíginu er 1-1 eftir að liðin skiptust á sigrum á heimavelli Golden State.
Russell Westbrook, Kevin Durant og meðreiðasveinar í Oklahoma komu nokkuð á óvart þegar þeir unnu fyrsta leik einvígisins í The Oracle þar sem Golden State hefur verið svo gott sem ósigrandi.
Golden State svaraði heldur betur fyrir tapið með 27 stiga sigri á miðvikudaginn þar sem leikmenn Oklahoma náðu sér aldrei á strik en Golden State ekki enn tapað tveimur leikjum í röð á þessu tímabili.
Þegar liðin mættust á heimavelli Oklahoma í Chesapeake Arena fyrr í vetur þurfti að framlengja og reyndust taugar meistaranna sterkari þar. Lauk leiknum með 121-118 sigri Golden State.
Oklahoma átti góðu gengi að fagna á heimavelli á vetur þar sem liðið vann 32 leiki af 41 en Golden State vann 34 af 41 útileikjum liðsins er liðið bætti met Chicago Bulls yfir flesta sigurleiki í deildarkeppninni.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 00:00.
Tekst Oklahoma að verja heimavallarréttinn gegn meisturunum?
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


„Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“
Körfubolti


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn



Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik
Íslenski boltinn


