LeBron James, einn af bestu körfuboltamönnum heims, bauð upp á ódýran leikaraskap í leik Cleveland Cavaliers og Toronto Raptors í nótt en LeBron lét sig falla með miklum tilþrifum eftir að hafa fengið hönd frá liðsfélaga í andlitið.
Heimamenn í Toronto ætluðu ekki að láta valta yfir sig þriðja leikinn í röð og komu mun grimmari til leiks í Air Canada Center í nótt.
Sjá einnig:Fyrsta tap Cleveland í úrslitakeppninni kom í Kanada | Myndbönd
Voru leikmenn liðsins ekki tilbúnir að leyfa Cleveland að lumbra á sér heldur mættu þeim af fullum krafti.
Svo fór að það þurfti að aðskilja Tristan Thompson og Bismack Biyombo, miðherja liðanna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og ákváðu fleiri leikmenn að blanda sér í málið.
Thompson virtist halda í Demarre Carroll, kraftframherja Toronto Raptors sem reyndi að losa sig en það leiddi til þess að Thompson sló til liðsfélaga síns sem féll með látum.
Dómararar leiksins dæmdu fyrst tæknivillu á Biyombo og Carroll en eftir að hafa litið á atvikið aftur í endursýningu ákváðu þeir að dæma sitthvora tæknivilluna á Thompson og Biyombo.
Myndband af þessu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
LeBron stakk sér til sunds í Kanada | Sjáðu dýfuna sem allir eru að tala um
Mest lesið



Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn




„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum
Íslenski boltinn

Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
