Ísferð í Brynju endaði með körfuboltaleik við Jeremy Lin: „Ég ætlaði bara að fá mér ís“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. maí 2016 00:08 Ísferð hins 14 ára gamla körfuboltakappa Júlíusar Orra Ágústssonar tók heldur betur óvænta stefnu í kvöld. Ísferð hins 14 ára gamla körfuboltakappa Júlíusar Orra Ágústssonar tók heldur betur óvænta stefnu í kvöld. Það sem átti að vera lauflétt ferð í ísbúðina Brynju í veðurblíðunni á Akureyri í kvöld endaði með því að Júlíus Orri spilaði einn á einn við bandarísku NBA körfubolta stjörnuna Jeremy Lin. „Ég ætlaði bara að fá mér ís,“ segir Júlíus Orri í samtali við Vísi um körfuboltaleikinn óvænta en Júlíus er sjálfur afar efnilegur körfuboltamaður og spilar körfubolta með Þór á Akureyri undir styrkri handleiðslu Benedikts Guðmundssonar þjálfara en Júlíus Orri er nýkrýndur tvöfaldur meistari með 9. flokki Þórs. Júlíus var í för með móður sinni, Guðrúnu Gísladóttir, við Brynju þegar hann rak augun í Jeremy Lin sem spilar með Charlotte Hornets í NBA-deildinni. „Ég spurði mömmu hvort þetta væri örugglega hann en hún sagðist ekkert vita um það,“ segir Júlíus Orri sem var fljótur að vinda sér upp að Jeremy til þess að biðja um eiginhandaráritun. Það var auðsótt mál og var Júlíus Orri ansi kátur þegar mæðginin settust upp í bíl til þess að halda heim á leið. Jeremy Lin á meðan hann var á mála hjá New York Knicks.Vísir/GettyÞá skyndilega datt þeim í hug hvort að Jeremy væri ekki til í að taka einn leik við Jeremy. „Hann titraði allur og skalf og spenntist upp við tilhugsunina þannig að ég fór og spurði hann hvort hann væri til í að taka einn leik við Júlíus Orra,“ segir Guðrún. Það var minnsta mál og elti Jeremy og föruneyti hans þau heim þar sem Júlíus er með lítinn körfuboltavöll. Þar tókust þeir á, Júlíus Orri og Jeremy Lin og líkt sjá má á meðfylgjandi myndbandi var jafnfræði með þeim. „Við tókum einn leik upp í 7. Hann vann mig 7-5 en ég stóð alveg í honum og komst í 4-1,“ en Jeremy tryggði sér sigurinn með þriggja stiga körfu í blálokin. Báðir eru þeir leikstjórnendur og segir Júlíus Orri að upplifunin hafi verið ógleymanleg enda ekki á hverjum degi sem NBA-stjarna mætir á klakann og tekur léttan körfuboltaleik við upprennandi körfuboltastjörnu. Lin, sem var fyrsti Bandaríkjamaðurinn af kínverskum uppruna til að spila í NBA-deildinni, sló í gegn tímabilið 2011-2012 þegar hann lék með New York Knicks, en hálfgert Lin-æði (Linsanity) greip þá um sig í körfuboltaheiminum. Lin, þá lítt þekktur, stökk fram á sjónarsviðið í febrúar 2012 þegar hann leiddi Knicks til sjö sigurleikja í röð. Hann fór m.a. á kostum í leik gegn Lakers í Madison Square Garden þar sem hann skoraði 38 stig og gaf sjö stoðsendingar. Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Sjá meira
Ísferð hins 14 ára gamla körfuboltakappa Júlíusar Orra Ágústssonar tók heldur betur óvænta stefnu í kvöld. Það sem átti að vera lauflétt ferð í ísbúðina Brynju í veðurblíðunni á Akureyri í kvöld endaði með því að Júlíus Orri spilaði einn á einn við bandarísku NBA körfubolta stjörnuna Jeremy Lin. „Ég ætlaði bara að fá mér ís,“ segir Júlíus Orri í samtali við Vísi um körfuboltaleikinn óvænta en Júlíus er sjálfur afar efnilegur körfuboltamaður og spilar körfubolta með Þór á Akureyri undir styrkri handleiðslu Benedikts Guðmundssonar þjálfara en Júlíus Orri er nýkrýndur tvöfaldur meistari með 9. flokki Þórs. Júlíus var í för með móður sinni, Guðrúnu Gísladóttir, við Brynju þegar hann rak augun í Jeremy Lin sem spilar með Charlotte Hornets í NBA-deildinni. „Ég spurði mömmu hvort þetta væri örugglega hann en hún sagðist ekkert vita um það,“ segir Júlíus Orri sem var fljótur að vinda sér upp að Jeremy til þess að biðja um eiginhandaráritun. Það var auðsótt mál og var Júlíus Orri ansi kátur þegar mæðginin settust upp í bíl til þess að halda heim á leið. Jeremy Lin á meðan hann var á mála hjá New York Knicks.Vísir/GettyÞá skyndilega datt þeim í hug hvort að Jeremy væri ekki til í að taka einn leik við Jeremy. „Hann titraði allur og skalf og spenntist upp við tilhugsunina þannig að ég fór og spurði hann hvort hann væri til í að taka einn leik við Júlíus Orra,“ segir Guðrún. Það var minnsta mál og elti Jeremy og föruneyti hans þau heim þar sem Júlíus er með lítinn körfuboltavöll. Þar tókust þeir á, Júlíus Orri og Jeremy Lin og líkt sjá má á meðfylgjandi myndbandi var jafnfræði með þeim. „Við tókum einn leik upp í 7. Hann vann mig 7-5 en ég stóð alveg í honum og komst í 4-1,“ en Jeremy tryggði sér sigurinn með þriggja stiga körfu í blálokin. Báðir eru þeir leikstjórnendur og segir Júlíus Orri að upplifunin hafi verið ógleymanleg enda ekki á hverjum degi sem NBA-stjarna mætir á klakann og tekur léttan körfuboltaleik við upprennandi körfuboltastjörnu. Lin, sem var fyrsti Bandaríkjamaðurinn af kínverskum uppruna til að spila í NBA-deildinni, sló í gegn tímabilið 2011-2012 þegar hann lék með New York Knicks, en hálfgert Lin-æði (Linsanity) greip þá um sig í körfuboltaheiminum. Lin, þá lítt þekktur, stökk fram á sjónarsviðið í febrúar 2012 þegar hann leiddi Knicks til sjö sigurleikja í röð. Hann fór m.a. á kostum í leik gegn Lakers í Madison Square Garden þar sem hann skoraði 38 stig og gaf sjö stoðsendingar.
Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Sjá meira