Haukur Heiðar Hauksson skoraði eitt marka AIK í 3-2 sigri á Falkenbergs FF í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Þetta var þriðja mark Hauks í úrvalsdeildinni, en hann kom AIK í 2-1 undir lok fyrri hálfleiks.
Carlos Strandberg kom svo AIK í 3-1 með sínu öðru marki í upphafi síðari hálfleiks, en Thomas Juel-Nielsen minnkaði muninn níu mínútum fyrir leikslok, einnig með sínu öðru marki. Lokatölur 3-2.
Þetta er annað mark Hauks á fjórum dögum, en hann skoraði einnig gegn Djurgården í nágrannaslag á dögnum.
Hann spilaði allan leikinn í kvöld fyrir AIK sem er í fjórða sætinu með 18 stig. Falkenbergs er á botninum með fjögur stig.
Haukur Heiðar virðist líka vel við spila gegn Falkenbergs, en hann skoraði einnig þegar AIK sló Falkenbergs út úr bikarnum í mars.

