Victoria's Secret hættir að selja sundföt Ritstjórn skrifar 21. maí 2016 11:30 Bandaríski undirfataframleiðandinn Victoria's Secret tilkynnti á dögunum að hann ætli að hætta að selja sundfatnað. Ákvörðunin var tekin í kjölfar ráðningar nýs forstjóra, Jan Singer. Merkið mun einnig hætta að gefa út vörubæklingana, sem það hefur gert allt frá upphafi. Í tilkynningunni kemur fram að þrátt fyrir að sala á vörum Victoria's Secret hafi aukist á milli ára, hafi salan á sundfatnaði verið undir væntingum og verði því hætt. Victoria's Secret hóf að selja sundföt fyrir nokkum árum þar sem það þótti rökrétt skref í vexti fyrirtækisins. Singer mun þó vera þeirrar skoðunar að sundfatasala sé einfaldlega ekki þess virði. Victoria´s Secret er eitt vinsælasta undirfatamerki í heiminum í dag og mun ætla að halda sókn sinni áfram á því sviði. Mest lesið Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Gyðjan Venus tók yfir Yeoman Glamour Flottar yfirhafnir fyrir næsta vetur hjá Burberry Glamour Amber Heard og Elon Musk eru saman Glamour Tískudrottning í KALDA Glamour Allt blátt hjá Chanel Glamour Stórglæsilegar stjörnur á frumsýningu Star Wars Glamour H&M nýtir framúrskarandi tækni við umhverfisvæna tísku Glamour Pallíettutíminn er runninn upp Glamour
Bandaríski undirfataframleiðandinn Victoria's Secret tilkynnti á dögunum að hann ætli að hætta að selja sundfatnað. Ákvörðunin var tekin í kjölfar ráðningar nýs forstjóra, Jan Singer. Merkið mun einnig hætta að gefa út vörubæklingana, sem það hefur gert allt frá upphafi. Í tilkynningunni kemur fram að þrátt fyrir að sala á vörum Victoria's Secret hafi aukist á milli ára, hafi salan á sundfatnaði verið undir væntingum og verði því hætt. Victoria's Secret hóf að selja sundföt fyrir nokkum árum þar sem það þótti rökrétt skref í vexti fyrirtækisins. Singer mun þó vera þeirrar skoðunar að sundfatasala sé einfaldlega ekki þess virði. Victoria´s Secret er eitt vinsælasta undirfatamerki í heiminum í dag og mun ætla að halda sókn sinni áfram á því sviði.
Mest lesið Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Gyðjan Venus tók yfir Yeoman Glamour Flottar yfirhafnir fyrir næsta vetur hjá Burberry Glamour Amber Heard og Elon Musk eru saman Glamour Tískudrottning í KALDA Glamour Allt blátt hjá Chanel Glamour Stórglæsilegar stjörnur á frumsýningu Star Wars Glamour H&M nýtir framúrskarandi tækni við umhverfisvæna tísku Glamour Pallíettutíminn er runninn upp Glamour