Hærri endurgreiðslur til kvikmyndagerðar samþykktar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. maí 2016 23:00 Íslenska ríkið hefur varið fimm og hálfum milljarði í endurgreiðslur til kvikmyndagerðar en sú mynd sem hæsta endugreiðsluna hefur fengið er The Secret Life of Walter Mitty. Vísir Alþingi samþykkti í kvöld að hækka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar úr 20 prósent í 25 prósent. Endurgreiðslukerfið verður framlengt um fimm ár og stjórnsýslan í kringum endurgreiðsluna einfölduð. Kallað hefur verið eftir hækkun endurgreiðslunnar svo auka megi samkeppnishæfni íslenskrar kvikmyndagerðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fram frumvarp þess eðlis í mars en löggjöfin sem frumvarpið nær til átti að renna út um næstu áramót. Frumvarpið var samþykkt á þingi í kvöld með 38 atkvæðum gegn einu atkvæði Sigríðar Ásthildar Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem sagðist við atkvæðagreiðsluna hafa efasemdir um réttmæti ríkisstyrkja af þessu tagi.Sjá einnig: Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á ÍslandiEinar Hansen Tómasson, sem fer fyrir verkefninu Film In Iceland sem hefur það að markmiði að kynna erlendum kvikmyndagerðarmönnum Ísland sem tökustað, segir að lögin um endurgreiðslu til kvikmyndagerðar hér á landi sé frumforsenda þess að menn horfi til Íslands sem heppilegs tökustaðs. „Það er bara þannig að ef við værum ekki með endurgreiðslukerfi þá kæmum við ekki til greina,“ sagði hann í samtali við Vísi í vor.Í fyrra námu endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna kvikmyndagerðar hér á landi 793 milljónum króna. Þessar tölur eru aðgengilegar á vef Kvikmyndamiðstöðvar þar sem sjá má tölur frá árunum 2001 til 2015. Á þeim árum hefur ríkissjóður varið um fimm og hálfum milljarði króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Alþingi Tengdar fréttir Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48 Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25 Kvikmyndagerðarmenn fagna nýju frumvarpi Formaður SÍK segir samkeppnisstöðu Íslands batna ef endurgreiðslur úr ríkissjóði hækka úr tuttugu í 25 prósent. 15. apríl 2016 12:58 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Alþingi samþykkti í kvöld að hækka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar úr 20 prósent í 25 prósent. Endurgreiðslukerfið verður framlengt um fimm ár og stjórnsýslan í kringum endurgreiðsluna einfölduð. Kallað hefur verið eftir hækkun endurgreiðslunnar svo auka megi samkeppnishæfni íslenskrar kvikmyndagerðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fram frumvarp þess eðlis í mars en löggjöfin sem frumvarpið nær til átti að renna út um næstu áramót. Frumvarpið var samþykkt á þingi í kvöld með 38 atkvæðum gegn einu atkvæði Sigríðar Ásthildar Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem sagðist við atkvæðagreiðsluna hafa efasemdir um réttmæti ríkisstyrkja af þessu tagi.Sjá einnig: Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á ÍslandiEinar Hansen Tómasson, sem fer fyrir verkefninu Film In Iceland sem hefur það að markmiði að kynna erlendum kvikmyndagerðarmönnum Ísland sem tökustað, segir að lögin um endurgreiðslu til kvikmyndagerðar hér á landi sé frumforsenda þess að menn horfi til Íslands sem heppilegs tökustaðs. „Það er bara þannig að ef við værum ekki með endurgreiðslukerfi þá kæmum við ekki til greina,“ sagði hann í samtali við Vísi í vor.Í fyrra námu endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna kvikmyndagerðar hér á landi 793 milljónum króna. Þessar tölur eru aðgengilegar á vef Kvikmyndamiðstöðvar þar sem sjá má tölur frá árunum 2001 til 2015. Á þeim árum hefur ríkissjóður varið um fimm og hálfum milljarði króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar.
Alþingi Tengdar fréttir Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48 Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25 Kvikmyndagerðarmenn fagna nýju frumvarpi Formaður SÍK segir samkeppnisstöðu Íslands batna ef endurgreiðslur úr ríkissjóði hækka úr tuttugu í 25 prósent. 15. apríl 2016 12:58 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48
Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25
Kvikmyndagerðarmenn fagna nýju frumvarpi Formaður SÍK segir samkeppnisstöðu Íslands batna ef endurgreiðslur úr ríkissjóði hækka úr tuttugu í 25 prósent. 15. apríl 2016 12:58