Óskaði Bjarna til hamingju með ræðu sem beðið hafði verið eftir í fimmtán ár Erla Björg Gunnarsdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 31. maí 2016 16:42 Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins Vísir/Ernir „Það er alveg stórkostleg lífsreynsla að sitja hér í salnum og fylgjast með endurfæðingu hæstvirts fjármálaráðherra. Ég sá ekki betur en að háttvirtum þingmanni Steingrími J. Sigfússyni vöknaði um augu undir þessari ræðu enda hefði Indriði sjálfur getað samið hana, svo góð var hún,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður á Alþingi í dag eftir að Bjarni Benediktsson mælti fyrir frumvarpi til laga um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum á Alþingi í dag.Össur vill að upplýst verði um íslenska eigendur aflandskróna.VísirSagði Bjarni frumvarpið innihalda ýmsar breytingar á lögum til að sporna við skattsvikum vegna eignarhalds í lágskattaríkjum. Gert er ráð fyrir að sérstakur starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis geri frekari tillögur á breytingum á lögum, reglugerðum og verklagsreglum sem saman munu mynda aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt. Þingmenn annarra flokka komu í pontu á eftir fjármálaráðherra og lýstu yfir ánægju með frumvarpið. Össur Skarphéðinsson var einn þeirra. „En ég segi eins og aðrir: Þetta er stórkostlega fín ræða. Við erum búin að bíða í 15 ár eftir því að formaður Sjálfstæðisflokksins flytji slíka ræðu. Ég óska honum til hamingju með það. En það þurfti nánast byltingu til þess að hann gerði það,“ sagði Össur. Hann vísar til þess að CFC-reglurnar sem eiga að tryggja það að tekjur af reikningum landsmanna í aflandsríkjum skili sér sem skatttekjur hingað heim voru ekki settar fyrr en ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna tók við árið 2009. Þá var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í mörg ár fyrir þann tíma hafði mikilvægi þess að setja skýrt regluverk í kringum reikninga á aflandseyjum verið ítrekað án þess að Alþingi tæki af skarið. „Við vitum það algjörlega að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið á móti lagabreytingum af þessum toga, hefur verið sá flokkur sem alltaf hefur dregið lappirnar. Flokkurinn er að kaupa sér líf og þessari ríkisstjórn líf með þessari breytingu,“ sagði Össur á þingi í dag. Alþingi Tengdar fréttir Ekki gerð athugasemd ef CFC eyðublöðum er ekki skilað inn Ríkisskattstjóri segir að ekki sé gerð athugasemd ef skattaðili leiðir skattstofna réttilega út. 11. maí 2016 15:49 Atlaga að eigum í skattaskjólum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um aðgerðir gegn skattsvikum. Bjarni vonast til að geta talað fyrir því á allra næstu dögum. 26. maí 2016 07:00 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Sjá meira
„Það er alveg stórkostleg lífsreynsla að sitja hér í salnum og fylgjast með endurfæðingu hæstvirts fjármálaráðherra. Ég sá ekki betur en að háttvirtum þingmanni Steingrími J. Sigfússyni vöknaði um augu undir þessari ræðu enda hefði Indriði sjálfur getað samið hana, svo góð var hún,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður á Alþingi í dag eftir að Bjarni Benediktsson mælti fyrir frumvarpi til laga um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum á Alþingi í dag.Össur vill að upplýst verði um íslenska eigendur aflandskróna.VísirSagði Bjarni frumvarpið innihalda ýmsar breytingar á lögum til að sporna við skattsvikum vegna eignarhalds í lágskattaríkjum. Gert er ráð fyrir að sérstakur starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis geri frekari tillögur á breytingum á lögum, reglugerðum og verklagsreglum sem saman munu mynda aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt. Þingmenn annarra flokka komu í pontu á eftir fjármálaráðherra og lýstu yfir ánægju með frumvarpið. Össur Skarphéðinsson var einn þeirra. „En ég segi eins og aðrir: Þetta er stórkostlega fín ræða. Við erum búin að bíða í 15 ár eftir því að formaður Sjálfstæðisflokksins flytji slíka ræðu. Ég óska honum til hamingju með það. En það þurfti nánast byltingu til þess að hann gerði það,“ sagði Össur. Hann vísar til þess að CFC-reglurnar sem eiga að tryggja það að tekjur af reikningum landsmanna í aflandsríkjum skili sér sem skatttekjur hingað heim voru ekki settar fyrr en ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna tók við árið 2009. Þá var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í mörg ár fyrir þann tíma hafði mikilvægi þess að setja skýrt regluverk í kringum reikninga á aflandseyjum verið ítrekað án þess að Alþingi tæki af skarið. „Við vitum það algjörlega að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið á móti lagabreytingum af þessum toga, hefur verið sá flokkur sem alltaf hefur dregið lappirnar. Flokkurinn er að kaupa sér líf og þessari ríkisstjórn líf með þessari breytingu,“ sagði Össur á þingi í dag.
Alþingi Tengdar fréttir Ekki gerð athugasemd ef CFC eyðublöðum er ekki skilað inn Ríkisskattstjóri segir að ekki sé gerð athugasemd ef skattaðili leiðir skattstofna réttilega út. 11. maí 2016 15:49 Atlaga að eigum í skattaskjólum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um aðgerðir gegn skattsvikum. Bjarni vonast til að geta talað fyrir því á allra næstu dögum. 26. maí 2016 07:00 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Sjá meira
Ekki gerð athugasemd ef CFC eyðublöðum er ekki skilað inn Ríkisskattstjóri segir að ekki sé gerð athugasemd ef skattaðili leiðir skattstofna réttilega út. 11. maí 2016 15:49
Atlaga að eigum í skattaskjólum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um aðgerðir gegn skattsvikum. Bjarni vonast til að geta talað fyrir því á allra næstu dögum. 26. maí 2016 07:00
Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15