Fjórir háskólar vilja taka við lögreglunámi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. maí 2016 13:29 Lögreglufræði verða kennd í einhverjum háskóla landsins verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum í dag. Vísir Frumvarp innanríkisráðherra þar sem lagt er til að lögreglunám verði fært upp á háskólastig verður að öllum líkindum afgreitt frá Alþingi í dag. Fjórir háskólar á Íslandi vilja taka námið til sín. Stefnt er að því að það hefjist strax í haust. Unnið hefur verið að því síðastliðin tvö ár að færa lögreglunám upp á háskólastig en það hefur verið kennt hjá Lögregluskóla ríkisins síðastliðna áratugi.Víðir Reynisson hefur sinnt verkefnastjórn þegar kemur að því að færa lögreglunám upp á háskólastig.VísirFrumvarp innanríkisráðherra er á lokametrum í þinginu en það verður tekið til þriðju atkvæðagreiðslu í dag og að öllum líkindum samþykkt. Almenn sátt hefur ríkt um málið þó deilt hafi verið um hversu brátt ákvörðunin tekur gildi en námið hefst samkvæmt áætlunum strax í haust. Enn er óljóst hvaða háskóli mun kenna fagið. Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík hafa allir lýst yfir áhuga á því að taka námið til sín. Víðir Reynisson, lögreglumaður hefur verið verkefnastjóri í undirbúningnum. „Það var ákveðið að fara í vinnu með Ríkiskaupum og fá óháða matsnefnd til að mæla með einhverjum skóla,“ segir Víðir. Matsnefnd byggir val sitt á skýrslum frá skólunum þar sem þeir lýsa sinni framtíðarsýn fyrir námið en farið hefur verið í þarfagreiningu hjá flestum þeirra. Eru skólarnir alveg tilbúnir til þess að bjóða upp á þetta nám strax í haust? „Þeir eru það. Eins og ég segi þá strax og þessi vinna fór í gang núna fyrir tveimur árum síðan þá komu skólarnir að þessari vinnu. Fóru strax að skoða þetta og skoða hvernig þetta hentar inn í þeirra umhverfi. Þannig að grunnvinnunni hjá skólunum er lokið. Auðvitað er heilmikil vinna eftir varðandi útfærslu og slíkt þannig að ég held að það sé nægur tími til stefnu. En þetta þarf samt að fara að gerast.“ Alþingi Tengdar fréttir Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. 25. maí 2016 14:59 Lögreglumenn telja botninum náð varðandi manneklu í faginu Lögreglumenn lýsa yfir áhyggjum af ráðningarmálum innan lögreglunnar. 30. apríl 2016 08:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Frumvarp innanríkisráðherra þar sem lagt er til að lögreglunám verði fært upp á háskólastig verður að öllum líkindum afgreitt frá Alþingi í dag. Fjórir háskólar á Íslandi vilja taka námið til sín. Stefnt er að því að það hefjist strax í haust. Unnið hefur verið að því síðastliðin tvö ár að færa lögreglunám upp á háskólastig en það hefur verið kennt hjá Lögregluskóla ríkisins síðastliðna áratugi.Víðir Reynisson hefur sinnt verkefnastjórn þegar kemur að því að færa lögreglunám upp á háskólastig.VísirFrumvarp innanríkisráðherra er á lokametrum í þinginu en það verður tekið til þriðju atkvæðagreiðslu í dag og að öllum líkindum samþykkt. Almenn sátt hefur ríkt um málið þó deilt hafi verið um hversu brátt ákvörðunin tekur gildi en námið hefst samkvæmt áætlunum strax í haust. Enn er óljóst hvaða háskóli mun kenna fagið. Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík hafa allir lýst yfir áhuga á því að taka námið til sín. Víðir Reynisson, lögreglumaður hefur verið verkefnastjóri í undirbúningnum. „Það var ákveðið að fara í vinnu með Ríkiskaupum og fá óháða matsnefnd til að mæla með einhverjum skóla,“ segir Víðir. Matsnefnd byggir val sitt á skýrslum frá skólunum þar sem þeir lýsa sinni framtíðarsýn fyrir námið en farið hefur verið í þarfagreiningu hjá flestum þeirra. Eru skólarnir alveg tilbúnir til þess að bjóða upp á þetta nám strax í haust? „Þeir eru það. Eins og ég segi þá strax og þessi vinna fór í gang núna fyrir tveimur árum síðan þá komu skólarnir að þessari vinnu. Fóru strax að skoða þetta og skoða hvernig þetta hentar inn í þeirra umhverfi. Þannig að grunnvinnunni hjá skólunum er lokið. Auðvitað er heilmikil vinna eftir varðandi útfærslu og slíkt þannig að ég held að það sé nægur tími til stefnu. En þetta þarf samt að fara að gerast.“
Alþingi Tengdar fréttir Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. 25. maí 2016 14:59 Lögreglumenn telja botninum náð varðandi manneklu í faginu Lögreglumenn lýsa yfir áhyggjum af ráðningarmálum innan lögreglunnar. 30. apríl 2016 08:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. 25. maí 2016 14:59
Lögreglumenn telja botninum náð varðandi manneklu í faginu Lögreglumenn lýsa yfir áhyggjum af ráðningarmálum innan lögreglunnar. 30. apríl 2016 08:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent