Enn mikið verk óunnið að mati Bjarna Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2016 07:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/anton Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi í gærkveldi, þær síðustu þar til boðað verður til kosninga í haust. Formenn stjórnarflokkanna minntu þjóðina á þau góðu verk sem sitjandi ríkisstjórn hefur komið til leiðar á kjörtímabilinu og góða stöðu ríkissjóðs á meðan stjórnarandstaðan velti fyrir sér lærdómi af Panamahneykslinu og að þrátt fyrir uppgang sætu sumir hópar eftir og nytu ekki hagvaxtarins. „Bjartari tímar í efnahagsmálum duga ekki til ef meginþorri almennings í landinu fær ekki að njóta þessara bjartari tíma og reynir á eigin skinni rangláta skiptingu auðs, ranglátt kerfi sem meðhöndlar ekki alla jafnt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði ljóst að mörg góð verk hefðu verið unnin á kjörtímabilinu. Sagði hann það rétt að ekki væri allt núverandi stjórnarflokkum að þakka en á meðan þeir fengju yfir sig skammirnar fyrir það sem miður fer væri sanngjarnt að þeir nytu sannmælis og fengju hrós fyrir uppgang, minnkandi atvinnuleysi og aukinn kaupmátt þjóðarinnar. „Þingveturinn sem nú er að líða hefur verið hreint út sagt ömurlegur,“ sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. „Tengsl stjórnmálamanna við vafasama viðskiptahætti aflandsfélaga, og það að hafa vísvitandi leynt þeim tengslum, reyndist þjóðinni ómögulegt að kyngja. Enda er það gjörsamlega óásættanlegt. Þetta er hreinlega ekki heiðarlegt. Það er ekkert skrýtið við það að þjóðfélagið fari á hvolf og stjórnmálalífið sé lamað eftir.“ Bjarni Benediktsson sagði núverandi vetur hafa einkennst af uppgangi í íslensku efnahagslífi og boðaði á næstu misserum stórsókn í uppbyggingu innviða. „Enn eru margir sem eiga erfitt með að ná endum saman, fleiri eru þó í betri stöðu en áður, okkar bíða enn verkefni,“ sagði Bjarni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi í gærkveldi, þær síðustu þar til boðað verður til kosninga í haust. Formenn stjórnarflokkanna minntu þjóðina á þau góðu verk sem sitjandi ríkisstjórn hefur komið til leiðar á kjörtímabilinu og góða stöðu ríkissjóðs á meðan stjórnarandstaðan velti fyrir sér lærdómi af Panamahneykslinu og að þrátt fyrir uppgang sætu sumir hópar eftir og nytu ekki hagvaxtarins. „Bjartari tímar í efnahagsmálum duga ekki til ef meginþorri almennings í landinu fær ekki að njóta þessara bjartari tíma og reynir á eigin skinni rangláta skiptingu auðs, ranglátt kerfi sem meðhöndlar ekki alla jafnt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði ljóst að mörg góð verk hefðu verið unnin á kjörtímabilinu. Sagði hann það rétt að ekki væri allt núverandi stjórnarflokkum að þakka en á meðan þeir fengju yfir sig skammirnar fyrir það sem miður fer væri sanngjarnt að þeir nytu sannmælis og fengju hrós fyrir uppgang, minnkandi atvinnuleysi og aukinn kaupmátt þjóðarinnar. „Þingveturinn sem nú er að líða hefur verið hreint út sagt ömurlegur,“ sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. „Tengsl stjórnmálamanna við vafasama viðskiptahætti aflandsfélaga, og það að hafa vísvitandi leynt þeim tengslum, reyndist þjóðinni ómögulegt að kyngja. Enda er það gjörsamlega óásættanlegt. Þetta er hreinlega ekki heiðarlegt. Það er ekkert skrýtið við það að þjóðfélagið fari á hvolf og stjórnmálalífið sé lamað eftir.“ Bjarni Benediktsson sagði núverandi vetur hafa einkennst af uppgangi í íslensku efnahagslífi og boðaði á næstu misserum stórsókn í uppbyggingu innviða. „Enn eru margir sem eiga erfitt með að ná endum saman, fleiri eru þó í betri stöðu en áður, okkar bíða enn verkefni,“ sagði Bjarni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira