Fótbolti

Ronaldo lentur í Frakklandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Portúgalska landsliðið kom til St. Etienne í dag og virðist vera tilbúið í slaginn gegn íslenska landsliðinu.

Portúgal spilaði gegn Eistum í gær og vann 7-0 sigur. Cristiano Ronaldo skoraði tvö af mörkum Portúgala í leiknum.

Ronaldo og félagar eru síðastir til Frakklands og öll liðin eru því komin á áfangastað.

Þrátt fyrir góðan leik í gær þá varaði Ronaldo við of mikilli bjartsýni eftir leik. Sagði að það væri nauðsynlegt að allir væru með báða fætur á jörðinni.

Leikur sem íslenska þjóðin hefur beðið eftir, leikur Íslands og Portúgal, verður spilaður á þriðjudag.


Tengdar fréttir

Kolbeinn: Erum góðir gegn toppliðunum

"Stemningin er alltaf góð í þessum hóp. Það er gott að vera kominn,“ segir framherjinn Kolbeinn Sigþórsson en landsliðið er komið til Annecy í Frakklandi eins og flestum ætti að vera kunnugt um.

Bara einn sen meðal allra sonanna

Eiður Smári Guðjohnsen sker sig úr meðal 23 leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta sem spilar sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir aðeins fimm daga.

EM: Einu sinni verður allt fyrst

Íslenska karlalandsliðið mun stíga sín fyrstu spor á stórmóti á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar og íslensku strákarnir munu þar upplifa mjög margt í fyrsta sinn. Fréttablaðið kannaði hvaða íslensku landsliðsmenn voru fyrstir til þess að gera hlutina á fyrstu hálfu öld Íslands í undankeppni EM.

Hannes um EM: Draumurinn er að verja síðasta vítið í vítakeppni

Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, var allt annað en öruggur um að ná sér góðum fyrir Evrópumótið í Frakklandi en hann þurfti að bíða á milli vonar og ótta í nokkra mánuði til að sjá hvort hann næði að jafna sig af alvarlegum axlarmeiðslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×