Hundruðir bíla frá Hyundai notaðir á EM Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2016 09:30 Hyundai afhendir bílana sem notaðir verða. Hyundai er á þessu ári aðalstyrktaraðili Evrópumeistaramótsins í fótbolta eins og undanfarin 16 ár. Í keppninni sem nú er hafin útvegar Hyundai keppnishöldurum mótsins 361 bifreið til nota í ýmsum erindagjörðum meðan á mótinu stendur. Í bílaflotanum eru m.a. vinsælustu bílarnir frá Hyundai, þar á meðal Tucson, Santa Fe, i20 og Genesis. Bílarnir eru notaðir til að aka dómurum keppninnar, starfsfólki UEFA, öryggisvörðum, blaða- og fréttamönnum, heiðursgestum og öðrum á milli áfangastaða, svo sem til og frá flugvöllum og hótelum til fótboltaleikvanganna þar sem leikirnir fara fram. Auk þess að lána bíla kostar Hyundai einnig merkingar á rútum tólf landsliða sem taka þátt svo enginn vafi leiki á því hverjir séu á ferðinni þegar ekið er til næsta landsleiks. Þess má geta að rútan með íslenska landsliðinu er að sjálfsögðu merkt okkar mönnum, m.a. með áletruninni: Áfram Ísland! Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent
Hyundai er á þessu ári aðalstyrktaraðili Evrópumeistaramótsins í fótbolta eins og undanfarin 16 ár. Í keppninni sem nú er hafin útvegar Hyundai keppnishöldurum mótsins 361 bifreið til nota í ýmsum erindagjörðum meðan á mótinu stendur. Í bílaflotanum eru m.a. vinsælustu bílarnir frá Hyundai, þar á meðal Tucson, Santa Fe, i20 og Genesis. Bílarnir eru notaðir til að aka dómurum keppninnar, starfsfólki UEFA, öryggisvörðum, blaða- og fréttamönnum, heiðursgestum og öðrum á milli áfangastaða, svo sem til og frá flugvöllum og hótelum til fótboltaleikvanganna þar sem leikirnir fara fram. Auk þess að lána bíla kostar Hyundai einnig merkingar á rútum tólf landsliða sem taka þátt svo enginn vafi leiki á því hverjir séu á ferðinni þegar ekið er til næsta landsleiks. Þess má geta að rútan með íslenska landsliðinu er að sjálfsögðu merkt okkar mönnum, m.a. með áletruninni: Áfram Ísland!
Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent