NBA: Þá var aftur kátt í Cleveland-höllinni | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 07:00 LeBron James, Kyrie Irving og félagar þeirra í Cleveland Cavaliers fóru á kostum í nótt og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn á móti ríkjandi meisturum í Golden State Warriors. Cleveland Cavaliers vann leikinn 120-90 eftir að hafa kveikt í sínum stuðningsmönnum með því að komast í 9-0 og vinna fyrsta leikhlutann með 17 stigum, 33-16. Það var gríðarlega góð stemmning í Quicken Loans Arena í nótt og heimamenn mættu til leiks til að spila upp á líf eða dauða og gáfu allt í þetta. Kyrie Irving hafði verið hálfkjánalegur í fyrstu tveimur leikjunum en sýndi sínar allar bestu hliðar og hann og LeBron James voru báðir frábærir og með 62 stig saman. LeBron James skoraði 32 stig, tók 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en Kyrie Irving bætti við 30 stigum og 8 stoðsendingum. J.R. Smith kom líka í leitirnar og var með fimm þrista og 20 stig en Tristan Thompson skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. „Loksins náðum við að spila okkar leik. Það var gott flæði í okkar leik og við unnum góðan liðssigur," sagði LeBron James sem mætti gríðarlega grimmur í leikinn og hreinlega keyrði sitt lið áfram. Kevin Love mátti ekki spila vegna höfuðhögg sem hann hlaut í leik tvö og hann vær væntanlega bara að jafna sig áfram í næsta leik sem fer líka fram í Cleveland. Cleveland Cavaliers hefur ekki tapað leik á heimavelli í úrslitakeppninni og liðið sýndi af hverju það er í þessum leik. Það var allt annað að sjá til leikmanna liðsins eftir skellina tvo í Oakland. Það var hinsvegar 63 stiga sveifla á milli leiks tvö og þrjú sem er rosalega mikið í úrslitum NBA. „Svona er bara NBA-deildin. Eins og Gregg Popovich sagði alltaf við mig, leikmennirnir í hinu liðinu fá líka milljónir dollara í laun," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors NBA-meistararnir hleyptu heimamönnum á skrið í upphafi leiks og áttu fá svör eftir það. Stephen Curry skoraði aðeins 2 stig í fyrri hálfleiknum en endaði með 19 stig. Hann var hinsvegar með 6 tapaða bolta og bara 3 stoðsendingar. Stephen Curry var ekki að afsaka sig eftir leikinn en hann hefur ekki náð sér almennilega á strik í seríunni þrátt fyrir að liðið hafi unnið tvo fyrstu leikina. „Ég þarf að spila hundrað sinnum betra en þetta. Þetta er ekki eins og við sáum þetta kvöld þróast," sagði Curry eftir leikinn. Harrison Barnes skoraði 18 stig, Andre Iguodala gerði 11 stig og Klay Thompson var með 10 stig. „Við vorum mjúkir. Þegar við þú ert mjúkur þá tapar þú frákastabaráttunni og tapar boltanum," sagði Steve Kerr.Cavaliers-liðið vann fráköstin 52-32 í leiknum og Golden State tapaði 18 boltum. NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
LeBron James, Kyrie Irving og félagar þeirra í Cleveland Cavaliers fóru á kostum í nótt og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn á móti ríkjandi meisturum í Golden State Warriors. Cleveland Cavaliers vann leikinn 120-90 eftir að hafa kveikt í sínum stuðningsmönnum með því að komast í 9-0 og vinna fyrsta leikhlutann með 17 stigum, 33-16. Það var gríðarlega góð stemmning í Quicken Loans Arena í nótt og heimamenn mættu til leiks til að spila upp á líf eða dauða og gáfu allt í þetta. Kyrie Irving hafði verið hálfkjánalegur í fyrstu tveimur leikjunum en sýndi sínar allar bestu hliðar og hann og LeBron James voru báðir frábærir og með 62 stig saman. LeBron James skoraði 32 stig, tók 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en Kyrie Irving bætti við 30 stigum og 8 stoðsendingum. J.R. Smith kom líka í leitirnar og var með fimm þrista og 20 stig en Tristan Thompson skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. „Loksins náðum við að spila okkar leik. Það var gott flæði í okkar leik og við unnum góðan liðssigur," sagði LeBron James sem mætti gríðarlega grimmur í leikinn og hreinlega keyrði sitt lið áfram. Kevin Love mátti ekki spila vegna höfuðhögg sem hann hlaut í leik tvö og hann vær væntanlega bara að jafna sig áfram í næsta leik sem fer líka fram í Cleveland. Cleveland Cavaliers hefur ekki tapað leik á heimavelli í úrslitakeppninni og liðið sýndi af hverju það er í þessum leik. Það var allt annað að sjá til leikmanna liðsins eftir skellina tvo í Oakland. Það var hinsvegar 63 stiga sveifla á milli leiks tvö og þrjú sem er rosalega mikið í úrslitum NBA. „Svona er bara NBA-deildin. Eins og Gregg Popovich sagði alltaf við mig, leikmennirnir í hinu liðinu fá líka milljónir dollara í laun," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors NBA-meistararnir hleyptu heimamönnum á skrið í upphafi leiks og áttu fá svör eftir það. Stephen Curry skoraði aðeins 2 stig í fyrri hálfleiknum en endaði með 19 stig. Hann var hinsvegar með 6 tapaða bolta og bara 3 stoðsendingar. Stephen Curry var ekki að afsaka sig eftir leikinn en hann hefur ekki náð sér almennilega á strik í seríunni þrátt fyrir að liðið hafi unnið tvo fyrstu leikina. „Ég þarf að spila hundrað sinnum betra en þetta. Þetta er ekki eins og við sáum þetta kvöld þróast," sagði Curry eftir leikinn. Harrison Barnes skoraði 18 stig, Andre Iguodala gerði 11 stig og Klay Thompson var með 10 stig. „Við vorum mjúkir. Þegar við þú ert mjúkur þá tapar þú frákastabaráttunni og tapar boltanum," sagði Steve Kerr.Cavaliers-liðið vann fráköstin 52-32 í leiknum og Golden State tapaði 18 boltum.
NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira