Meira en hinir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. júní 2016 08:00 Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur nú staðið yfir í tvo mánuði. Á þeim tíma hefur næturumferð um Leifsstöð legið niðri í fjórgang vegna „veikinda“ flugumferðarstjóra þar sem ekki fékkst fólk til afleysinga vegna yfirvinnubannsins. Í yfirlýsingu frá Samtökum ferðaþjónustunnar kemur fram að aðgerðirnar hafi haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna. Mikil seinkun hefur verið á 99 flugferðum og um 20 þúsund farþegar hafa ekki komist leiðar sinnar. Þá hafa aðgerðirnar haft áhrif á nokkur þúsund farþega til viðbótar vegna keðjuverkunar. Kröfur flugumferðarstjóranna um launahækkanir eru háar. Kjaradeila þeirra við Samtök atvinnulífsins eru í hnút en þeim hafa að sögn verið boðnar sambærilegar launahækkanir og þorri vinnumarkaðarins hefur samið um á grundvelli SALEK-samkomulagsins. Flugumferðarstjórar vilja hins vegar meira. Í lok maí greindi Fréttablaðið frá því að þeir hafi hafnað tilboði sem svaraði til að minnsta kosti 25 prósenta hækkunar. Að því gefnu að heildarlaun flugumferðarstjóra, með grunnlaunum, föstu vaktaálagi og yfirvinnu meðtalinni, nemi að jafnaði um milljón krónum á mánuði, hafa þeir því hafnað launahækkun sem svarar til um 250 þúsund króna á mánuði – hið minnsta. Í leiðara fréttabréfs SA um mánaðamótin sagði Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri kröfur flugumferðarstjóra um hækkanir langt umfram hækkanir í öðrum samningum. „Yrði gengið að kröfum þeirra raskaðist það dýrkeypta jafnvægi sem komist hefur á kjaramálin,“ segir hann. Við tæki höfrungahlaup um launahækkanir sem gæti af sér aukna verðbólgu, hærri vexti og gengisfall til að lagfæra samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem starfa í alþjóðlegri samkeppni. „Niðurstaðan er sú að kjör allra versna til lengri tíma.“ Varnaðarorð framkvæmdastjórans eru kunnugleg úr kjarabaráttum, rætast oftast en stundum ekki – líkt og sjá má núna eftir langan verkfallsvetur um allt samfélagið – þar sem töluverðar launahækkanir áttu sér stað án þess að verðbólgan ryki upp í kjölfarið, enda ytri aðstæður okkur hagstæðar. Það er hins vegar rétt að jafnvægið sem komist hefur á eftir þennan harða vetur kjaradeilna er í hættu ef ákveðnar fámennar hálaunastéttir fá launahækkanir langt umfram aðra. Í vetur var barist fyrir því að uppgangurinn sem íslenskt samfélag hefur fundið fyrir undanfarin misseri dreifist með jafnari hætti. Eftir afar erfiða tíma í kjölfar hrunsins fékk verkalýðurinn nóg af misjafnri skiptingu auðs, bæði í gegnum launadreifingu sem og aðgerðir stjórnvalda. Fámennar stéttir sem vilja fara fram úr öðrum, einfaldlega í krafti þess að geta það með aðgerðum sem hafa áhrif langt umfram stærð þeirra, geta ógnað því samkomulagi sem náðist milli launþega og atvinnurekenda verulega. Fram hefur komið að önnur ríki renna hýru auga til rekstrar flugumferðarstjórnar hér á landi. Það er ekki sjálfgefið að slíkri starfsemi sé haldið úti hér á landi. Ef flugumferðarstjórum finnst svo ómögulegt að lifa hér á launum sem eru langt umfram meðallaun í landinu, má benda þeim á að freista gæfunnar annars staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur nú staðið yfir í tvo mánuði. Á þeim tíma hefur næturumferð um Leifsstöð legið niðri í fjórgang vegna „veikinda“ flugumferðarstjóra þar sem ekki fékkst fólk til afleysinga vegna yfirvinnubannsins. Í yfirlýsingu frá Samtökum ferðaþjónustunnar kemur fram að aðgerðirnar hafi haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna. Mikil seinkun hefur verið á 99 flugferðum og um 20 þúsund farþegar hafa ekki komist leiðar sinnar. Þá hafa aðgerðirnar haft áhrif á nokkur þúsund farþega til viðbótar vegna keðjuverkunar. Kröfur flugumferðarstjóranna um launahækkanir eru háar. Kjaradeila þeirra við Samtök atvinnulífsins eru í hnút en þeim hafa að sögn verið boðnar sambærilegar launahækkanir og þorri vinnumarkaðarins hefur samið um á grundvelli SALEK-samkomulagsins. Flugumferðarstjórar vilja hins vegar meira. Í lok maí greindi Fréttablaðið frá því að þeir hafi hafnað tilboði sem svaraði til að minnsta kosti 25 prósenta hækkunar. Að því gefnu að heildarlaun flugumferðarstjóra, með grunnlaunum, föstu vaktaálagi og yfirvinnu meðtalinni, nemi að jafnaði um milljón krónum á mánuði, hafa þeir því hafnað launahækkun sem svarar til um 250 þúsund króna á mánuði – hið minnsta. Í leiðara fréttabréfs SA um mánaðamótin sagði Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri kröfur flugumferðarstjóra um hækkanir langt umfram hækkanir í öðrum samningum. „Yrði gengið að kröfum þeirra raskaðist það dýrkeypta jafnvægi sem komist hefur á kjaramálin,“ segir hann. Við tæki höfrungahlaup um launahækkanir sem gæti af sér aukna verðbólgu, hærri vexti og gengisfall til að lagfæra samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem starfa í alþjóðlegri samkeppni. „Niðurstaðan er sú að kjör allra versna til lengri tíma.“ Varnaðarorð framkvæmdastjórans eru kunnugleg úr kjarabaráttum, rætast oftast en stundum ekki – líkt og sjá má núna eftir langan verkfallsvetur um allt samfélagið – þar sem töluverðar launahækkanir áttu sér stað án þess að verðbólgan ryki upp í kjölfarið, enda ytri aðstæður okkur hagstæðar. Það er hins vegar rétt að jafnvægið sem komist hefur á eftir þennan harða vetur kjaradeilna er í hættu ef ákveðnar fámennar hálaunastéttir fá launahækkanir langt umfram aðra. Í vetur var barist fyrir því að uppgangurinn sem íslenskt samfélag hefur fundið fyrir undanfarin misseri dreifist með jafnari hætti. Eftir afar erfiða tíma í kjölfar hrunsins fékk verkalýðurinn nóg af misjafnri skiptingu auðs, bæði í gegnum launadreifingu sem og aðgerðir stjórnvalda. Fámennar stéttir sem vilja fara fram úr öðrum, einfaldlega í krafti þess að geta það með aðgerðum sem hafa áhrif langt umfram stærð þeirra, geta ógnað því samkomulagi sem náðist milli launþega og atvinnurekenda verulega. Fram hefur komið að önnur ríki renna hýru auga til rekstrar flugumferðarstjórnar hér á landi. Það er ekki sjálfgefið að slíkri starfsemi sé haldið úti hér á landi. Ef flugumferðarstjórum finnst svo ómögulegt að lifa hér á launum sem eru langt umfram meðallaun í landinu, má benda þeim á að freista gæfunnar annars staðar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun