Orðstír þjóðar Salvör Jónsdóttir skrifar 7. júní 2016 16:15 Á dögunum birtist viðtal í vikublaði við glæsilegasta „sendiherra“ okkar Íslendinga. Hér er átt við mann sem hefur á eigin verðleikum orðið fulltrúi Íslands á erlendri grund. Hann hefur hlotið heimsathygli fyrir hæfileika, framkomu, túlkun á mennsku og náttúru og við erum stolt að hann skuli vera Íslendingur. Það skiptir máli hverjir eru kynntir til leiks á erlendri grundu sem Íslendingar, því við erum þátttakendur í samfélagi þjóða, við erum ekki einangrað eyland sem betur fer, framkoma okkar og orðspor skiptir máli. Söngvarinn góði sem ég vísa til hér að ofan, sagði meðal annars frá því í viðtalinu hversu erfitt það væri að starfa erlendis þegar orðspor þjóðarinnar væri svert. Því miður höfum við orðið fyrir því óþarflega oft síðastliðinn áratug. Þó svo að stjórnvöld haldi því fram að orðspor okkar hafi ekki skaðast að undanförnu, gengur það þvert á reynslu okkar margra sem störfum erlendis. En í slíkum hremmingum felast tækifæri til að bæta fyrir það sem farið hefur úrskeiðis, við getum sýnt umheiminum að hér búi hugsandi fólk, sem lærir af reynslu og er tilbúið til að skapa bjarta framtíð fyrir land og þjóð. Nú á næstunni gefst þjóðinni tækifæri til að velja einstakling í embætti forseta, „sendiherra“ sem mun verða kynntur sem fulltrúi þjóðarinnar á erlendri grund. Við erum svo heppin að eiga ungt og vel meinandi fólk sem er tilbúið til að taka að sér þetta verkefni. En við getum aðeins valið einn í þessum mikilvægu kosningum. Við þurfum að velja einstakling sem mun standa vörð um það sem er dýrmætast og gerir okkur að Íslendingum; landið, þjóðina og tunguna. Andri Snær Magnason er augljós valkostur. Hann hefur nú þegar vakið athygli um víða veröld fyrir hæfileika sína. Hér heima hefur hann verið óþreytandi að benda á mikilvægi þess að við fórnum ekki náttúru landsins fyrir tálsýn eða stundargróða, heldur byggjum upp framtíð fyrir komandi kynslóðir þar sem virðing er borin fyrir landi rétt eins og þjóð og tungu. Andri Snær hefur náð einstaklega vel til ungra lesenda um allan heim með skrifum sínum og boðskap. Það er ekki hægt að segja börnum að bækur séu góðar, en þau skynja hinsvegar hið fagra, góða og sanna. Frjór hugur Andra Snæs og góðir hæfileikar hans til samskipta og samvinnu munu gera hann að afbragðs fulltrúa þjóðarinnar bæði innanlands og utan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist viðtal í vikublaði við glæsilegasta „sendiherra“ okkar Íslendinga. Hér er átt við mann sem hefur á eigin verðleikum orðið fulltrúi Íslands á erlendri grund. Hann hefur hlotið heimsathygli fyrir hæfileika, framkomu, túlkun á mennsku og náttúru og við erum stolt að hann skuli vera Íslendingur. Það skiptir máli hverjir eru kynntir til leiks á erlendri grundu sem Íslendingar, því við erum þátttakendur í samfélagi þjóða, við erum ekki einangrað eyland sem betur fer, framkoma okkar og orðspor skiptir máli. Söngvarinn góði sem ég vísa til hér að ofan, sagði meðal annars frá því í viðtalinu hversu erfitt það væri að starfa erlendis þegar orðspor þjóðarinnar væri svert. Því miður höfum við orðið fyrir því óþarflega oft síðastliðinn áratug. Þó svo að stjórnvöld haldi því fram að orðspor okkar hafi ekki skaðast að undanförnu, gengur það þvert á reynslu okkar margra sem störfum erlendis. En í slíkum hremmingum felast tækifæri til að bæta fyrir það sem farið hefur úrskeiðis, við getum sýnt umheiminum að hér búi hugsandi fólk, sem lærir af reynslu og er tilbúið til að skapa bjarta framtíð fyrir land og þjóð. Nú á næstunni gefst þjóðinni tækifæri til að velja einstakling í embætti forseta, „sendiherra“ sem mun verða kynntur sem fulltrúi þjóðarinnar á erlendri grund. Við erum svo heppin að eiga ungt og vel meinandi fólk sem er tilbúið til að taka að sér þetta verkefni. En við getum aðeins valið einn í þessum mikilvægu kosningum. Við þurfum að velja einstakling sem mun standa vörð um það sem er dýrmætast og gerir okkur að Íslendingum; landið, þjóðina og tunguna. Andri Snær Magnason er augljós valkostur. Hann hefur nú þegar vakið athygli um víða veröld fyrir hæfileika sína. Hér heima hefur hann verið óþreytandi að benda á mikilvægi þess að við fórnum ekki náttúru landsins fyrir tálsýn eða stundargróða, heldur byggjum upp framtíð fyrir komandi kynslóðir þar sem virðing er borin fyrir landi rétt eins og þjóð og tungu. Andri Snær hefur náð einstaklega vel til ungra lesenda um allan heim með skrifum sínum og boðskap. Það er ekki hægt að segja börnum að bækur séu góðar, en þau skynja hinsvegar hið fagra, góða og sanna. Frjór hugur Andra Snæs og góðir hæfileikar hans til samskipta og samvinnu munu gera hann að afbragðs fulltrúa þjóðarinnar bæði innanlands og utan.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun