Orðstír þjóðar Salvör Jónsdóttir skrifar 7. júní 2016 16:15 Á dögunum birtist viðtal í vikublaði við glæsilegasta „sendiherra“ okkar Íslendinga. Hér er átt við mann sem hefur á eigin verðleikum orðið fulltrúi Íslands á erlendri grund. Hann hefur hlotið heimsathygli fyrir hæfileika, framkomu, túlkun á mennsku og náttúru og við erum stolt að hann skuli vera Íslendingur. Það skiptir máli hverjir eru kynntir til leiks á erlendri grundu sem Íslendingar, því við erum þátttakendur í samfélagi þjóða, við erum ekki einangrað eyland sem betur fer, framkoma okkar og orðspor skiptir máli. Söngvarinn góði sem ég vísa til hér að ofan, sagði meðal annars frá því í viðtalinu hversu erfitt það væri að starfa erlendis þegar orðspor þjóðarinnar væri svert. Því miður höfum við orðið fyrir því óþarflega oft síðastliðinn áratug. Þó svo að stjórnvöld haldi því fram að orðspor okkar hafi ekki skaðast að undanförnu, gengur það þvert á reynslu okkar margra sem störfum erlendis. En í slíkum hremmingum felast tækifæri til að bæta fyrir það sem farið hefur úrskeiðis, við getum sýnt umheiminum að hér búi hugsandi fólk, sem lærir af reynslu og er tilbúið til að skapa bjarta framtíð fyrir land og þjóð. Nú á næstunni gefst þjóðinni tækifæri til að velja einstakling í embætti forseta, „sendiherra“ sem mun verða kynntur sem fulltrúi þjóðarinnar á erlendri grund. Við erum svo heppin að eiga ungt og vel meinandi fólk sem er tilbúið til að taka að sér þetta verkefni. En við getum aðeins valið einn í þessum mikilvægu kosningum. Við þurfum að velja einstakling sem mun standa vörð um það sem er dýrmætast og gerir okkur að Íslendingum; landið, þjóðina og tunguna. Andri Snær Magnason er augljós valkostur. Hann hefur nú þegar vakið athygli um víða veröld fyrir hæfileika sína. Hér heima hefur hann verið óþreytandi að benda á mikilvægi þess að við fórnum ekki náttúru landsins fyrir tálsýn eða stundargróða, heldur byggjum upp framtíð fyrir komandi kynslóðir þar sem virðing er borin fyrir landi rétt eins og þjóð og tungu. Andri Snær hefur náð einstaklega vel til ungra lesenda um allan heim með skrifum sínum og boðskap. Það er ekki hægt að segja börnum að bækur séu góðar, en þau skynja hinsvegar hið fagra, góða og sanna. Frjór hugur Andra Snæs og góðir hæfileikar hans til samskipta og samvinnu munu gera hann að afbragðs fulltrúa þjóðarinnar bæði innanlands og utan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist viðtal í vikublaði við glæsilegasta „sendiherra“ okkar Íslendinga. Hér er átt við mann sem hefur á eigin verðleikum orðið fulltrúi Íslands á erlendri grund. Hann hefur hlotið heimsathygli fyrir hæfileika, framkomu, túlkun á mennsku og náttúru og við erum stolt að hann skuli vera Íslendingur. Það skiptir máli hverjir eru kynntir til leiks á erlendri grundu sem Íslendingar, því við erum þátttakendur í samfélagi þjóða, við erum ekki einangrað eyland sem betur fer, framkoma okkar og orðspor skiptir máli. Söngvarinn góði sem ég vísa til hér að ofan, sagði meðal annars frá því í viðtalinu hversu erfitt það væri að starfa erlendis þegar orðspor þjóðarinnar væri svert. Því miður höfum við orðið fyrir því óþarflega oft síðastliðinn áratug. Þó svo að stjórnvöld haldi því fram að orðspor okkar hafi ekki skaðast að undanförnu, gengur það þvert á reynslu okkar margra sem störfum erlendis. En í slíkum hremmingum felast tækifæri til að bæta fyrir það sem farið hefur úrskeiðis, við getum sýnt umheiminum að hér búi hugsandi fólk, sem lærir af reynslu og er tilbúið til að skapa bjarta framtíð fyrir land og þjóð. Nú á næstunni gefst þjóðinni tækifæri til að velja einstakling í embætti forseta, „sendiherra“ sem mun verða kynntur sem fulltrúi þjóðarinnar á erlendri grund. Við erum svo heppin að eiga ungt og vel meinandi fólk sem er tilbúið til að taka að sér þetta verkefni. En við getum aðeins valið einn í þessum mikilvægu kosningum. Við þurfum að velja einstakling sem mun standa vörð um það sem er dýrmætast og gerir okkur að Íslendingum; landið, þjóðina og tunguna. Andri Snær Magnason er augljós valkostur. Hann hefur nú þegar vakið athygli um víða veröld fyrir hæfileika sína. Hér heima hefur hann verið óþreytandi að benda á mikilvægi þess að við fórnum ekki náttúru landsins fyrir tálsýn eða stundargróða, heldur byggjum upp framtíð fyrir komandi kynslóðir þar sem virðing er borin fyrir landi rétt eins og þjóð og tungu. Andri Snær hefur náð einstaklega vel til ungra lesenda um allan heim með skrifum sínum og boðskap. Það er ekki hægt að segja börnum að bækur séu góðar, en þau skynja hinsvegar hið fagra, góða og sanna. Frjór hugur Andra Snæs og góðir hæfileikar hans til samskipta og samvinnu munu gera hann að afbragðs fulltrúa þjóðarinnar bæði innanlands og utan.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar