Forsetinn og hugsjónirnar Viðar Hreinsson skrifar 6. júní 2016 16:23 Þegar það kvisaðist að Andri Snær Magnason væri að hugleiða forsetaframboð sannfærðist ég á augabragði um að ekki væri völ á betri frambjóðanda. Í raun gefst mjög sérstakt tækifæri til að kjósa forseta með hugmyndalega dýpt, sem glímir við lykilspurningar um menningu, náttúru og samfélag af hugmyndaauðgi og sköpunargleði. Ástæðan er sú að hann býr yfir einstakri og víðtækri sýn á samfélag, menningu og sambúð manns og náttúru. Sú sýn, sem birtist í bókum hans og opinberri umræðu er okkur lífsnauðsyn í dag, gagnvart sjálfum okkur og umgengni okkar við náttúruna og hvert annað, en einnig gagnvart umheiminum á válegum tímum umhverfisógna og flóttamannavanda. Ef á að halda forsetaembættinu uppi til frambúðar verður það að skipta máli með einhverjum hætti. Það þarf að endurnýja yfirbragð Bessastaða, fylla forsetasetrið af hugsjónum og skapandi gleði. Þess vegna þarf að veljast til embættisins manneskja sem á brýnt erindi, hefur hugsjónir og hugmyndir. Forsetinn á að taka brýn málefni til umræðu, hjálpa okkur að skerpa sýn okkar á það sem mestu máli skiptir í lífinu. Jörðin er eitt stórt vistkerfi og um leið mörg smærri. Jafnvægi vistkerfanna er ógnað og skelfilegar afleiðingar blasa við ef ekkert er að gert. Mannlegt samfélag er líka að ganga úr skorðum. Þess vegna þurfum við forseta sem tekur brýn málefni til umræðu, hjálpar til við að leita leiða til að bregðast við þeim af hugmyndaauðgi, innsæi og yfirsýn. Andri Snær tók þekktar ljóðlínur Snorra Hjartarsonar frá miðri síðustu öld og færði til nútímans. “Land þjóð og tunga” kvað Snorri. Landið og náttúran eru tákngerð með hálendisþjóðgarði. Þjóðin er samfélagið, sem þarf að skapa sér grundvöll með nýrri og betri stjórnarskrá. Tungan er öll þau tungumál sem þurfa að blómstra í fjölbreytni sinni og auðga farsæla sambúð þeirra sem í landinu búa. Andri Snær er vel fær um að ræða þessi mál jafnt á alþjóðavettvangi sem við landa sína. Málflutningur hans einkennist af hugmyndaauðgi, hugmynd kveikir hugmynd sem kveikir hugmynd. Og góðlátlegur, hlýr húmor fléttast við hugmyndaauðgina. Góður forseti þarf að vera málsvari lifandi samfélags og menningarlegrar fjölbreytni. Lífskraftur býr í fjölbreytninni og forsetinn þarf að hjálpa til við að finna siðmenntaðar leiðir til að komast að sameiginlegum niðurstöðum á grundvelli ólíkra sjónarmiða. Hann þarf að vera leiðandi í viðleitni til að stýra samfélaginu eftir grundvallarreglum til að komast að lýðræðislegu samkomulagi. Mönnum hefur verið tíðrætt um að forsetinn verði að búa yfir pólitískri reynslu og þekkingu á stjórnmálafræði og sögu. Það er einfaldlega rangt. Það er miklu frekar hætta á að það byrgi mönnum sýn að hafa verið of lengi í þröngum heimi valdabaráttu og pólitískra klækja. Maður sem býr yfir glöggskyggni, húmor og hugmyndaauðgi á borð við Andra Snæ getur einmitt stigið eitt skref til baka, litið yfir sviðið og séð á augabragði hvaða keisarar eru ekki í neinu og hverjir hafa sæmilega leppa utaná sér. Hann getur beitt brjóstvitinu til að leysa pólitískar flækjur. Andri Snær er eini forsetaframbjóðandinn sem getur brugðið nýrri og hugsjónaríkri skilningsbirtu yfir tilveru okkar. Lífið er ekki pólitísk leikjafræði eða valdabarátta. Það er ekki leikur með einfaldar tæknilausnir á stökum vandamálum. Það krefst stöðugrar umhugsunar um það á hverju við viljum byggja líf okkar. Eftir umhugsun getum við tekið afstöðu. Andri Snær sér um heim allan, skilur að allt tengist í einu vistkerfi. Bækur hans og höfundarverk fjalla af djúpum skilningi um ógnir sem steðja að þessu vistkerfi og leiðir til að afstýra þeim. Hann býður fram skilning sinn og framtíðarsýn í okkar þágu. Fyrir það er ég honum þakklátur og ætla að kjósa hann til embættis forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Viðar Hreinsson Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar það kvisaðist að Andri Snær Magnason væri að hugleiða forsetaframboð sannfærðist ég á augabragði um að ekki væri völ á betri frambjóðanda. Í raun gefst mjög sérstakt tækifæri til að kjósa forseta með hugmyndalega dýpt, sem glímir við lykilspurningar um menningu, náttúru og samfélag af hugmyndaauðgi og sköpunargleði. Ástæðan er sú að hann býr yfir einstakri og víðtækri sýn á samfélag, menningu og sambúð manns og náttúru. Sú sýn, sem birtist í bókum hans og opinberri umræðu er okkur lífsnauðsyn í dag, gagnvart sjálfum okkur og umgengni okkar við náttúruna og hvert annað, en einnig gagnvart umheiminum á válegum tímum umhverfisógna og flóttamannavanda. Ef á að halda forsetaembættinu uppi til frambúðar verður það að skipta máli með einhverjum hætti. Það þarf að endurnýja yfirbragð Bessastaða, fylla forsetasetrið af hugsjónum og skapandi gleði. Þess vegna þarf að veljast til embættisins manneskja sem á brýnt erindi, hefur hugsjónir og hugmyndir. Forsetinn á að taka brýn málefni til umræðu, hjálpa okkur að skerpa sýn okkar á það sem mestu máli skiptir í lífinu. Jörðin er eitt stórt vistkerfi og um leið mörg smærri. Jafnvægi vistkerfanna er ógnað og skelfilegar afleiðingar blasa við ef ekkert er að gert. Mannlegt samfélag er líka að ganga úr skorðum. Þess vegna þurfum við forseta sem tekur brýn málefni til umræðu, hjálpar til við að leita leiða til að bregðast við þeim af hugmyndaauðgi, innsæi og yfirsýn. Andri Snær tók þekktar ljóðlínur Snorra Hjartarsonar frá miðri síðustu öld og færði til nútímans. “Land þjóð og tunga” kvað Snorri. Landið og náttúran eru tákngerð með hálendisþjóðgarði. Þjóðin er samfélagið, sem þarf að skapa sér grundvöll með nýrri og betri stjórnarskrá. Tungan er öll þau tungumál sem þurfa að blómstra í fjölbreytni sinni og auðga farsæla sambúð þeirra sem í landinu búa. Andri Snær er vel fær um að ræða þessi mál jafnt á alþjóðavettvangi sem við landa sína. Málflutningur hans einkennist af hugmyndaauðgi, hugmynd kveikir hugmynd sem kveikir hugmynd. Og góðlátlegur, hlýr húmor fléttast við hugmyndaauðgina. Góður forseti þarf að vera málsvari lifandi samfélags og menningarlegrar fjölbreytni. Lífskraftur býr í fjölbreytninni og forsetinn þarf að hjálpa til við að finna siðmenntaðar leiðir til að komast að sameiginlegum niðurstöðum á grundvelli ólíkra sjónarmiða. Hann þarf að vera leiðandi í viðleitni til að stýra samfélaginu eftir grundvallarreglum til að komast að lýðræðislegu samkomulagi. Mönnum hefur verið tíðrætt um að forsetinn verði að búa yfir pólitískri reynslu og þekkingu á stjórnmálafræði og sögu. Það er einfaldlega rangt. Það er miklu frekar hætta á að það byrgi mönnum sýn að hafa verið of lengi í þröngum heimi valdabaráttu og pólitískra klækja. Maður sem býr yfir glöggskyggni, húmor og hugmyndaauðgi á borð við Andra Snæ getur einmitt stigið eitt skref til baka, litið yfir sviðið og séð á augabragði hvaða keisarar eru ekki í neinu og hverjir hafa sæmilega leppa utaná sér. Hann getur beitt brjóstvitinu til að leysa pólitískar flækjur. Andri Snær er eini forsetaframbjóðandinn sem getur brugðið nýrri og hugsjónaríkri skilningsbirtu yfir tilveru okkar. Lífið er ekki pólitísk leikjafræði eða valdabarátta. Það er ekki leikur með einfaldar tæknilausnir á stökum vandamálum. Það krefst stöðugrar umhugsunar um það á hverju við viljum byggja líf okkar. Eftir umhugsun getum við tekið afstöðu. Andri Snær sér um heim allan, skilur að allt tengist í einu vistkerfi. Bækur hans og höfundarverk fjalla af djúpum skilningi um ógnir sem steðja að þessu vistkerfi og leiðir til að afstýra þeim. Hann býður fram skilning sinn og framtíðarsýn í okkar þágu. Fyrir það er ég honum þakklátur og ætla að kjósa hann til embættis forseta Íslands.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun