Jóhann Árni Ólafsson spilar ekki með Grindavík í Dominos-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð því hann hefur ákveðið að snúa heim til Njarðvíkur. Víkurfréttir segja frá því í dag að Jóhann Árni hafi tekið þá ákvörðun að yfirgefa Grindavík.
Jóhann Árni Ólafsson hefur spilað með Grindavíkurliðinu frá 2011 og varð meðal annars tvisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu.
„Þetta var einhver löngun að fara á æskuslóðir í Njarðvík. Ég ætlaði alltaf að enda ferilinn í Njarðvík," sagði Jóhann Árni Ólafsson í viðtalinu við Víkurfréttir.
Jóhann Árni Ólafsson glímdi við meiðsli á síðasta tímabili en var með 10.8 stig, 5,4 fráköst og 3,3 stoðasendingar að meðaltali á 30,3 mínútum í leik.
Jóhann Árni spilaði síðast með Njarðvíkingum tímabilið 2010 til 2011 og var þá með 12,5 stig í leik. Eins og staðan er núna þá mun enginn leikmaður úr því liði spila með Njarðvíkingum næsta vetur.
Jóhann Árni mun áfram búa í Grindavík og starfa þar en hann mun áfram þjálfa yngri flokka hjá Grindavík auk þess að vinna með unglingum í grunnskólanum.
Jóhann Árni mun nú spila fyrir einn sinn besta vin því Daníel Guðni Guðmundsson er nýr þjálfari Njarðvíkinga. Daníel Guðni tekur við liðinu af Friðriki Inga Rúnarssyni.
„Vinátta okkar er slík að við getum sagt hvað sem er og virt skoðanir hvors annars. Við munum reyna að finna leiðir til þess að vinna körfuboltaleiki og þá er vináttan ekkert að þvælast fyrir okkur," sagði Jóhann Árni í umræddu viðtali við Víkurfréttir.
Jóhann Árni aftur heim í Njarðvík til að spila fyrir besta vininn sinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun
Enski boltinn






Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn