Hrikaleg aðkoma í Hornvík: „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2016 10:42 Mennirnir þrír eru sagðir hafa farið um friðlandið eins og verstu sóðar. Vísir/Facebook „Maður spyr sig hvaða svona mönnum gengur til,“ skrifar Rúnar Karlsson, einn af eigendum ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Adventures, sem kom að þremur mönnum í neyðarskýli Björgunarfélags Ísafjarðar í Höfn í Hornvík sem er í friðlandi Hornstranda í gær. Höfðu mennirnir komið sér fyrir í leyfisleysi í neyðarskýli Björgunarfélagsins með byssur, háfa, net og veiðistangir og stundað ólöglegar veiðar. „Dauðir mávar með skotsár, selshræ í fjöru, svartfuglsegg, opinn eldur með rusli, grillað á grónu landi svo eitthvað sé tínt til. Nánast allt sem fyrir augu bar var ólöglegt,“ skrifar Rúnar á Facebook. Við selshræið höfðu mennirnir þrír komið fyrir hreyfiskynjara og er talið að það hafi verið gert til að geta skotið refi. Nanný Arna Guðmundsdóttir, einn af eigendum Borea Adventures, segir fjóra einstaklinga hafa gist á tjaldsvæðinu í Höfn sem urðu varir við lætin í mönnunum þremur. Heyrðu þeir meðal annars skothvelli og sprengingu þegar gaskútur sprakk sem mennirnir þrír höfðu skotið á. „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur,“ skrifar Nanný Arna á Facebook. Rúnar segir að búið sé að hafa samband við lögreglu, landeiganda og Umhverfisstofnun og að málið verði kært. Lögreglan á Ísafirði segir málið komið til skoðunar hjá embætti lögreglunnar á Ísafirði. Mennirnir þrír voru fluttir á bátunum Salómon Sig og Gunnu Betu í Hornvík. Salómon Sig er skráður á Gjá útgerð og er notaður í farþegaflutninga af fyrirtækinu Strandferðum. Einn af eigendum Salómons Sig er Ásgeir Jónas Salómonsson en hann segir einu aðkomu fyrirtækisins Strandferða að þessu máli vera þá að það flutti mennina þrjá í Hornvík. Hann segir Strandferðir hafa gert mönnunum þremur grein fyrir þeim reglum sem gilda í friðlandinu, eins og að bannað væri að gista í neyðarskýlinu og meðferð skotvopna bönnuð. „Þetta er alfarið þessir farþegar sem við fluttum í land og finnst sárt að vera að blanda fyrirtækinu í þetta,“ segir Ásgeir Jónas. Hann segir lögregluna ekki hafa haft samband við fyrirtækið en vonast til að svo verði svo sannleikurinn muni koma ljós í málinu. Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
„Maður spyr sig hvaða svona mönnum gengur til,“ skrifar Rúnar Karlsson, einn af eigendum ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Adventures, sem kom að þremur mönnum í neyðarskýli Björgunarfélags Ísafjarðar í Höfn í Hornvík sem er í friðlandi Hornstranda í gær. Höfðu mennirnir komið sér fyrir í leyfisleysi í neyðarskýli Björgunarfélagsins með byssur, háfa, net og veiðistangir og stundað ólöglegar veiðar. „Dauðir mávar með skotsár, selshræ í fjöru, svartfuglsegg, opinn eldur með rusli, grillað á grónu landi svo eitthvað sé tínt til. Nánast allt sem fyrir augu bar var ólöglegt,“ skrifar Rúnar á Facebook. Við selshræið höfðu mennirnir þrír komið fyrir hreyfiskynjara og er talið að það hafi verið gert til að geta skotið refi. Nanný Arna Guðmundsdóttir, einn af eigendum Borea Adventures, segir fjóra einstaklinga hafa gist á tjaldsvæðinu í Höfn sem urðu varir við lætin í mönnunum þremur. Heyrðu þeir meðal annars skothvelli og sprengingu þegar gaskútur sprakk sem mennirnir þrír höfðu skotið á. „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur,“ skrifar Nanný Arna á Facebook. Rúnar segir að búið sé að hafa samband við lögreglu, landeiganda og Umhverfisstofnun og að málið verði kært. Lögreglan á Ísafirði segir málið komið til skoðunar hjá embætti lögreglunnar á Ísafirði. Mennirnir þrír voru fluttir á bátunum Salómon Sig og Gunnu Betu í Hornvík. Salómon Sig er skráður á Gjá útgerð og er notaður í farþegaflutninga af fyrirtækinu Strandferðum. Einn af eigendum Salómons Sig er Ásgeir Jónas Salómonsson en hann segir einu aðkomu fyrirtækisins Strandferða að þessu máli vera þá að það flutti mennina þrjá í Hornvík. Hann segir Strandferðir hafa gert mönnunum þremur grein fyrir þeim reglum sem gilda í friðlandinu, eins og að bannað væri að gista í neyðarskýlinu og meðferð skotvopna bönnuð. „Þetta er alfarið þessir farþegar sem við fluttum í land og finnst sárt að vera að blanda fyrirtækinu í þetta,“ segir Ásgeir Jónas. Hann segir lögregluna ekki hafa haft samband við fyrirtækið en vonast til að svo verði svo sannleikurinn muni koma ljós í málinu.
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent