Þegar Atli Eðvalds hitti Muhammad Ali Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júní 2016 06:30 Ali og Atli bregða á leik. mynd/úr einkasafni Sem kunnugt er lést hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali á föstudaginn, 74 ára að aldri. Dánarorsök Alis var ígerð en hann glímdi við veikindi í öndunarfærum síðustu dagana sem hann lifði. Það eru eflaust ekki margir Íslendingar sem hittu Ali, hvað þá að eiga mynd af sér með honum. Það getur Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og -þjálfari í knattspyrnu, hins vegar sagt. Myndin hér að ofan var tekin 15. september 1984 á heimavelli Fortuna Düsseldorf, í hálfleik á leik liðsins gegn Eintracht Braunschweig í þýsku úrvalsdeildinni. „Mig minnir að á þessum tíma hafi Ali verið að kynna box á vegum Alþjóðahnefaleikasambandsins um allan heim,“ sagði Atli í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann kom Düsseldorf yfir á 27. mínútu en gestirnir jöfnuðu metin 11 mínútum síðar. Það var svo í hálfleik sem hann hitti meistarann sjálfan. „Hann sá leikinn hjá okkur. Með okkur á myndinni eru forseti borgarstjórnar í Düsseldorf og forseti félagsins. Þeir eru að taka á móti honum og þegar ég er að koma aftur inn á völlinn kynna þeir mig fyrir honum. Við spjölluðum í 3-4 mínútur og þá voru myndirnar teknar,“ sagði Atli. En hvað fór þeim í milli? „Það var æðislegt að hitta hann. Ég sagði við hann „great honour“. Og hann svaraði: „I am the greatest.“ Ég man ekki eftir öllu sem við sögðum en hann talaði um að hann væri mestur og væri að kynna boxið.“ Á þessum tíma var Ali nýbúinn að leggja hanskana á hilluna eftir frábæran feril og var enn í flottu formi. „Þú sérð hvers konar skrokkur þetta er. Ég þótti ágætlega stór miðað við fótboltamann en er eins og smá peð við hliðina á honum,“ sagði Atli. Þetta sama ár, 1984, greindist Ali með Parkinson-sjúkdóminn. Atli segir að hann hafi ekki tekið eftir einkennum sjúkdómsins hjá Ali. „Ég tók ekkert eftir því. Hann var í fínum gír,“ sagði Atli sem segir Ali einn merkasta íþróttamann sögunnar. „Það tekur enginn af honum að hann var þrefaldur heimsmeistari. Hann var alltaf skemmtilegastur og það er enginn íþróttamaður sem var hægt að vitna oftar í. Allt sem hann sagði var fyndið og hann var leikari. Hann var ótrúlegur,“ sagði Atli að lokum.Það fór vel á með meistaranum og íslenska landsliðsmanninum.mynd/úr einkasafniTeiknuð mynd sem birtist í bók 100 ára sögu Fortuna Düsseldorf.mynd/úr einkasafni Box Tengdar fréttir Dánarorsök Ali var ígerð Var ígerðin tilkomin vegna ótilgreindra náttúrulegra orsaka en Ali lést á föstudagskvöld á spítala í Phoenix í Arizona, 74 ára aldri. 5. júní 2016 09:36 Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16 Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45 Muhammad Ali fallinn frá Hnefaleikagoðsögnin var 74 ára að aldri. 4. júní 2016 07:30 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Sjá meira
Sem kunnugt er lést hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali á föstudaginn, 74 ára að aldri. Dánarorsök Alis var ígerð en hann glímdi við veikindi í öndunarfærum síðustu dagana sem hann lifði. Það eru eflaust ekki margir Íslendingar sem hittu Ali, hvað þá að eiga mynd af sér með honum. Það getur Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og -þjálfari í knattspyrnu, hins vegar sagt. Myndin hér að ofan var tekin 15. september 1984 á heimavelli Fortuna Düsseldorf, í hálfleik á leik liðsins gegn Eintracht Braunschweig í þýsku úrvalsdeildinni. „Mig minnir að á þessum tíma hafi Ali verið að kynna box á vegum Alþjóðahnefaleikasambandsins um allan heim,“ sagði Atli í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann kom Düsseldorf yfir á 27. mínútu en gestirnir jöfnuðu metin 11 mínútum síðar. Það var svo í hálfleik sem hann hitti meistarann sjálfan. „Hann sá leikinn hjá okkur. Með okkur á myndinni eru forseti borgarstjórnar í Düsseldorf og forseti félagsins. Þeir eru að taka á móti honum og þegar ég er að koma aftur inn á völlinn kynna þeir mig fyrir honum. Við spjölluðum í 3-4 mínútur og þá voru myndirnar teknar,“ sagði Atli. En hvað fór þeim í milli? „Það var æðislegt að hitta hann. Ég sagði við hann „great honour“. Og hann svaraði: „I am the greatest.“ Ég man ekki eftir öllu sem við sögðum en hann talaði um að hann væri mestur og væri að kynna boxið.“ Á þessum tíma var Ali nýbúinn að leggja hanskana á hilluna eftir frábæran feril og var enn í flottu formi. „Þú sérð hvers konar skrokkur þetta er. Ég þótti ágætlega stór miðað við fótboltamann en er eins og smá peð við hliðina á honum,“ sagði Atli. Þetta sama ár, 1984, greindist Ali með Parkinson-sjúkdóminn. Atli segir að hann hafi ekki tekið eftir einkennum sjúkdómsins hjá Ali. „Ég tók ekkert eftir því. Hann var í fínum gír,“ sagði Atli sem segir Ali einn merkasta íþróttamann sögunnar. „Það tekur enginn af honum að hann var þrefaldur heimsmeistari. Hann var alltaf skemmtilegastur og það er enginn íþróttamaður sem var hægt að vitna oftar í. Allt sem hann sagði var fyndið og hann var leikari. Hann var ótrúlegur,“ sagði Atli að lokum.Það fór vel á með meistaranum og íslenska landsliðsmanninum.mynd/úr einkasafniTeiknuð mynd sem birtist í bók 100 ára sögu Fortuna Düsseldorf.mynd/úr einkasafni
Box Tengdar fréttir Dánarorsök Ali var ígerð Var ígerðin tilkomin vegna ótilgreindra náttúrulegra orsaka en Ali lést á föstudagskvöld á spítala í Phoenix í Arizona, 74 ára aldri. 5. júní 2016 09:36 Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16 Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45 Muhammad Ali fallinn frá Hnefaleikagoðsögnin var 74 ára að aldri. 4. júní 2016 07:30 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Sjá meira
Dánarorsök Ali var ígerð Var ígerðin tilkomin vegna ótilgreindra náttúrulegra orsaka en Ali lést á föstudagskvöld á spítala í Phoenix í Arizona, 74 ára aldri. 5. júní 2016 09:36
Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16
Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn