Enski boltinn

Rooney: Gríðarlega mikilvægt að byrja á sigri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Vísir/Getty
Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu segir það vera gríðarlega mikilvægt fyrir England að byrja vel á EM í Frakklandi. Liðið leggi mikla áherslu á að ná fram sigri gegn Rússum í fyrsta leik þann 11. júní.

England er með Rússum, Slóvökum og Wales í riðli á mótinu en fimmtíu ár eru liðin frá því að England vann síðast stórmót, en liðið var heimsmeistari árið 1966.

„Fyrsti leikurinn er gríðarlega mikilvægur, þú vilt byrja svona mót vel,“ segir Rooney við fjölmiðla ytra.

„Það eru allir að tala um mikilvægi þess að tapa ekki í fyrsta leik, en sigur í fyrsta leik getur skipt sköpum fyrir framhaldið hjá okkur í mótinu.“

Rooney er elsti leikmaðurinn í enska landsliðshópnum  en hann er 30 ára. Hann mun leika sinn 112. landsleik fyrir Englendinga þann 11. júní gegn Rússum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×