Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2016 16:39 Forsvarsmenn Reykjavík Media, Kastljóss, ICIJ - Alþjóðasamtökum rannsóknarblaðamanna og Uppdrag Granskning SVT hafna því alfarið að handrit að hinu fræga viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafi verið skrifað fyrirfram. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send út var í dag vegna fullyrðinga Sigmundar Davíðs á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag þess eðlis að handrit viðtalsins hafi verið skrifað fyrirfram og markmið þess verið það að koma höggi á sig og Framsóknarflokkinn. Þessu er alfarið hafnað í yfirlýsingu RME, Kastljóss, ICIJ og UG SVT. Þar segir að Sigmundi Davíð hafi ítrekað verið boðið að koma fram í viðtali til að útskýra aðkomu sína að Wintris inc. „Handrit þáttarins byggði á þeim upplýsingum sem þá lágu fyrir. Hefði Sigmundur Davíð þegið ítrekuð boð um að koma fram í viðtali til að útskýra aðkomu sína að Wintris Inc, hefði handrit og uppbygging þáttarins án efa orðið öðruvísi,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“Sigmundur Davíð sagði einnig að eftir að viðtalið var tekið, þann 11. mars síðastliðinn, hafi hann og aðstoðarmenn sínir verið uppteknir við að afla gagna og svara spurningum frá blaðamönnunum. Sagði hann að sú gagnaöflun hefði verið að ósk þeirra blaðamanna sem stóðu að viðtalinu en tilgangurinn með gagnaöfluninni hefði í raun verið að halda sér og sínum uppteknum. Þessu er einnig hafnað í yfirlýsingunni þar sem greint er frá því að Sigmundi Davíð hafi ítrekað verið boðið í viðtal, eftir viðtalið fræga, til þess að útskýra aðkomu sína að Wintris. „Strax eftir viðtalið 11. mars var óskað eftir öðru viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra. Það var gert með formlegum hætti í samtali við aðstoðarmann hans, Jóhannes Þór Skúlason,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollaraBirta blaðamennirnir tölvupósta því til sönnunar. Segja þeir að Sigmundi Davíð hafi alls verið boðið sex sinnum í viðtal.„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk því margítrekuð tækifæri til að útskýra aðkomu sína og eiginkonu sinnar að aflandsfélaginu Wintris Inc, sem hann kaus að gera ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Þá greina þeir frá því að strax eftir viðtalið í Ráðherrabústaðnum hafi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar óskað eftir því að þeim hluta viðtalsins sem sneri að Wintris inc. yrði eytt út. Ekki var orðið við þeirri beiðni. Viðtalið var tekið við ráðherrann í tengslum við umfjöllun Alþjóðasamtaka blaðamanna um eignir stjórnmálamanna í skattaskjólum en fyrsti hluti umfjöllunar birtist í kvöld og er Ísland í brennidepli en fjallað var um málið í sérstökum Kastljósþætti á RÚV. Gekk Sigmundur út úr viðtalinu eftir að gengið var á hann varðandi aflandsfélagið Wintris. Skömmu seinna sagði hann af sér sem forsætisráðherra. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Forsvarsmenn Reykjavík Media, Kastljóss, ICIJ - Alþjóðasamtökum rannsóknarblaðamanna og Uppdrag Granskning SVT hafna því alfarið að handrit að hinu fræga viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafi verið skrifað fyrirfram. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send út var í dag vegna fullyrðinga Sigmundar Davíðs á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag þess eðlis að handrit viðtalsins hafi verið skrifað fyrirfram og markmið þess verið það að koma höggi á sig og Framsóknarflokkinn. Þessu er alfarið hafnað í yfirlýsingu RME, Kastljóss, ICIJ og UG SVT. Þar segir að Sigmundi Davíð hafi ítrekað verið boðið að koma fram í viðtali til að útskýra aðkomu sína að Wintris inc. „Handrit þáttarins byggði á þeim upplýsingum sem þá lágu fyrir. Hefði Sigmundur Davíð þegið ítrekuð boð um að koma fram í viðtali til að útskýra aðkomu sína að Wintris Inc, hefði handrit og uppbygging þáttarins án efa orðið öðruvísi,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“Sigmundur Davíð sagði einnig að eftir að viðtalið var tekið, þann 11. mars síðastliðinn, hafi hann og aðstoðarmenn sínir verið uppteknir við að afla gagna og svara spurningum frá blaðamönnunum. Sagði hann að sú gagnaöflun hefði verið að ósk þeirra blaðamanna sem stóðu að viðtalinu en tilgangurinn með gagnaöfluninni hefði í raun verið að halda sér og sínum uppteknum. Þessu er einnig hafnað í yfirlýsingunni þar sem greint er frá því að Sigmundi Davíð hafi ítrekað verið boðið í viðtal, eftir viðtalið fræga, til þess að útskýra aðkomu sína að Wintris. „Strax eftir viðtalið 11. mars var óskað eftir öðru viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra. Það var gert með formlegum hætti í samtali við aðstoðarmann hans, Jóhannes Þór Skúlason,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollaraBirta blaðamennirnir tölvupósta því til sönnunar. Segja þeir að Sigmundi Davíð hafi alls verið boðið sex sinnum í viðtal.„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk því margítrekuð tækifæri til að útskýra aðkomu sína og eiginkonu sinnar að aflandsfélaginu Wintris Inc, sem hann kaus að gera ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Þá greina þeir frá því að strax eftir viðtalið í Ráðherrabústaðnum hafi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar óskað eftir því að þeim hluta viðtalsins sem sneri að Wintris inc. yrði eytt út. Ekki var orðið við þeirri beiðni. Viðtalið var tekið við ráðherrann í tengslum við umfjöllun Alþjóðasamtaka blaðamanna um eignir stjórnmálamanna í skattaskjólum en fyrsti hluti umfjöllunar birtist í kvöld og er Ísland í brennidepli en fjallað var um málið í sérstökum Kastljósþætti á RÚV. Gekk Sigmundur út úr viðtalinu eftir að gengið var á hann varðandi aflandsfélagið Wintris. Skömmu seinna sagði hann af sér sem forsætisráðherra.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47