Stór mál bíða afgreiðslu Snærós Sindradóttir skrifar 4. júní 2016 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson tilkynntu þann 6. apríl síðastliðinn að kosningar yrðu í haust. Þeir hafa síðan þurft að margítreka að þeir hyggist standa við stóru orðin. Þingflokksformaður Framsóknar segir vilja til að flýta kosningum en dagsetning þeirra velti á hvenær þingmálalisti ríkisstjórnarinnar sé tæmdur. Fréttablaðið/Ernir Búvörusamningar, Samgönguáætlun, tollasamningar, LÍN frumvarp og ríkisfjármálaáætlun er á meðal stóru málanna sem stjórnarflokkarnir hyggjast klára á sumarþinginu í ágúst. Þá hefur utanríkisráðherra lýst yfir vilja til að klára fullgildingu Loftslagssamkomulags Sameinuðu þjóðanna á kjörtímabilinu. Eitthvað mun bætast við af frumvörpum sem eru liður í losun gjaldeyrishafta. Alþingi kemur aftur saman 15.ágúst. Þá stefnir Framsóknarflokkurinn að því að frumvarp um verðtryggingu verði lagt fram. Allt kapp verður lagt á að klára það frumvarp á þeim tíu vikum sem eru til stefnu. Í næstu viku er nefndavika hjá Alþingi og aftur strax eftir verslunarmannahelgi. Um búvörusamninga ríkir ekki einhugur. Samningarnir, eins og þeir standa núna, gilda í tíu ár og ganga langt. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur látið hafa eftir sér að hún muni aldrei samþykkja samninginn.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins á sama máli og setja það sem skilyrði fyrir samþykkt samningsins að tollasamningur við Evrópusambandið verði samþykktur um leið. Tollasamningurinn gengur út á að fella niður tolla á unnar landbúnaðarvörur, svo sem súkkulaði. Þá verði þeir lækkaðir eða felldir niður á óunnum landbúnaðarvörum á borð við villibráð og ýmsu grænmeti. Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér sömuleiðis að klára samgönguáætlun en sitjandi ríkisstjórn hefur hingað til ekki samþykkt slíka áætlun. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, skrifaði grein í Bændablaðinu í apríl og sagði plaggið ónýtt. „Málaflokkurinn er síst betur staddur hvað fjárveitingar snertir en á erfiðustu árunum eftir hrun.“ Að lokum má nefna frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem kynnt var í lok maímánaðar, sem og frumvarp um aðgerðir gegn skattaskjólum sem unnið er að frumkvæði efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að þessi mál verði að klárast áður en gengið verður til kosninga. Fyrir liggur að þingmenn Framsóknar eru tregir til að ganga til kosninga og enn hefur ekki verið gefin út dagsetning á kjördegi. „Við höfum sagt að það eigi að vera mögulegt bæði að flýta þeim málum sem ríkisstjórnin ætlar að klára á þessu kjörtímabili og kjósa fyrr. Þetta tvennt geti farið saman en það verði þá líka að fara saman. Það eru ekki bara kosningar í haust, það er líka þannig að menn ætla að klára þau mál sem við ætlum að klára,“ segir Ásmundur. Þetta segir Ásmundur aðspurður ekki vera hótun gegn stjórnarandstöðunni svo hún hagi sér vel og hleypi málum nokkuð auðveldlega í gegn. „Það liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur umboð til 26. apríl 2017. Ríkisstjórnin fer ekki í kosningar án þess að vera búin með þau mál sem hún ætlaði sér að klára. Það felst engin hótun í því. Það hefur gengið vel að afgreiða mál og engin ástæða til að ætla að það verði einhver breyting á því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Búvörusamningar, Samgönguáætlun, tollasamningar, LÍN frumvarp og ríkisfjármálaáætlun er á meðal stóru málanna sem stjórnarflokkarnir hyggjast klára á sumarþinginu í ágúst. Þá hefur utanríkisráðherra lýst yfir vilja til að klára fullgildingu Loftslagssamkomulags Sameinuðu þjóðanna á kjörtímabilinu. Eitthvað mun bætast við af frumvörpum sem eru liður í losun gjaldeyrishafta. Alþingi kemur aftur saman 15.ágúst. Þá stefnir Framsóknarflokkurinn að því að frumvarp um verðtryggingu verði lagt fram. Allt kapp verður lagt á að klára það frumvarp á þeim tíu vikum sem eru til stefnu. Í næstu viku er nefndavika hjá Alþingi og aftur strax eftir verslunarmannahelgi. Um búvörusamninga ríkir ekki einhugur. Samningarnir, eins og þeir standa núna, gilda í tíu ár og ganga langt. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur látið hafa eftir sér að hún muni aldrei samþykkja samninginn.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins á sama máli og setja það sem skilyrði fyrir samþykkt samningsins að tollasamningur við Evrópusambandið verði samþykktur um leið. Tollasamningurinn gengur út á að fella niður tolla á unnar landbúnaðarvörur, svo sem súkkulaði. Þá verði þeir lækkaðir eða felldir niður á óunnum landbúnaðarvörum á borð við villibráð og ýmsu grænmeti. Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér sömuleiðis að klára samgönguáætlun en sitjandi ríkisstjórn hefur hingað til ekki samþykkt slíka áætlun. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, skrifaði grein í Bændablaðinu í apríl og sagði plaggið ónýtt. „Málaflokkurinn er síst betur staddur hvað fjárveitingar snertir en á erfiðustu árunum eftir hrun.“ Að lokum má nefna frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem kynnt var í lok maímánaðar, sem og frumvarp um aðgerðir gegn skattaskjólum sem unnið er að frumkvæði efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að þessi mál verði að klárast áður en gengið verður til kosninga. Fyrir liggur að þingmenn Framsóknar eru tregir til að ganga til kosninga og enn hefur ekki verið gefin út dagsetning á kjördegi. „Við höfum sagt að það eigi að vera mögulegt bæði að flýta þeim málum sem ríkisstjórnin ætlar að klára á þessu kjörtímabili og kjósa fyrr. Þetta tvennt geti farið saman en það verði þá líka að fara saman. Það eru ekki bara kosningar í haust, það er líka þannig að menn ætla að klára þau mál sem við ætlum að klára,“ segir Ásmundur. Þetta segir Ásmundur aðspurður ekki vera hótun gegn stjórnarandstöðunni svo hún hagi sér vel og hleypi málum nokkuð auðveldlega í gegn. „Það liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur umboð til 26. apríl 2017. Ríkisstjórnin fer ekki í kosningar án þess að vera búin með þau mál sem hún ætlaði sér að klára. Það felst engin hótun í því. Það hefur gengið vel að afgreiða mál og engin ástæða til að ætla að það verði einhver breyting á því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira