Kjötlausar kjötbökur bökuðu MAST skaðabótaskyldu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júní 2016 14:26 Nautabökurnar umdeildu. vísir/stefán Matvælastofnun er skaðabótaskyld vegna tjóns sem Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., urðu fyrir vegna tilkynningar sem birtist á vef stofnunarinnar í febrúar 2013. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Forsga málsins er sú að í kjölfar fregna frá Evrópu, þess efnis að hrossakjöti hefði verið blandað í matvörur í stað nautakjöts, var gerði könnun á því hvort slíkt hefði gerst hér á landi. Í því skyni voru meðal annars kjötbökur frá Gæðakokkum kannaðar. Í ljós kom að í tveimur bökum hefði ekkert kjöt verið að finna þrátt fyrir að innihaldslýsing gæfi til kynna þrjátíu prósent kjötinnihald. Tilkynning um kjötskortinn var birt á heimasíðu Matvælastofnunar og meðal annars sagt að farið hefði verið fram á innköllun á tilgreindum vörum Gæðakokka vegna þessa. Fyrirtækið var síðar ákært fyrir brot á lögum um matvæli og reglugerð um merkingar á matvælum en sýknað í héraðsdómi þar sem ekki þótti sannað að ásetningur hefði legið að baki brotinu eða að umrædd kjötbaka hefði verið óhappatilvik. Sökum þessa höfðaði fyrirtækið mál til viðurkenningar skaðabótaskyldu. Að sögn Kræsinga kemur fram voru rekstrartekjur ársins 2012 tæplega 133 milljónum á ári en í kjölfar tilkynningarinnar hafi verslanir sagt upp samningum við fyrirtækið. Nauðsynlegt hefði verið að segja upp starfsfólki, farga birgðum og breyta nafni fyrirtækisins. Skaðabótakrafan byggði á því að tilkynning Matvælastofnunar hefði verið ólögmæt þar sem reglum um málsmeðferð hafi ekki veirð fylgt.Héraðsdómur féllst á þessar röksemdir meðal annars með vísan til þess að stofnunin hefði ekki haft valdsvið í málinu. Með aðgerðum sínum hefði hún farið inn á verksvið Heilbrigðisnefndar Vesturlands. Þá var einnig talið að Gæðakokkum hafi ekki verið gefinn kostur á að kynna sér og tjá sig um niðurstöðurnar áður en tilkynningin var send út. Að lokum var fundið að því að tilkynningin hafi ekki verið efnislega rétt en í henni var fullyrt að innköllun á vörunum hefði farið fram. Svo var eigi. Í yfirlýsingu frá Matvælastofnun kemur fram að stjórnendur stofnunarinnar muni á næstu dögum fara yfir málið ásamt lögfræðingum sínum áður en ákvörðun verður tekin um hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Tengdar fréttir Ekkert nautakjöt í nautaböku: Óhapp ekki útilokað fyrir dómi Fyrirtækið Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., var á föstudaginn sýknað í Héraðsdómi Vesturlands af ákæru fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. 23. febrúar 2015 15:10 Kærðir fyrir brot á matvælalögum Fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi hefur verið kært til sýslumannsins vegna brota á tveimur greinum matvælalaga. 12. mars 2013 13:12 Ákærðir fyrir að blekkja neytendur Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur ákært Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. 28. nóvember 2014 14:32 Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Gæðakokkar skipta um nafn Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti. 3. janúar 2014 14:33 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Matvælastofnun er skaðabótaskyld vegna tjóns sem Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., urðu fyrir vegna tilkynningar sem birtist á vef stofnunarinnar í febrúar 2013. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Forsga málsins er sú að í kjölfar fregna frá Evrópu, þess efnis að hrossakjöti hefði verið blandað í matvörur í stað nautakjöts, var gerði könnun á því hvort slíkt hefði gerst hér á landi. Í því skyni voru meðal annars kjötbökur frá Gæðakokkum kannaðar. Í ljós kom að í tveimur bökum hefði ekkert kjöt verið að finna þrátt fyrir að innihaldslýsing gæfi til kynna þrjátíu prósent kjötinnihald. Tilkynning um kjötskortinn var birt á heimasíðu Matvælastofnunar og meðal annars sagt að farið hefði verið fram á innköllun á tilgreindum vörum Gæðakokka vegna þessa. Fyrirtækið var síðar ákært fyrir brot á lögum um matvæli og reglugerð um merkingar á matvælum en sýknað í héraðsdómi þar sem ekki þótti sannað að ásetningur hefði legið að baki brotinu eða að umrædd kjötbaka hefði verið óhappatilvik. Sökum þessa höfðaði fyrirtækið mál til viðurkenningar skaðabótaskyldu. Að sögn Kræsinga kemur fram voru rekstrartekjur ársins 2012 tæplega 133 milljónum á ári en í kjölfar tilkynningarinnar hafi verslanir sagt upp samningum við fyrirtækið. Nauðsynlegt hefði verið að segja upp starfsfólki, farga birgðum og breyta nafni fyrirtækisins. Skaðabótakrafan byggði á því að tilkynning Matvælastofnunar hefði verið ólögmæt þar sem reglum um málsmeðferð hafi ekki veirð fylgt.Héraðsdómur féllst á þessar röksemdir meðal annars með vísan til þess að stofnunin hefði ekki haft valdsvið í málinu. Með aðgerðum sínum hefði hún farið inn á verksvið Heilbrigðisnefndar Vesturlands. Þá var einnig talið að Gæðakokkum hafi ekki verið gefinn kostur á að kynna sér og tjá sig um niðurstöðurnar áður en tilkynningin var send út. Að lokum var fundið að því að tilkynningin hafi ekki verið efnislega rétt en í henni var fullyrt að innköllun á vörunum hefði farið fram. Svo var eigi. Í yfirlýsingu frá Matvælastofnun kemur fram að stjórnendur stofnunarinnar muni á næstu dögum fara yfir málið ásamt lögfræðingum sínum áður en ákvörðun verður tekin um hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Ekkert nautakjöt í nautaböku: Óhapp ekki útilokað fyrir dómi Fyrirtækið Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., var á föstudaginn sýknað í Héraðsdómi Vesturlands af ákæru fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. 23. febrúar 2015 15:10 Kærðir fyrir brot á matvælalögum Fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi hefur verið kært til sýslumannsins vegna brota á tveimur greinum matvælalaga. 12. mars 2013 13:12 Ákærðir fyrir að blekkja neytendur Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur ákært Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. 28. nóvember 2014 14:32 Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Gæðakokkar skipta um nafn Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti. 3. janúar 2014 14:33 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ekkert nautakjöt í nautaböku: Óhapp ekki útilokað fyrir dómi Fyrirtækið Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., var á föstudaginn sýknað í Héraðsdómi Vesturlands af ákæru fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. 23. febrúar 2015 15:10
Kærðir fyrir brot á matvælalögum Fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi hefur verið kært til sýslumannsins vegna brota á tveimur greinum matvælalaga. 12. mars 2013 13:12
Ákærðir fyrir að blekkja neytendur Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur ákært Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. 28. nóvember 2014 14:32
Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47
Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46
Gæðakokkar skipta um nafn Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti. 3. janúar 2014 14:33