Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2016 13:30 Alexnder Petersson hefur átt magnaðan landsliðsferil. Vísir/Stefán Alexander Petersson er ekki í leikmannahópi íslenska landsliðsins í handbolta sem mætir Portúgal í umspilsleikjum heima og að heiman um miðjan mánuðinn en í boði er farseðill á heimsmeistarakeppnina í Frakklandi í janúar á næsta ári. Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi HSÍ í dag þar sem hópurinn var tilkynntur að Alexander gæfi ekki kost á sér í þetta verkefni. „Hvort hann sé búinn að spila sinn síðasta landsleik veit ég ekki,“ sagði Geir um örvhentu skyttuna. Geir sagðist hafa talað þrisvar sinnum við Alexander um verkefnið en á endanum ákvað hann að gefa ekki kost á sér. Aðspurður hvort um meiðsli væri að ræða eða aðrar ástæður svaraði Geir: „Það hefur verið gríðarlegt álag á honum en ástæðurnar eru ýmsar. Ég skil ákvörðun hans þó ég sé henni ekki sammála,“ sagði Geir Sveinsson nokkuð svekktur með að geta ekki beitt Alexander í þessum mikilvægum leikjum. „Þið verðið bara að spyrja hann nánar út í ástæður þess að hann gefur ekki kost á sér,“ bætti Geir við. Alexander hefur eins og undanfarin ár glímt við meiðsli á yfirstandandi leiktíð og verið nokkuð hvíldur hjá Rhein-Neckar Löwen sem stefnir hraðbyri að sínum fyrsta Þýskalandsmeistaratitli. Hann spilaði síðast landsleik gegn Króatíu á EM í Póllandi í janúar. Alexander hefur á löngum ferli með landsliðinu spilað 173 leiki og skorað 694 mörk. Hann var bæði í silfurliðinu í Peking 2008 og bronsliðinu á EM í Austurríki 2010. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira
Alexander Petersson er ekki í leikmannahópi íslenska landsliðsins í handbolta sem mætir Portúgal í umspilsleikjum heima og að heiman um miðjan mánuðinn en í boði er farseðill á heimsmeistarakeppnina í Frakklandi í janúar á næsta ári. Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi HSÍ í dag þar sem hópurinn var tilkynntur að Alexander gæfi ekki kost á sér í þetta verkefni. „Hvort hann sé búinn að spila sinn síðasta landsleik veit ég ekki,“ sagði Geir um örvhentu skyttuna. Geir sagðist hafa talað þrisvar sinnum við Alexander um verkefnið en á endanum ákvað hann að gefa ekki kost á sér. Aðspurður hvort um meiðsli væri að ræða eða aðrar ástæður svaraði Geir: „Það hefur verið gríðarlegt álag á honum en ástæðurnar eru ýmsar. Ég skil ákvörðun hans þó ég sé henni ekki sammála,“ sagði Geir Sveinsson nokkuð svekktur með að geta ekki beitt Alexander í þessum mikilvægum leikjum. „Þið verðið bara að spyrja hann nánar út í ástæður þess að hann gefur ekki kost á sér,“ bætti Geir við. Alexander hefur eins og undanfarin ár glímt við meiðsli á yfirstandandi leiktíð og verið nokkuð hvíldur hjá Rhein-Neckar Löwen sem stefnir hraðbyri að sínum fyrsta Þýskalandsmeistaratitli. Hann spilaði síðast landsleik gegn Króatíu á EM í Póllandi í janúar. Alexander hefur á löngum ferli með landsliðinu spilað 173 leiki og skorað 694 mörk. Hann var bæði í silfurliðinu í Peking 2008 og bronsliðinu á EM í Austurríki 2010.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira
Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47