En Glamour teymið er að sjálfsögðu á svæðinu til þess að fanga tískuna, stemninguna og klæðaburð hátíðargestanna. Má segja að tískan sé fjölbreytileg í ár, enda er allt leyfilegt þegar kemur að klæðaburði fyrir festivöl.
Hárfléttur, litríkir bomber jakkar, kögurjakkar, gallaefni og strigaskór er allsráðandi. Einnig eru áhrifin frá sjötta áratugnum mjög áberandi. Útvíðar buxur, hattar, stór sólgleraugu og munstur. Því meira því betra!
Fylgstu með okkur á Instagram og Snapchat (Glamouriceland) þú gætir fengið innblástur inn í síðustu dagana, hverju þú átt að klæðast.
Við hlökkum til framhaldsins.
Góða helgi!
Glamour x Secret Solstice
