Risaþota full af Íslendingum á EM í Frakklandi Birgir Olgeirsson skrifar 17. júní 2016 14:24 Iron Maiden-vélin sem flutti hljómsveitina á milli áfangastað í tónleikaferðalagi þeirra um heiminn er nú notuð til að flytja Íslendinga á EM í Frakklandi. Vísir/EPA „Við erum að fara að fylgjast með Íslandi taka Ungverjana,“ segir Baldvin Már Hermannsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsdeildar flugfélagsins Air Atlanta, en starfsmenn flugfélagsins og makar þeirra flugu í morgun út til Marseille í Frakklandi þar sem hópurinn mun fylgjast með leik Íslands gegn Ungverjalandi í Evrópumóti karla í knattspyrnu á Stade Vélodrome-leikvanginum á morgun. Flugvélin sem flutti hópinn til Marseille er ekki af verri endanum en hún er af gerðinni Boeing 747-400. Er vélin í eigu Air Atlanta Icelandic en breska þungarokkssveitin Iron Maiden leigði vélina af flugfélaginu fyrir tónleikaferð sína um heiminn þar sem haldnir voru tónleikar í sex af sjö heimsálfum jarðarinnar. Er vélin því merkt í bak og fyrir hljómsveitinni en tónleikaferðinni var að ljúka og skilaði hljómsveitin vélinni til Keflavíkur seinni partinn í gær. Air Atlanta þarf að fara með vélina í mikla viðhaldsskoðun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir nokkra daga. „Við ákváðum í millitíðinni, fyrst vélin átti nokkra daga lausa, að taka 330 starfsmenn og maka og til Marseille,“ segir Baldvin. Verður gist í Marseille í tvær nætur og flogið aftur heim til Íslands á sunnudag. Söngvari Iron Maiden, Bruce Dickinson, flaug flugvélinni á tónleikaferð sveitarinnar en Baldvin Már segir hann ekki hafa flogið með Íslendingana til Marseille. „Hans hlutverki er lokið og við búin að taka við vélinni aftur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Júmbóþota Iron Maiden laskaðist í höfuðborg Chile Þotan er leiguvél frá Air Atlanta og áhöfn sveitarinnar er íslensk. 12. mars 2016 15:52 Iron Maiden á breiðþotu frá Air Atlanta Icelandic í risa tónleikaferð um heiminn „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri.“ 25. ágúst 2015 21:25 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Sjá meira
„Við erum að fara að fylgjast með Íslandi taka Ungverjana,“ segir Baldvin Már Hermannsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsdeildar flugfélagsins Air Atlanta, en starfsmenn flugfélagsins og makar þeirra flugu í morgun út til Marseille í Frakklandi þar sem hópurinn mun fylgjast með leik Íslands gegn Ungverjalandi í Evrópumóti karla í knattspyrnu á Stade Vélodrome-leikvanginum á morgun. Flugvélin sem flutti hópinn til Marseille er ekki af verri endanum en hún er af gerðinni Boeing 747-400. Er vélin í eigu Air Atlanta Icelandic en breska þungarokkssveitin Iron Maiden leigði vélina af flugfélaginu fyrir tónleikaferð sína um heiminn þar sem haldnir voru tónleikar í sex af sjö heimsálfum jarðarinnar. Er vélin því merkt í bak og fyrir hljómsveitinni en tónleikaferðinni var að ljúka og skilaði hljómsveitin vélinni til Keflavíkur seinni partinn í gær. Air Atlanta þarf að fara með vélina í mikla viðhaldsskoðun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir nokkra daga. „Við ákváðum í millitíðinni, fyrst vélin átti nokkra daga lausa, að taka 330 starfsmenn og maka og til Marseille,“ segir Baldvin. Verður gist í Marseille í tvær nætur og flogið aftur heim til Íslands á sunnudag. Söngvari Iron Maiden, Bruce Dickinson, flaug flugvélinni á tónleikaferð sveitarinnar en Baldvin Már segir hann ekki hafa flogið með Íslendingana til Marseille. „Hans hlutverki er lokið og við búin að taka við vélinni aftur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Júmbóþota Iron Maiden laskaðist í höfuðborg Chile Þotan er leiguvél frá Air Atlanta og áhöfn sveitarinnar er íslensk. 12. mars 2016 15:52 Iron Maiden á breiðþotu frá Air Atlanta Icelandic í risa tónleikaferð um heiminn „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri.“ 25. ágúst 2015 21:25 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Sjá meira
Júmbóþota Iron Maiden laskaðist í höfuðborg Chile Þotan er leiguvél frá Air Atlanta og áhöfn sveitarinnar er íslensk. 12. mars 2016 15:52
Iron Maiden á breiðþotu frá Air Atlanta Icelandic í risa tónleikaferð um heiminn „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri.“ 25. ágúst 2015 21:25