Risaþota full af Íslendingum á EM í Frakklandi Birgir Olgeirsson skrifar 17. júní 2016 14:24 Iron Maiden-vélin sem flutti hljómsveitina á milli áfangastað í tónleikaferðalagi þeirra um heiminn er nú notuð til að flytja Íslendinga á EM í Frakklandi. Vísir/EPA „Við erum að fara að fylgjast með Íslandi taka Ungverjana,“ segir Baldvin Már Hermannsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsdeildar flugfélagsins Air Atlanta, en starfsmenn flugfélagsins og makar þeirra flugu í morgun út til Marseille í Frakklandi þar sem hópurinn mun fylgjast með leik Íslands gegn Ungverjalandi í Evrópumóti karla í knattspyrnu á Stade Vélodrome-leikvanginum á morgun. Flugvélin sem flutti hópinn til Marseille er ekki af verri endanum en hún er af gerðinni Boeing 747-400. Er vélin í eigu Air Atlanta Icelandic en breska þungarokkssveitin Iron Maiden leigði vélina af flugfélaginu fyrir tónleikaferð sína um heiminn þar sem haldnir voru tónleikar í sex af sjö heimsálfum jarðarinnar. Er vélin því merkt í bak og fyrir hljómsveitinni en tónleikaferðinni var að ljúka og skilaði hljómsveitin vélinni til Keflavíkur seinni partinn í gær. Air Atlanta þarf að fara með vélina í mikla viðhaldsskoðun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir nokkra daga. „Við ákváðum í millitíðinni, fyrst vélin átti nokkra daga lausa, að taka 330 starfsmenn og maka og til Marseille,“ segir Baldvin. Verður gist í Marseille í tvær nætur og flogið aftur heim til Íslands á sunnudag. Söngvari Iron Maiden, Bruce Dickinson, flaug flugvélinni á tónleikaferð sveitarinnar en Baldvin Már segir hann ekki hafa flogið með Íslendingana til Marseille. „Hans hlutverki er lokið og við búin að taka við vélinni aftur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Júmbóþota Iron Maiden laskaðist í höfuðborg Chile Þotan er leiguvél frá Air Atlanta og áhöfn sveitarinnar er íslensk. 12. mars 2016 15:52 Iron Maiden á breiðþotu frá Air Atlanta Icelandic í risa tónleikaferð um heiminn „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri.“ 25. ágúst 2015 21:25 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Við erum að fara að fylgjast með Íslandi taka Ungverjana,“ segir Baldvin Már Hermannsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsdeildar flugfélagsins Air Atlanta, en starfsmenn flugfélagsins og makar þeirra flugu í morgun út til Marseille í Frakklandi þar sem hópurinn mun fylgjast með leik Íslands gegn Ungverjalandi í Evrópumóti karla í knattspyrnu á Stade Vélodrome-leikvanginum á morgun. Flugvélin sem flutti hópinn til Marseille er ekki af verri endanum en hún er af gerðinni Boeing 747-400. Er vélin í eigu Air Atlanta Icelandic en breska þungarokkssveitin Iron Maiden leigði vélina af flugfélaginu fyrir tónleikaferð sína um heiminn þar sem haldnir voru tónleikar í sex af sjö heimsálfum jarðarinnar. Er vélin því merkt í bak og fyrir hljómsveitinni en tónleikaferðinni var að ljúka og skilaði hljómsveitin vélinni til Keflavíkur seinni partinn í gær. Air Atlanta þarf að fara með vélina í mikla viðhaldsskoðun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir nokkra daga. „Við ákváðum í millitíðinni, fyrst vélin átti nokkra daga lausa, að taka 330 starfsmenn og maka og til Marseille,“ segir Baldvin. Verður gist í Marseille í tvær nætur og flogið aftur heim til Íslands á sunnudag. Söngvari Iron Maiden, Bruce Dickinson, flaug flugvélinni á tónleikaferð sveitarinnar en Baldvin Már segir hann ekki hafa flogið með Íslendingana til Marseille. „Hans hlutverki er lokið og við búin að taka við vélinni aftur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Júmbóþota Iron Maiden laskaðist í höfuðborg Chile Þotan er leiguvél frá Air Atlanta og áhöfn sveitarinnar er íslensk. 12. mars 2016 15:52 Iron Maiden á breiðþotu frá Air Atlanta Icelandic í risa tónleikaferð um heiminn „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri.“ 25. ágúst 2015 21:25 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Júmbóþota Iron Maiden laskaðist í höfuðborg Chile Þotan er leiguvél frá Air Atlanta og áhöfn sveitarinnar er íslensk. 12. mars 2016 15:52
Iron Maiden á breiðþotu frá Air Atlanta Icelandic í risa tónleikaferð um heiminn „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri.“ 25. ágúst 2015 21:25