Tvöfalt meiri sala hjá ÁTVR í gær en á venjulegum þriðjudegi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2016 13:59 Í gær seldust 84 þúsund lítrar af áfengi í Vínbúðunum en seinasta þriðjudag voru þeir 40 þúsund. Vísir/GVA „Ef þú miðar við þriðjudaginn 7. júní þá var tvisvar sinnum meiri sala í gær í Vínbúðunum. Þá seldust 40 þúsund lítrar en í gær seldust 84 þúsund lítrar þannig að þetta er tvöföldun miðað við hefðbundinn þriðjudag,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR aðspurð um hvort ekki hafi verið meira að gera í Vínbúðunum í gær heldur en á venjulegum þriðjudegi út af landsleik Íslands og Portúgals á Evrópumóti karla í knattspyrnu.Frá Vínbúðinni í Austurstræti í gær rétt fyrir klukkan 18.vísirÞannig var til að mynda troðfullt í Vínbúðinni í Austurstræti þegar blaðamaður Vísis var þar á ferðinni rétt fyrir klukkan 18 í gær en Sigrún segir að mögulegt sé að þar hafi verið meiri traffík en í öðrum verslunum þar sem hún sé niðri í bæ, það hafi verið gott veður og jú vissulega landsleikurinn á risaskjá á Ingólfstorgi. Dagurinn í gær var þó langt því frá eins og venjulegur laugardagur því sölutölur ÁTVR frá seinasta laugardegi 11. júní þegar 145 þúsund lítrar af áfengi seldust. Næsta laugardag, 18. júní, mætir landsliðið Ungverjalandi en ÁTVR gerir svo sem engar sérstakar ráðstafanir vegna þess enda er næsta helgi stærri söluhelgi en sú seinasta einfaldlega vegna þess að 17. júní er á föstudegi og því um langa helgi að ræða fyrir marga. „Við fókuserum bara á það að halda vöruflæðinu og eiga til þær vörur sem viðskiptavinirnir vilja. En við gerum í rauninni bara ráð fyrir að þetta sé annasöm vika, ekkert endilega út af landsleikjunum, en jú ég held að það sé engin spurning að leikurinn í gær hafi haft einhver áhrif á söluna,“ segir Sigrún. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umferð hrundi meðan á leik stóð Umferðarteljarar Vegagerðarinnar sýna að fáir voru á ferli í borginni í gærkveldi meðan Portúgalir og Íslendingar áttust við i St. Etienne. 15. júní 2016 12:00 Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn Portúgölum Meiri gusa í rennslisnotkun í gær eftir að flautað var til hálfleiks og leiksloka heldur en eftir íslenska atriðið í Eurovision. 15. júní 2016 09:38 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
„Ef þú miðar við þriðjudaginn 7. júní þá var tvisvar sinnum meiri sala í gær í Vínbúðunum. Þá seldust 40 þúsund lítrar en í gær seldust 84 þúsund lítrar þannig að þetta er tvöföldun miðað við hefðbundinn þriðjudag,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR aðspurð um hvort ekki hafi verið meira að gera í Vínbúðunum í gær heldur en á venjulegum þriðjudegi út af landsleik Íslands og Portúgals á Evrópumóti karla í knattspyrnu.Frá Vínbúðinni í Austurstræti í gær rétt fyrir klukkan 18.vísirÞannig var til að mynda troðfullt í Vínbúðinni í Austurstræti þegar blaðamaður Vísis var þar á ferðinni rétt fyrir klukkan 18 í gær en Sigrún segir að mögulegt sé að þar hafi verið meiri traffík en í öðrum verslunum þar sem hún sé niðri í bæ, það hafi verið gott veður og jú vissulega landsleikurinn á risaskjá á Ingólfstorgi. Dagurinn í gær var þó langt því frá eins og venjulegur laugardagur því sölutölur ÁTVR frá seinasta laugardegi 11. júní þegar 145 þúsund lítrar af áfengi seldust. Næsta laugardag, 18. júní, mætir landsliðið Ungverjalandi en ÁTVR gerir svo sem engar sérstakar ráðstafanir vegna þess enda er næsta helgi stærri söluhelgi en sú seinasta einfaldlega vegna þess að 17. júní er á föstudegi og því um langa helgi að ræða fyrir marga. „Við fókuserum bara á það að halda vöruflæðinu og eiga til þær vörur sem viðskiptavinirnir vilja. En við gerum í rauninni bara ráð fyrir að þetta sé annasöm vika, ekkert endilega út af landsleikjunum, en jú ég held að það sé engin spurning að leikurinn í gær hafi haft einhver áhrif á söluna,“ segir Sigrún.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umferð hrundi meðan á leik stóð Umferðarteljarar Vegagerðarinnar sýna að fáir voru á ferli í borginni í gærkveldi meðan Portúgalir og Íslendingar áttust við i St. Etienne. 15. júní 2016 12:00 Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn Portúgölum Meiri gusa í rennslisnotkun í gær eftir að flautað var til hálfleiks og leiksloka heldur en eftir íslenska atriðið í Eurovision. 15. júní 2016 09:38 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Umferð hrundi meðan á leik stóð Umferðarteljarar Vegagerðarinnar sýna að fáir voru á ferli í borginni í gærkveldi meðan Portúgalir og Íslendingar áttust við i St. Etienne. 15. júní 2016 12:00
Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn Portúgölum Meiri gusa í rennslisnotkun í gær eftir að flautað var til hálfleiks og leiksloka heldur en eftir íslenska atriðið í Eurovision. 15. júní 2016 09:38