Skoðanakannanir og skoðanamyndandi kannanir Guðjón Jensson skrifar 14. júní 2016 07:00 Fyrir nokkrum árum var hringt í heimasíma minn og eg beðinn um að svara nokkrum spurningum. Eg svaraði þeim framan af en brátt rann á mig tvær grímur þegar eg fékk framan í mig spurningu sem mér þótti bæði tortryggilega leiðandi. Þar sem eg færðist undan að svara spurningu viðkomandi hvaða stjórnmálaflokk eg hygðist velja við næstu kosningar. Var eg þá spurður að því hvort líklegt væri eg kysi Sjálfstæðisflokkinn fremur en aðra flokka! Eðlileg viðbrögð mín voru að vita hver spyrjandinn væri og á hvers vegum hann væri. Þannig leiðandi eða veiðandi spurningar eru bannaðar fyrir dómstólum landsins og er það hlutverk dómara sem og lögmanna að vera á varðbergi og koma í veg fyrir slíka lögleysu. Spurningar sem þessar með fyrirfram svarmöguleika virðast vera heimilar hvað viðhorfskannanir varða enda engin lög eða reglur um þær. Þegar hringt er í fólk og spurt óviðeigandi spurninga kann það ekki aðeins að vera móðgun við borgara, heldur einnig jafnvel ógn við lýðræðið. Í flestum lýðræðislöndum eru mjög strangar reglur um gerð skoðanakannana, hverjir megi gera þær, framkvæmd þeirra og kynningu. Gerðar eru þær kröfur að þær séu vandaðar og framkvæmdar af viðurkenndum aðilum þar sem farið er eftir vísindalegri aðferðafræði. Þar er jafnvel bannað að framkvæma skoðanakannanir ákveðinn tíma fyrir kjördag, oft er miðað við viku. Hér á Íslandi er þetta eins og í villta vestrinu þar sem allt á að vera svo frjálslegt og allt eigi að vera heimilt. Oft er vikið að því að fara eigi eftir íslenskum lögum sem oft eru ærið forneskjuleg og gjörsamlega úr takti við nútímaaðstæður og þjóðfélag nútímans. Hér virðist sem hvaða fúskari sem er geti gert það sem honum sýnist án þess að nokkur finni að. Nú er rétt að benda á að „skoðanakönnun“ er ekki alltaf skoðanakönnun. Ef fram er lögð leiðandi spurning eins og þá sem fram hefur komið er ekki um vísindalega aðferð að ræða heldur skoðanamyndandi könnun sem er einskis virði. Slíkar „kannanir“ eru oft settar fram af hagsmunaaðila sem hefur hag af því að beina athygli sérstaklega að þeim aðila sem viðkomandi vill fá fylgi. Þessar kannanir eru fremur til þess fallnar að móta skoðanir fremur en að mæla. Því ber að líta til annarra landa eftir góðum fyrirmyndum. Alþingi Íslendinga á að setja lög um skoðanakannanir og þá sérstaklega með kosningar til Alþingis, sveitarstjórna og forseta Íslands í huga. Það er mjög brýnt að tryggja að þjóðfélagið fái að þróast hér áfram þannig að mannréttindi og lýðræðið verði bætt eftir því sem skynsemi og rökhugsun byggist á. Rétt væri að leita til Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um faglega ráðgjöf en þar eru að líkindum framkvæmdar vönduðustu skoðanakannanir í dag. Sennilega náum við ekki að setja slík lög fyrir næstu kosningar vegna forseta lýðveldisins þann 25. júní en ætti að nægja fyrir næstu fyrirhuguðu kosningar til Alþingis eins og ríkisstjórnin hefur lofað landsmönnum að hausti komanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var hringt í heimasíma minn og eg beðinn um að svara nokkrum spurningum. Eg svaraði þeim framan af en brátt rann á mig tvær grímur þegar eg fékk framan í mig spurningu sem mér þótti bæði tortryggilega leiðandi. Þar sem eg færðist undan að svara spurningu viðkomandi hvaða stjórnmálaflokk eg hygðist velja við næstu kosningar. Var eg þá spurður að því hvort líklegt væri eg kysi Sjálfstæðisflokkinn fremur en aðra flokka! Eðlileg viðbrögð mín voru að vita hver spyrjandinn væri og á hvers vegum hann væri. Þannig leiðandi eða veiðandi spurningar eru bannaðar fyrir dómstólum landsins og er það hlutverk dómara sem og lögmanna að vera á varðbergi og koma í veg fyrir slíka lögleysu. Spurningar sem þessar með fyrirfram svarmöguleika virðast vera heimilar hvað viðhorfskannanir varða enda engin lög eða reglur um þær. Þegar hringt er í fólk og spurt óviðeigandi spurninga kann það ekki aðeins að vera móðgun við borgara, heldur einnig jafnvel ógn við lýðræðið. Í flestum lýðræðislöndum eru mjög strangar reglur um gerð skoðanakannana, hverjir megi gera þær, framkvæmd þeirra og kynningu. Gerðar eru þær kröfur að þær séu vandaðar og framkvæmdar af viðurkenndum aðilum þar sem farið er eftir vísindalegri aðferðafræði. Þar er jafnvel bannað að framkvæma skoðanakannanir ákveðinn tíma fyrir kjördag, oft er miðað við viku. Hér á Íslandi er þetta eins og í villta vestrinu þar sem allt á að vera svo frjálslegt og allt eigi að vera heimilt. Oft er vikið að því að fara eigi eftir íslenskum lögum sem oft eru ærið forneskjuleg og gjörsamlega úr takti við nútímaaðstæður og þjóðfélag nútímans. Hér virðist sem hvaða fúskari sem er geti gert það sem honum sýnist án þess að nokkur finni að. Nú er rétt að benda á að „skoðanakönnun“ er ekki alltaf skoðanakönnun. Ef fram er lögð leiðandi spurning eins og þá sem fram hefur komið er ekki um vísindalega aðferð að ræða heldur skoðanamyndandi könnun sem er einskis virði. Slíkar „kannanir“ eru oft settar fram af hagsmunaaðila sem hefur hag af því að beina athygli sérstaklega að þeim aðila sem viðkomandi vill fá fylgi. Þessar kannanir eru fremur til þess fallnar að móta skoðanir fremur en að mæla. Því ber að líta til annarra landa eftir góðum fyrirmyndum. Alþingi Íslendinga á að setja lög um skoðanakannanir og þá sérstaklega með kosningar til Alþingis, sveitarstjórna og forseta Íslands í huga. Það er mjög brýnt að tryggja að þjóðfélagið fái að þróast hér áfram þannig að mannréttindi og lýðræðið verði bætt eftir því sem skynsemi og rökhugsun byggist á. Rétt væri að leita til Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um faglega ráðgjöf en þar eru að líkindum framkvæmdar vönduðustu skoðanakannanir í dag. Sennilega náum við ekki að setja slík lög fyrir næstu kosningar vegna forseta lýðveldisins þann 25. júní en ætti að nægja fyrir næstu fyrirhuguðu kosningar til Alþingis eins og ríkisstjórnin hefur lofað landsmönnum að hausti komanda.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun