Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2016 16:40 Omar Mateen var 29 ára gamall en hann lést í áhlaupi lögreglu eftir að hafa haldið nokkrum gestum skemmtistaðarins Pulse í gíslingu í þrjá tíma. Vísir/Epa/getty Omar Mateen drap 50 manns og særði 53 á næturklúbbnum Pulse í Orlando í gær. Um er að ræða mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna en næturklúbburinn var vinsæll skemmtistaður hinsegin fólks. Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði í ræðu sem hann hélt í gær að árásin væri bæði hatursglæpur og hryðjuverk. Árásarmaðurinn Omar Mateen var 29 ára gamall. Hann var skotinn til bana inni á Pulse í gær af sérsveitarmönnum sem ruddust inn á staðinn en Mateen hélt fólki í gíslingu inni á staðnum í þrjá klukkutíma. Fyrir tveimur vikum keypti hann sér vopn, löglega, meðal annars Glock-skammbyssu sem hann notaði í árásinni.Fyrrverandi eiginkona telur Mateen hafa verið með geðhvarfasýki Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. Fyrrverandi kona hans, Sitora Yusufiy, er frá Úsbekistan. Hún segir að þau Mateen hafi aðeins verið saman í fjóra mánuði. Það hafi hins vegar tekið langan tíma fyrir skilnaðinn til að ganga í gegn þar sem þau bjuggu á sitthvorum staðnum í Bandaríkjunum. Í viðtali við CNN segir Yusufiy að Mateen hafi í upphafi hjónabands þeirra verið venjulegur eiginmaður en fljótlega hafi hann farið að beita hana ofbeldi. Yusufiy telur að Mateen hafi verið með geðhvarfasýki en hann var þó ekki greindur með geðsjúkdóm. Þá sagði hún jafnframt að hann hafi notað stera. Að sögn Yusufiy var Mateen trúaður en hún efast um að trú hafi haft eitthvað með árásina að gera. Það er í samræmi við það sem faðir Mateen hefur sagt í fjölmiðlum. Hann hefur sagt að sonur sinn hafi orðið mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast úti á götu í Miami.Yfirheyrður tvisvar af FBI Frá árinu 2007 hafði Mateen starfað fyrir öryggisfyrirtækð G4S Secure Solutions en það er eitt stærsta öryggisfyrirtæki í heimi. Á árunum 2013 og 2014 var Mateen yfirheyrður af Bandarísku alríkislögreglunni FBI eftir að hann lýsti yfir samúð með sjálfsmorðssprengjumanni. Samkvæmt fulltrúa frá FBI Ronald Hopper kom hins vegar ekkert út úr yfirheyrslunum og var rannsókninni því ekki haldið áfram. Þrátt fyrir að trú virðist ekki hafa verið meginástæða ódæðisverks Mateen lýsti hann yfir tryggð við hryðjuverkasamtökin ISIS þegar hann ræddi við neyðarlínuna á meðan árásin var enn í gangi. Engar sannanir liggja þó fyrir um það að hryðjuverkasamtökin hafi skipulagt árásina að því er fram kom í máli Obama í ræðu sem hann hélt fyrr í dag. Að sögn Obama virðist þó vera sem Mateen hafi verið innblásinn af hugmyndafræði ýmissa öfgasamtaka á borð við ISIS og al-Quaida. Bandaríkjaforseti varaði þó við því, þar sem ekkert liggur fyrir varðandi ástæður árásarinnar, að draga of miklar ályktanir. Hann sagði það þó alveg ljóst að það væru tengsl á milli hugmyndafræði hryðjuverkasamtaka líkt og ISIS og þess að umbera ekki fjölbreytileikann og kynhneigð fólks. Hinsegin Tengdar fréttir Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15 „Hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim“ Samtökin ´78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skemmtistaðnum Pulse í Orlando í gær. 13. júní 2016 15:12 Klökknaði er hún minntist fórnarlambanna í Orlando Adele tileinkaði tónleika sína í Antwerpen í gærkvöldi þeim sem voru á skemmtistaðnum Pulse í Orlando á laugardagskvöldið. 13. júní 2016 14:50 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Omar Mateen drap 50 manns og særði 53 á næturklúbbnum Pulse í Orlando í gær. Um er að ræða mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna en næturklúbburinn var vinsæll skemmtistaður hinsegin fólks. Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði í ræðu sem hann hélt í gær að árásin væri bæði hatursglæpur og hryðjuverk. Árásarmaðurinn Omar Mateen var 29 ára gamall. Hann var skotinn til bana inni á Pulse í gær af sérsveitarmönnum sem ruddust inn á staðinn en Mateen hélt fólki í gíslingu inni á staðnum í þrjá klukkutíma. Fyrir tveimur vikum keypti hann sér vopn, löglega, meðal annars Glock-skammbyssu sem hann notaði í árásinni.Fyrrverandi eiginkona telur Mateen hafa verið með geðhvarfasýki Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. Fyrrverandi kona hans, Sitora Yusufiy, er frá Úsbekistan. Hún segir að þau Mateen hafi aðeins verið saman í fjóra mánuði. Það hafi hins vegar tekið langan tíma fyrir skilnaðinn til að ganga í gegn þar sem þau bjuggu á sitthvorum staðnum í Bandaríkjunum. Í viðtali við CNN segir Yusufiy að Mateen hafi í upphafi hjónabands þeirra verið venjulegur eiginmaður en fljótlega hafi hann farið að beita hana ofbeldi. Yusufiy telur að Mateen hafi verið með geðhvarfasýki en hann var þó ekki greindur með geðsjúkdóm. Þá sagði hún jafnframt að hann hafi notað stera. Að sögn Yusufiy var Mateen trúaður en hún efast um að trú hafi haft eitthvað með árásina að gera. Það er í samræmi við það sem faðir Mateen hefur sagt í fjölmiðlum. Hann hefur sagt að sonur sinn hafi orðið mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast úti á götu í Miami.Yfirheyrður tvisvar af FBI Frá árinu 2007 hafði Mateen starfað fyrir öryggisfyrirtækð G4S Secure Solutions en það er eitt stærsta öryggisfyrirtæki í heimi. Á árunum 2013 og 2014 var Mateen yfirheyrður af Bandarísku alríkislögreglunni FBI eftir að hann lýsti yfir samúð með sjálfsmorðssprengjumanni. Samkvæmt fulltrúa frá FBI Ronald Hopper kom hins vegar ekkert út úr yfirheyrslunum og var rannsókninni því ekki haldið áfram. Þrátt fyrir að trú virðist ekki hafa verið meginástæða ódæðisverks Mateen lýsti hann yfir tryggð við hryðjuverkasamtökin ISIS þegar hann ræddi við neyðarlínuna á meðan árásin var enn í gangi. Engar sannanir liggja þó fyrir um það að hryðjuverkasamtökin hafi skipulagt árásina að því er fram kom í máli Obama í ræðu sem hann hélt fyrr í dag. Að sögn Obama virðist þó vera sem Mateen hafi verið innblásinn af hugmyndafræði ýmissa öfgasamtaka á borð við ISIS og al-Quaida. Bandaríkjaforseti varaði þó við því, þar sem ekkert liggur fyrir varðandi ástæður árásarinnar, að draga of miklar ályktanir. Hann sagði það þó alveg ljóst að það væru tengsl á milli hugmyndafræði hryðjuverkasamtaka líkt og ISIS og þess að umbera ekki fjölbreytileikann og kynhneigð fólks.
Hinsegin Tengdar fréttir Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15 „Hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim“ Samtökin ´78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skemmtistaðnum Pulse í Orlando í gær. 13. júní 2016 15:12 Klökknaði er hún minntist fórnarlambanna í Orlando Adele tileinkaði tónleika sína í Antwerpen í gærkvöldi þeim sem voru á skemmtistaðnum Pulse í Orlando á laugardagskvöldið. 13. júní 2016 14:50 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15
„Hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim“ Samtökin ´78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skemmtistaðnum Pulse í Orlando í gær. 13. júní 2016 15:12
Klökknaði er hún minntist fórnarlambanna í Orlando Adele tileinkaði tónleika sína í Antwerpen í gærkvöldi þeim sem voru á skemmtistaðnum Pulse í Orlando á laugardagskvöldið. 13. júní 2016 14:50