Skotárásin í Orlando: Árásarmaðurinn sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2016 20:55 FBI hafði yfirheyrt hinn 29 ára gamla Omar Mateen í þrígang síðustu ár vegna mögulegra tengsla við hryðjuverkahópa. Vísir/Getty Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hafði áður haft afskipti af hinum 29 ára gamla Omar Mateen, manninum sem framdi mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna er hann hóf skothríð á skemmtistað í Orlando í nótt. Hann er sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS rétt áður en hann hóf skothríðina. Fulltrúi FBI segir að alríkislögreglan hafi yfirheyrt Mateen í tvígang árið 2013 eftir að hann hafi lýst tengslum sínum við hryðjuverkahóp fyrir samstarfsmönnum sínum. Árið 2014 var hann einnig yfirheyrður vegna tengsla við sjálfsmorðsprengjumann. Í öll skiptin var niðurstaðan sú að ekki væri hægt að finna tengsl við hryðjuverkahópa.Omar Mateen, af MySpace síðu hans.Þrátt fyrir þetta var Mateen með byssuleyfi og með leyfi til þess að starfa sem öryggisvörður. Mateen er sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS í símtali til bandarísku neyðarlínunnar, 911, rétt áður hann hóf skothríðina. Hann er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, klukkan tvö að staðartíma, og hafið þar skothríð, vopnaður árásarriffli og skammbyssu. Þar myrti hann minnst 50 manns, 53 eru sagðir særðir.Lögregluþjónn skammt frá skiptist á skotum við Mateen fyrir utan Pulse, en Muteen fór aftur þar inn og tók gísla. Um þremur tímum seinna brutu lögregluþjónar sér leið í gegnum vegg hússins og björguðu þar um 30 manns. Sérsveitarmenn sem ruddu sér leið inn á skemmtistaðinn skutu Mateen til bana. Öldungardeildarþingmaður Flórída-ríkis, Bill Nelson, segir að í samtölum sínum við FBI hafi komið fram að alríkislögreglan telji að tengsl séu á milli ISIS og Mateen. Embættismenn virðast þó frekar rannsaka skotárásina sem hatursglæp, fremur en hryðjuverk. Faðir Mateen hefur sagt að sonur sinni hafi, mánuðum áður en árásin var framin, orðið mjög reiður þegar hann sá tvo karlmenn kyssast. Telur faðir hans að það geti tengst árásinni í nótt, sem framin var á þekktum skemmtistað LGBT-fólks í Orlando. Tengdar fréttir Obama um skotárásina í Orlando: Áminning um það hversu auðvelt er að nálgast skotvopn Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti bandaríska þingið til þess að draga úr aðgengi að hættulegum skotvopnum í ávarpu sínu til bandarísku þjóðarinnar. 12. júní 2016 18:31 Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11 Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hafði áður haft afskipti af hinum 29 ára gamla Omar Mateen, manninum sem framdi mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna er hann hóf skothríð á skemmtistað í Orlando í nótt. Hann er sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS rétt áður en hann hóf skothríðina. Fulltrúi FBI segir að alríkislögreglan hafi yfirheyrt Mateen í tvígang árið 2013 eftir að hann hafi lýst tengslum sínum við hryðjuverkahóp fyrir samstarfsmönnum sínum. Árið 2014 var hann einnig yfirheyrður vegna tengsla við sjálfsmorðsprengjumann. Í öll skiptin var niðurstaðan sú að ekki væri hægt að finna tengsl við hryðjuverkahópa.Omar Mateen, af MySpace síðu hans.Þrátt fyrir þetta var Mateen með byssuleyfi og með leyfi til þess að starfa sem öryggisvörður. Mateen er sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS í símtali til bandarísku neyðarlínunnar, 911, rétt áður hann hóf skothríðina. Hann er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, klukkan tvö að staðartíma, og hafið þar skothríð, vopnaður árásarriffli og skammbyssu. Þar myrti hann minnst 50 manns, 53 eru sagðir særðir.Lögregluþjónn skammt frá skiptist á skotum við Mateen fyrir utan Pulse, en Muteen fór aftur þar inn og tók gísla. Um þremur tímum seinna brutu lögregluþjónar sér leið í gegnum vegg hússins og björguðu þar um 30 manns. Sérsveitarmenn sem ruddu sér leið inn á skemmtistaðinn skutu Mateen til bana. Öldungardeildarþingmaður Flórída-ríkis, Bill Nelson, segir að í samtölum sínum við FBI hafi komið fram að alríkislögreglan telji að tengsl séu á milli ISIS og Mateen. Embættismenn virðast þó frekar rannsaka skotárásina sem hatursglæp, fremur en hryðjuverk. Faðir Mateen hefur sagt að sonur sinni hafi, mánuðum áður en árásin var framin, orðið mjög reiður þegar hann sá tvo karlmenn kyssast. Telur faðir hans að það geti tengst árásinni í nótt, sem framin var á þekktum skemmtistað LGBT-fólks í Orlando.
Tengdar fréttir Obama um skotárásina í Orlando: Áminning um það hversu auðvelt er að nálgast skotvopn Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti bandaríska þingið til þess að draga úr aðgengi að hættulegum skotvopnum í ávarpu sínu til bandarísku þjóðarinnar. 12. júní 2016 18:31 Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11 Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Obama um skotárásina í Orlando: Áminning um það hversu auðvelt er að nálgast skotvopn Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti bandaríska þingið til þess að draga úr aðgengi að hættulegum skotvopnum í ávarpu sínu til bandarísku þjóðarinnar. 12. júní 2016 18:31
Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11
Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14