Guðbjörg Gunnarsdóttir hélt hreinu þegar Djurgården vann 2-0 sigur á Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Mia Jalkerud kom Djurgården yfir á 32. mínútu, en Hanna Lundqvist tvöfaldaði forystuna á 86. mínútu. Lokatölur 2-0.
Eftir sigurinn er Djurgården komið í fjórða sæti deildarinnar með 13 stig. Kristianstad er á botninum með tvö stig.
Sif Atladóttir spilaði allan leikinn í vörn Kristianstad með tvö stig, en Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar lið Kristianstad.
Jón Páll Pálmason og lærimeyjar hans í Klepp unnu 4-1 sigur á Medkila. Klepp er í fimmta sæti deildarinnar með fimmtán stig.
