Íslamska ríkið er nú á undanhaldi víða í báðum löndum en fjölmargir hópar sækja fram gegn þeim.
Írakski herinn náði í nótt þorpinu Kharaib Jabr úr höndum ISIS, en samkvæmt Reuters fréttaveitunni flúðu vígamenn samtakanna frá þorpinu. Herinn og aðrar sveitir hliðhollar stjórnvöldum í Baghdad sækja einnig fram gegn ISIS í Fallujah.
Aðgerðirnar nærri Mosul eru liður í áætlun stjórnvalda að endurheimta borgina, en sókn hersins hefur gengið hægt. Yfirmaður hersins á svæðinu segir sveitir sínar ekki búa yfir nægilega mörgum skriðdrekum og hermönnum.