Sainz: Ég lokaði augunum og lét vaða Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. júní 2016 00:01 Þrír hröðustu ökumenn dagsins. Vísir/Getty Lewis Hamilton var fljótastur í tímatökunni í Kanada í gær. Hann verður því á ráspól í dag. Ráspóll Hamilton verður 51. ráspóll Mercedes liðsins. „Í dag var bilið minna en í gær á æfingu. Ég hefði getað náð meira bili í Nico [Rosberg]. Það skiptir ekki máli hvort bilið er stórt, svo lengi sem ég er á undan,“ sagði Hamilton eftir tíamtökuna. „Ég gerði smá mistök. Þetta eru góð úrslit fyrir liðið. Veðrið gæti spilað stóran þátt í keppninni á morgun. Það er aldrei að vita hvað gerist,“ sagði Nico Rosberg eftir tímatökuna. „Bíllinn var góður í dag,“ sagði Sebastian Vettel eftir tímatökuna og Vettel má vera bjartsýnn. Hann var innan við tveimur tíundu úr sekúndu á eftir Mercedes. Túrbó uppfærslurnar virðast virka vel fyrir Ferrari. „Auðvitað er þetta gott við erum með tvo fremstu bílana. Miðað við gengi Lewis hérna undanfarin ár þá er Nico raunar ótrúlega nálægt honum. Nico virðist hafa bætt tímatökurnar sínar. Veðrið gæti skipt sköpum á morgun,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Ég lokaði augunum og lét vaða,“ sagði Carlos Sainz sem klessti Toro Rosso bíl sinn í annarri lotu tímatökunnar. „Ég færði Fernando [Alonso] sætið í þriðju lotu með þessum mistökum. Það hefði mátt koma í veg fyrir áreksturinn við vegginn. „Ég sat ekki í kjölsoginu á neinum á beina kaflanum eins og Fernando. Hann fékk aðstoð frá mér. Ég var í góðum málum þangað til undir lok hringsins vegna þess að mig vantaði kjölsog til að sitja í,“ sagði Jenson Button sem endaði 12. í tímatökunni og var svekktur með að komast ekki í þriðju lotuna. „Kjölsogið munar einum til tveimur tíundu, og við sáum það á æfingum og í tímatökunni að tveir tíundu úr sekúndu eru kannski fimm sæti hér. Ég fékk gott kjölsog og komst í þriðju lotuna, þökk sé Jenson,“ sagði Alonso. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 17:30 á Stöð 2 Sport í dag. Formúla Tengdar fréttir Hamilton fljótastur á báðum æfingum Lewis Hamilton, á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir kanadíska kappaksturinn. Felipe Massa lenti harkalega á varnarvegg í fyrstu beygju á fyrri æfingunni. 10. júní 2016 22:30 Wolff: Mercedes má ekkert misstíga sig í heimsmeistarakeppninni Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsis í Formúlu 1 segir að liðið megi ekkert misstíga sig í baráttunni um sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð. 6. júní 2016 20:00 Lewis Hamilton á ráspól í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni í dag. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 11. júní 2016 18:13 Mercedes ætlar að leita samninga við Rosberg á undan öðrum Mercedes liðið í Formúlu 1 mun ekki leita samninga hjá öðrum ökumönnum á meðan framtíð Nico Rosberg er óráðin hjá liðinu samkvæmt liðsstjóra þess Toto Wolff. 3. júní 2016 20:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton var fljótastur í tímatökunni í Kanada í gær. Hann verður því á ráspól í dag. Ráspóll Hamilton verður 51. ráspóll Mercedes liðsins. „Í dag var bilið minna en í gær á æfingu. Ég hefði getað náð meira bili í Nico [Rosberg]. Það skiptir ekki máli hvort bilið er stórt, svo lengi sem ég er á undan,“ sagði Hamilton eftir tíamtökuna. „Ég gerði smá mistök. Þetta eru góð úrslit fyrir liðið. Veðrið gæti spilað stóran þátt í keppninni á morgun. Það er aldrei að vita hvað gerist,“ sagði Nico Rosberg eftir tímatökuna. „Bíllinn var góður í dag,“ sagði Sebastian Vettel eftir tímatökuna og Vettel má vera bjartsýnn. Hann var innan við tveimur tíundu úr sekúndu á eftir Mercedes. Túrbó uppfærslurnar virðast virka vel fyrir Ferrari. „Auðvitað er þetta gott við erum með tvo fremstu bílana. Miðað við gengi Lewis hérna undanfarin ár þá er Nico raunar ótrúlega nálægt honum. Nico virðist hafa bætt tímatökurnar sínar. Veðrið gæti skipt sköpum á morgun,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Ég lokaði augunum og lét vaða,“ sagði Carlos Sainz sem klessti Toro Rosso bíl sinn í annarri lotu tímatökunnar. „Ég færði Fernando [Alonso] sætið í þriðju lotu með þessum mistökum. Það hefði mátt koma í veg fyrir áreksturinn við vegginn. „Ég sat ekki í kjölsoginu á neinum á beina kaflanum eins og Fernando. Hann fékk aðstoð frá mér. Ég var í góðum málum þangað til undir lok hringsins vegna þess að mig vantaði kjölsog til að sitja í,“ sagði Jenson Button sem endaði 12. í tímatökunni og var svekktur með að komast ekki í þriðju lotuna. „Kjölsogið munar einum til tveimur tíundu, og við sáum það á æfingum og í tímatökunni að tveir tíundu úr sekúndu eru kannski fimm sæti hér. Ég fékk gott kjölsog og komst í þriðju lotuna, þökk sé Jenson,“ sagði Alonso. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 17:30 á Stöð 2 Sport í dag.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton fljótastur á báðum æfingum Lewis Hamilton, á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir kanadíska kappaksturinn. Felipe Massa lenti harkalega á varnarvegg í fyrstu beygju á fyrri æfingunni. 10. júní 2016 22:30 Wolff: Mercedes má ekkert misstíga sig í heimsmeistarakeppninni Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsis í Formúlu 1 segir að liðið megi ekkert misstíga sig í baráttunni um sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð. 6. júní 2016 20:00 Lewis Hamilton á ráspól í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni í dag. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 11. júní 2016 18:13 Mercedes ætlar að leita samninga við Rosberg á undan öðrum Mercedes liðið í Formúlu 1 mun ekki leita samninga hjá öðrum ökumönnum á meðan framtíð Nico Rosberg er óráðin hjá liðinu samkvæmt liðsstjóra þess Toto Wolff. 3. júní 2016 20:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Hamilton fljótastur á báðum æfingum Lewis Hamilton, á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir kanadíska kappaksturinn. Felipe Massa lenti harkalega á varnarvegg í fyrstu beygju á fyrri æfingunni. 10. júní 2016 22:30
Wolff: Mercedes má ekkert misstíga sig í heimsmeistarakeppninni Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsis í Formúlu 1 segir að liðið megi ekkert misstíga sig í baráttunni um sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð. 6. júní 2016 20:00
Lewis Hamilton á ráspól í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni í dag. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 11. júní 2016 18:13
Mercedes ætlar að leita samninga við Rosberg á undan öðrum Mercedes liðið í Formúlu 1 mun ekki leita samninga hjá öðrum ökumönnum á meðan framtíð Nico Rosberg er óráðin hjá liðinu samkvæmt liðsstjóra þess Toto Wolff. 3. júní 2016 20:30