Slegist um landsliðstreyjurnar Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2016 11:25 Valdimar og hans menn hafa staðið vaktina dag og nótt og hreinlega mokað út landsliðstreyjum og allskyns fylgihlutum. Sannkallað treyjuæði er nú ríkjandi á Íslandi. Landsliðstreyjuæði. Það má heita til marks um þá spennu sem er að byggjast upp fyrir EM. Erfitt er að meta það á þessu stigi hversu margar treyjur hafa selst að undanförnu en menn slá á að það séu um 15 þúsund treyjur. Treyjurnar kosta 12 þúsund krónur þannig að um verulega veltu er að ræða. Þeir hjá Jóa útherja, sem er sérhæfð knattspyrnuverslun, hafa ekki undan að afgreiða landsliðstreyjur. Það er hreinlega slegist um treyjurnar, allt sem kemur inn selst upp. „Þetta er stærra en jólin. Allir vilja vera í landsliðstreyju,“ sagði afgreiðslumaður í búðinni þegar Vísir grennslaðist fyrir um málið.Salan meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir Ýmsar treyjur eru í gangi; Tólfan er með sínar treyjur sem framleiddar eru af Henson og merktar Carlsberg, en þær eru ekki hinar opinberu landsliðstreyjur sem framleiddar eru af Errea, né heldur er um að ræða eftirlíkingar sem panta má hjá AliExpress eða aðrar eftirlíkingar sem víða má fá. En sé þeim bætt við má ætla, án ábyrgðar, að fleiri þúsund manns, jafnvel tug þúsund manna, munu klæðast þessum búningum næstu daga. Valdimar P. Magnússon er foringinn hjá Jóa útherja og sérfræðingur í þessum efnum. Hann segir sannkallað treyjuæði ríkja, alveg magnað og hann hefur ekki upplifað annað eins.Sá sem er vinsælastur meðal þeirra sem láta merkja treyjur sínar, sem eru flestir, er Gylfi Sigurðsson: Um 30 prósent vilja vera númer 10.visir/anton„Við höfum ekki undan að panta. Salan er miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Og þá verða alltaf einhver vandræði,“ segir Valdimar og vísar til þess að nánast er slegist um treyjurnar þegar þær berast. „Það verða alltaf einhverjir fúlir en það verða allir að sýna skilning.“Staðið vaktina nú dag og nótt Valdimar er ekki alveg með heildartöluna á hreinu, þá hversu margar treyjur Jói útherji hefur afgreitt, en hann segir það um fjögur þúsund. Jói útherji er sennilega stærsti einstaki aðilinn sem höndlar með þessar treyjur en þær má vitaskuld fá í öllum helstu sportvöruverslunum um land allt þannig að heildartalan er miklu hærri. „Við erum búnir að standa vaktina dag og nótt í tvær vikur, við að selja og merkja. Það er annar handleggur. Allir vilja merkja sínar treyjur og vera með númer á bakinu. Sem er seinlegur prósess,“ segir Valdimar.Gylfi vinsælastur Sá sem er vinsælastur er Gylfi, en um þrjátíu prósent merkja sig honum. Guðjohnsen kemur þar á hæla og Sigþórsson er líkast til í þriðja sætinu. Auk þess vilja menn sín eigin nöfn á treyjurnar og ekkert endilega nöfn, það getur verið allskonar. Sérmerking á bak og framan á treyjurnar kostar þrjú þúsund krónur hjá Jóa útherja. „Svo erum við að selja öll hin löndin, þau eru með inni í þessu. Svo náttúrlega, þegar þú ert kominn í búninginn, þarftu meira en það. Réttu takkaskóna og fleira. Þar er líka æði í gangi. Menn þurfa að vera í nýjustu takkaskónum. Og þar eigum við oft það sem fólk er að biðja um.“ Valdimar gerir ráð fyrir því að mesti kúfurinn sé að baki, en það sé þó aldrei að vita. Og hann segir veltuna vissulega góða. „Þetta er náttúrlega gríðarlegur veltuhraði. Það hjálpar til. Þetta eru ekki lagervörur lengur.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Sjá meira
Sannkallað treyjuæði er nú ríkjandi á Íslandi. Landsliðstreyjuæði. Það má heita til marks um þá spennu sem er að byggjast upp fyrir EM. Erfitt er að meta það á þessu stigi hversu margar treyjur hafa selst að undanförnu en menn slá á að það séu um 15 þúsund treyjur. Treyjurnar kosta 12 þúsund krónur þannig að um verulega veltu er að ræða. Þeir hjá Jóa útherja, sem er sérhæfð knattspyrnuverslun, hafa ekki undan að afgreiða landsliðstreyjur. Það er hreinlega slegist um treyjurnar, allt sem kemur inn selst upp. „Þetta er stærra en jólin. Allir vilja vera í landsliðstreyju,“ sagði afgreiðslumaður í búðinni þegar Vísir grennslaðist fyrir um málið.Salan meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir Ýmsar treyjur eru í gangi; Tólfan er með sínar treyjur sem framleiddar eru af Henson og merktar Carlsberg, en þær eru ekki hinar opinberu landsliðstreyjur sem framleiddar eru af Errea, né heldur er um að ræða eftirlíkingar sem panta má hjá AliExpress eða aðrar eftirlíkingar sem víða má fá. En sé þeim bætt við má ætla, án ábyrgðar, að fleiri þúsund manns, jafnvel tug þúsund manna, munu klæðast þessum búningum næstu daga. Valdimar P. Magnússon er foringinn hjá Jóa útherja og sérfræðingur í þessum efnum. Hann segir sannkallað treyjuæði ríkja, alveg magnað og hann hefur ekki upplifað annað eins.Sá sem er vinsælastur meðal þeirra sem láta merkja treyjur sínar, sem eru flestir, er Gylfi Sigurðsson: Um 30 prósent vilja vera númer 10.visir/anton„Við höfum ekki undan að panta. Salan er miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Og þá verða alltaf einhver vandræði,“ segir Valdimar og vísar til þess að nánast er slegist um treyjurnar þegar þær berast. „Það verða alltaf einhverjir fúlir en það verða allir að sýna skilning.“Staðið vaktina nú dag og nótt Valdimar er ekki alveg með heildartöluna á hreinu, þá hversu margar treyjur Jói útherji hefur afgreitt, en hann segir það um fjögur þúsund. Jói útherji er sennilega stærsti einstaki aðilinn sem höndlar með þessar treyjur en þær má vitaskuld fá í öllum helstu sportvöruverslunum um land allt þannig að heildartalan er miklu hærri. „Við erum búnir að standa vaktina dag og nótt í tvær vikur, við að selja og merkja. Það er annar handleggur. Allir vilja merkja sínar treyjur og vera með númer á bakinu. Sem er seinlegur prósess,“ segir Valdimar.Gylfi vinsælastur Sá sem er vinsælastur er Gylfi, en um þrjátíu prósent merkja sig honum. Guðjohnsen kemur þar á hæla og Sigþórsson er líkast til í þriðja sætinu. Auk þess vilja menn sín eigin nöfn á treyjurnar og ekkert endilega nöfn, það getur verið allskonar. Sérmerking á bak og framan á treyjurnar kostar þrjú þúsund krónur hjá Jóa útherja. „Svo erum við að selja öll hin löndin, þau eru með inni í þessu. Svo náttúrlega, þegar þú ert kominn í búninginn, þarftu meira en það. Réttu takkaskóna og fleira. Þar er líka æði í gangi. Menn þurfa að vera í nýjustu takkaskónum. Og þar eigum við oft það sem fólk er að biðja um.“ Valdimar gerir ráð fyrir því að mesti kúfurinn sé að baki, en það sé þó aldrei að vita. Og hann segir veltuna vissulega góða. „Þetta er náttúrlega gríðarlegur veltuhraði. Það hjálpar til. Þetta eru ekki lagervörur lengur.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Sjá meira