Damir Skomina, sem dæmdi leik Íslands og England í sextán liða úrslitunum, hefur fengið leik í átta liða úrslitunum.
Slóveninn Skomina dæmdi síðasta leikinn í sextán liða úrslitunum og hann dæmdir leik Wales og Belgíu á föstudagskvöldið en það er annar leikur átta liða úrslitanna og mun fara fram á Pierre-Mauroy leikvanginum í nágrenni Lille.
Þjóðverjinn Felix Brych mun dæma leik Portúgals og Póllands sem fer fram í Marseille á fimmtudaginn.
Þetta verður fjórði leikurinn sem Damir Skomina dæmir á Evrópumótinu en hann dæmdi einnig tvo leiki í riðlakeppninni, leik Rússland sog Slóvakíu og leik Frakklands og Sviss.
Enski dómarinn Martin Atkinson mun hinsvegar ekki dæma fleiri leiki á Evrópumótinu og er því á heimleik eins og enska landsliðið.
Frammistaða Skomina í Íslandsleiknum var til mikillar fyrirmyndar og Pierluigi Collina og félagar sem ráða dómaramálum hjá UEFA eru ánægðir með þennan 39 ára fasteignasala.
Það er ekki búið að tilkynna hver dæmir leik Íslands og Frakklands sem fer fram á Stade de France á sunnudagskvöldið.

