Í myndbandinu að neðan eru starfsmennirnir spurðir út í stórleikinn í kvöld á Allianz Riviera sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Líklegt má telja að fáir verði á ferli á Íslandi á meðan á leik stendur.
Sumir telja að kvöldið í kvöld verði augnablik Gylfa Þórs Sigurðssonar og aðrir eru handvissir um að sigur í vítaspyrnukeppni verði örlög okkar manna. Þá rifjar ein um Þorskastríðin.
Starfsfólk Landspítala hvetur okkar menn í Frakklandi from Landspítali on Vimeo.