Stelpurnar unnu Skotana sannfærandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2016 16:51 Frá leik með íslenska kvennalandsliðinu. Vísir/Ernir Íslenska kvennalandsliðið í blaki byrjar mjög vel í undankeppni fyrir HM 2018 og EM Smáþjóða 2017. Íslensku stelpurnar áttu mjög góðan leik á móti Skotum og unnu hann 3-0. Íslenska liðið byrjaði að krafti og vann hrinurnar þrjár 25-21, 25-14 og 25-17. Það er hætt við að verkefnið verði strax erfiðara á morgun þegar íslenska liðið mætir heimaliði Lúxemborgar en góður leikur í dag gefur góð fyrirheit. Þær Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir voru stighæstar hjá íslenska liðinu á móti Skotum með fjórtán stig hvor en upplýsingar um gang leiksins má finna á heimasíðu Blaksambands Íslands. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur, fyrirliða og Elísabetu Einarsdóttur á köntunum, á miðjunni voru þær Fríða Sigurðardóttir og Fjóla Rut Svavarsdóttir og í uppspilinu var Kristín Salín Þórhallsdóttir og á móti henni í díó stöðunni var Thelma Dögg Grétarsdóttir. Frelsingjar liðsins voru Steinunn Helga Björgólfsdóttir og Birta Björnsdóttir. Ísland byrjaði betur í leiknum og komst í 5-1. Skotar jöfnuðu leikinn og var jafnt á flestum tölum upp í 19-19. Íslenska liðið gerði þá tvöfalda skiptingu þar sem Berglind Gígja Jónsdóttir kom inn fyrir Thelmu og Hjördís Eiríksdóttir kom inn fyrir Kristínu. Hrinan kláraðist 25-21 fyrir Íslandi. Ísland náði strax tökum á annarri hrinunni og gáfu ekki tommu eftir í baráttunni um þennan sigur. Staðan var orðin 20-10 á tímabili en þá var María Rún Karlsdóttir komin inná til að leysa fyrirliða liðsins af velli. Hrinan endaði 25-14, Íslandi í vil og liðið í góðri stöðu í leiknum. Sama byrjunarlið var í öllum hrinunum en þriðja hrinan var lík annarri hrinunni. Þjálfarateymið beitti tvöföldu skiptingunni í öllum hrinunum og virkaði það mjög vel. Þriðja hrinan endaði 25-17 með frábæru varnarstigi frá Karen Björgu Gunnarsdóttur sem hafði komið inná fyrir Jónu Guðlaugu undir lokin á hrinunni. Ísland vann leikinn 3-0 og voru stigahæstu leikmenn Íslands Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir með 14 stig hvor. Jóna Guðlaug skoraði 10 stig í leiknum og Fríða Sigurðardóttir 8 stig. Tölfræði leiksins má finna hér.Íslenska landsliðið.Mynd/Blaksamband Íslands Aðrar íþróttir Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í blaki byrjar mjög vel í undankeppni fyrir HM 2018 og EM Smáþjóða 2017. Íslensku stelpurnar áttu mjög góðan leik á móti Skotum og unnu hann 3-0. Íslenska liðið byrjaði að krafti og vann hrinurnar þrjár 25-21, 25-14 og 25-17. Það er hætt við að verkefnið verði strax erfiðara á morgun þegar íslenska liðið mætir heimaliði Lúxemborgar en góður leikur í dag gefur góð fyrirheit. Þær Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir voru stighæstar hjá íslenska liðinu á móti Skotum með fjórtán stig hvor en upplýsingar um gang leiksins má finna á heimasíðu Blaksambands Íslands. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur, fyrirliða og Elísabetu Einarsdóttur á köntunum, á miðjunni voru þær Fríða Sigurðardóttir og Fjóla Rut Svavarsdóttir og í uppspilinu var Kristín Salín Þórhallsdóttir og á móti henni í díó stöðunni var Thelma Dögg Grétarsdóttir. Frelsingjar liðsins voru Steinunn Helga Björgólfsdóttir og Birta Björnsdóttir. Ísland byrjaði betur í leiknum og komst í 5-1. Skotar jöfnuðu leikinn og var jafnt á flestum tölum upp í 19-19. Íslenska liðið gerði þá tvöfalda skiptingu þar sem Berglind Gígja Jónsdóttir kom inn fyrir Thelmu og Hjördís Eiríksdóttir kom inn fyrir Kristínu. Hrinan kláraðist 25-21 fyrir Íslandi. Ísland náði strax tökum á annarri hrinunni og gáfu ekki tommu eftir í baráttunni um þennan sigur. Staðan var orðin 20-10 á tímabili en þá var María Rún Karlsdóttir komin inná til að leysa fyrirliða liðsins af velli. Hrinan endaði 25-14, Íslandi í vil og liðið í góðri stöðu í leiknum. Sama byrjunarlið var í öllum hrinunum en þriðja hrinan var lík annarri hrinunni. Þjálfarateymið beitti tvöföldu skiptingunni í öllum hrinunum og virkaði það mjög vel. Þriðja hrinan endaði 25-17 með frábæru varnarstigi frá Karen Björgu Gunnarsdóttur sem hafði komið inná fyrir Jónu Guðlaugu undir lokin á hrinunni. Ísland vann leikinn 3-0 og voru stigahæstu leikmenn Íslands Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir með 14 stig hvor. Jóna Guðlaug skoraði 10 stig í leiknum og Fríða Sigurðardóttir 8 stig. Tölfræði leiksins má finna hér.Íslenska landsliðið.Mynd/Blaksamband Íslands
Aðrar íþróttir Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Sjá meira