Bretar kjósa að yfirgefa ESB Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. júní 2016 06:30 Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. vísir/bjarni einarsson Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. Rúmlega þrjátíu milljónir manna tóku þátt í kosningunni, eða um 72 prósent kosningabærra manna og er það mesta kosningaþátttaka í landinu frá árinu 1992. Rúmlega sextán milljónir vildu vera áfram í sambandinu en rúmlega sautján milljónir vilja fara. Það er því ljóst að þjóðin er algjörlega klofin í málinu en þeir sem vilja fara fengu á endanum 51,9 prósent atkvæða. Afstaðan til ESB er afar mismunandi á milli landssvæða. Stuðningurinn við sambandið var mestur í stórborginni London og á Norður Írlandi á meðan restin af landinu, þar á meðal Wales, vildi fara. Þá studdu Skotar eindregið að vera áfram í sambandinu og því ljóst að sjálfstæðissinnar þar í landi munu eflast í baráttu sinni. David Cameron forsætisráðherra Breta mun halda ávarp nú á hverri stundu en staða hans innan íhaldsflokksins er orðin afar veik þar sem hann barðist fyrir áframhaldandi veru í sambandinu. Einn helsti andstæðingur hans í málinu, íhaldsmaðurinn Boris Johnson, er af mörgum talinn verða næsti formaður flokksins. Sama má segja um Jeremy Corbyn, leiðtoga verkamannaflokksins. Flokkur hans barðist fyrir áframhaldandi veru en hann sjálfur hefur verið sakaður um að vilja í raun yfirgefa sambandið. Það voru ekki síst kjördæmi þar sem Verkamannaflokkurinn er öflugur, sem réðu úrslitum um það hvernig fór.Úrslitin eru einnig gríðarlegur sigur fyrir Nigel Farage, leiðtoga Breska Sjálfstæðisflokksins, eða UKIP, sem hefur haft úrsögn úr ESB sem sitt aðal baráttumál í rúm tuttugu ár. Hann sagði í morgun að sigurinn væri sigur venjulega mannsins í Bretlandi og að 23. júní verði hér eftir einskonar þjóðhátíðardagur Breta. Breska pundið hefur fallið skart í nótt eftir að úrslitin fóru að verða ljós og hefur ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadollar síðan árið 1985. Bretar munu þó ekki hverfa úr Evrópusambandinu strax heldur fer nú heldur flókið ferli í gang, sem tekur tvö ár frá þeirri stundu sem þeir segja sig formlega úr sambandinu. Það gerist þó ekki strax þannig að full áhrif kosninganna koma ekki strax fram.Beina útsendingu Sky News má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Brexit: Mikil spenna þegar talið er upp úr kjörkössum Bretar kusu í dag um hvort Bretar eigi að vera áfram aðilar að Evrópusambandinu. 23. júní 2016 21:11 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Sjá meira
Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. Rúmlega þrjátíu milljónir manna tóku þátt í kosningunni, eða um 72 prósent kosningabærra manna og er það mesta kosningaþátttaka í landinu frá árinu 1992. Rúmlega sextán milljónir vildu vera áfram í sambandinu en rúmlega sautján milljónir vilja fara. Það er því ljóst að þjóðin er algjörlega klofin í málinu en þeir sem vilja fara fengu á endanum 51,9 prósent atkvæða. Afstaðan til ESB er afar mismunandi á milli landssvæða. Stuðningurinn við sambandið var mestur í stórborginni London og á Norður Írlandi á meðan restin af landinu, þar á meðal Wales, vildi fara. Þá studdu Skotar eindregið að vera áfram í sambandinu og því ljóst að sjálfstæðissinnar þar í landi munu eflast í baráttu sinni. David Cameron forsætisráðherra Breta mun halda ávarp nú á hverri stundu en staða hans innan íhaldsflokksins er orðin afar veik þar sem hann barðist fyrir áframhaldandi veru í sambandinu. Einn helsti andstæðingur hans í málinu, íhaldsmaðurinn Boris Johnson, er af mörgum talinn verða næsti formaður flokksins. Sama má segja um Jeremy Corbyn, leiðtoga verkamannaflokksins. Flokkur hans barðist fyrir áframhaldandi veru en hann sjálfur hefur verið sakaður um að vilja í raun yfirgefa sambandið. Það voru ekki síst kjördæmi þar sem Verkamannaflokkurinn er öflugur, sem réðu úrslitum um það hvernig fór.Úrslitin eru einnig gríðarlegur sigur fyrir Nigel Farage, leiðtoga Breska Sjálfstæðisflokksins, eða UKIP, sem hefur haft úrsögn úr ESB sem sitt aðal baráttumál í rúm tuttugu ár. Hann sagði í morgun að sigurinn væri sigur venjulega mannsins í Bretlandi og að 23. júní verði hér eftir einskonar þjóðhátíðardagur Breta. Breska pundið hefur fallið skart í nótt eftir að úrslitin fóru að verða ljós og hefur ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadollar síðan árið 1985. Bretar munu þó ekki hverfa úr Evrópusambandinu strax heldur fer nú heldur flókið ferli í gang, sem tekur tvö ár frá þeirri stundu sem þeir segja sig formlega úr sambandinu. Það gerist þó ekki strax þannig að full áhrif kosninganna koma ekki strax fram.Beina útsendingu Sky News má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Brexit: Mikil spenna þegar talið er upp úr kjörkössum Bretar kusu í dag um hvort Bretar eigi að vera áfram aðilar að Evrópusambandinu. 23. júní 2016 21:11 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Sjá meira
Brexit: Mikil spenna þegar talið er upp úr kjörkössum Bretar kusu í dag um hvort Bretar eigi að vera áfram aðilar að Evrópusambandinu. 23. júní 2016 21:11
Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15