Bjargvætturinn úr Eyjum mætti til Annecy svo strákarnir okkar gætu kosið sér forseta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2016 23:17 Strákarnir í karlalandsliði Íslands í knattspyrnu fengu góða heimsókn á hótelið sitt í Annecy í dag. Þangað kom færandi hendi Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Genf, ásamt Helgu Bertelsen sendiráðsfulltrúa. Forsetakosningar eru á Íslandi á laugardaginn og fengu strákarnir í karlalandsliðinu og starfsfólk að kjósa í kvöld. „Ég er í skemmtilegu verkefni. Við vorum að framkvæma utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna forsetakosninganna og gefa landsliðsstrákunum möguleika á að taka þátt í þeim þó þeir séu ekki á Íslandi,“ sagði Martin í samtali við Vísi í Annecy í kvöld. „Þetta gekk bara vel. Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum.“ Martin, sem spilaði knattspyrnu með ÍBV á sínum tíma, sagði kosningu á hótelinu hafa verið yfir meðallagi. Fyrir gamlan knattspyrnumann hafi verið forréttindi að fá að heimsækja landsliðið á hótelið.Eyjapeyjar í mörgum stöðum „Þetta var virkilega gaman og gmana að hitta minn gamla félaga úr ÍBV, Heimi Hallgrímsson, og fleiri góða Eyjamenn. Einsa kalda kokk, Jóhannes Ólafsson, í landsliðsnefndinni og fyrrverandi formann knattspyrnudeildarinnar, Ómar Smárason hjá KSÍ og Víði Reynisson öryggisstjóri.“ Martin er Eyjamaður í húð og hár og fékk viðurnefnið bjargvætturinn í upphafi 10. áratugarins. Ástæðan var sú að hann skoraði sigurmark Eyjamanna í lokaumferðinni tvö ár í röð, mörk sem björguðu þeim frá falli. En telur Martin okkur eiga möguleika gegn Englandi í Nice á mánudaginn? „Já, ég tel að við eigum góða möguleika. Við sjáum það að við erum að vera betri og betri. Okkar lykilmenn sem voru ekki í sínu besta leikformi hafa verið að spila betur og betur með hverjum leiknum. Við eigum tvímælalaust góða möguleika gegn Englandi. “ EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 60 metra sprettur Birkis keypti tvo auka daga fyrir þreytta leikmenn Íslands Heimir Hallgrímsson þakkar Birki Bjarnasyni sérstaklega fyrir auka hvíldina sem íslenska liðið fær fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 19:45 Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Sjá meira
Strákarnir í karlalandsliði Íslands í knattspyrnu fengu góða heimsókn á hótelið sitt í Annecy í dag. Þangað kom færandi hendi Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Genf, ásamt Helgu Bertelsen sendiráðsfulltrúa. Forsetakosningar eru á Íslandi á laugardaginn og fengu strákarnir í karlalandsliðinu og starfsfólk að kjósa í kvöld. „Ég er í skemmtilegu verkefni. Við vorum að framkvæma utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna forsetakosninganna og gefa landsliðsstrákunum möguleika á að taka þátt í þeim þó þeir séu ekki á Íslandi,“ sagði Martin í samtali við Vísi í Annecy í kvöld. „Þetta gekk bara vel. Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum.“ Martin, sem spilaði knattspyrnu með ÍBV á sínum tíma, sagði kosningu á hótelinu hafa verið yfir meðallagi. Fyrir gamlan knattspyrnumann hafi verið forréttindi að fá að heimsækja landsliðið á hótelið.Eyjapeyjar í mörgum stöðum „Þetta var virkilega gaman og gmana að hitta minn gamla félaga úr ÍBV, Heimi Hallgrímsson, og fleiri góða Eyjamenn. Einsa kalda kokk, Jóhannes Ólafsson, í landsliðsnefndinni og fyrrverandi formann knattspyrnudeildarinnar, Ómar Smárason hjá KSÍ og Víði Reynisson öryggisstjóri.“ Martin er Eyjamaður í húð og hár og fékk viðurnefnið bjargvætturinn í upphafi 10. áratugarins. Ástæðan var sú að hann skoraði sigurmark Eyjamanna í lokaumferðinni tvö ár í röð, mörk sem björguðu þeim frá falli. En telur Martin okkur eiga möguleika gegn Englandi í Nice á mánudaginn? „Já, ég tel að við eigum góða möguleika. Við sjáum það að við erum að vera betri og betri. Okkar lykilmenn sem voru ekki í sínu besta leikformi hafa verið að spila betur og betur með hverjum leiknum. Við eigum tvímælalaust góða möguleika gegn Englandi. “
EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 60 metra sprettur Birkis keypti tvo auka daga fyrir þreytta leikmenn Íslands Heimir Hallgrímsson þakkar Birki Bjarnasyni sérstaklega fyrir auka hvíldina sem íslenska liðið fær fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 19:45 Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Sjá meira
Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04
60 metra sprettur Birkis keypti tvo auka daga fyrir þreytta leikmenn Íslands Heimir Hallgrímsson þakkar Birki Bjarnasyni sérstaklega fyrir auka hvíldina sem íslenska liðið fær fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 19:45
Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55