Hvert einasta smáblóm María Bjarnadóttir skrifar 24. júní 2016 07:00 Enska orðið Nursery þýðir bæði leikskóli og gróðrarstöð. Þetta er varla tilviljun enda starfsemin á báðum stöðum eðlislík og snýst um að hlúa að græðlingum svo að þeir vaxi og dafni. Sumir þurfa mikla aðhlynningu og næringu á meðan harðgerari tegundir þrífast í einföldum aðstæðum. Englendingar sinna plönturæktun með svipuðu sniði og Íslendingar, en hafa farið aðeins aðrar leiðir við að rækta börnin sín. Leikskólar og frístundaheimili eru ekki hluti af starfsemi sveitarfélaga. Foreldrar greiða kostnaðarverð fyrir svoleiðis lúxus á meðan Íslendingar velta fyrir sér upphæð frístundakorta. Skipulegt íþróttastarf eins og fótbolti er óskylt sveitarfélögum og á sér stað á forsendum einkarekstrar eða foreldraframtaks. Hugtakið hverfisíþróttafélag er hluti af fortíðarþrá Englendinga sem eru komnir yfir miðjan aldur. Þó að enn vanti upp á að sinna mikilvægum sjaldgæfari græðlingum, er fjármögnun og fyrirkomulag á umönnun barna samfélagsverkefni á Íslandi. Kerfið stefnir að því að næra hvert einasta smáblóm sem á okkar hjartans skeri vex. Um þetta er einstök samstaða. Dæmi: annars staðar skipuleggja fjölskyldur ekki sumarfríin sín í kringum fótboltamót barna. Það er viðeigandi að tala um okkar menn eða strákana okkar í Frakklandi. Það væri jafnvel viðeigandi að tala um uppskeru. Árangur karlalandsliðsins er ekki bara tilviljun eða heppni. Það er afurð ákvarðana og forgangsröðunar foreldra, kjósenda og stjórnmálafólks um hvernig verður best hlúð að helstu náttúruauðlind Íslendinga; börnum.Þessi grein birtist fyrst á Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Enska orðið Nursery þýðir bæði leikskóli og gróðrarstöð. Þetta er varla tilviljun enda starfsemin á báðum stöðum eðlislík og snýst um að hlúa að græðlingum svo að þeir vaxi og dafni. Sumir þurfa mikla aðhlynningu og næringu á meðan harðgerari tegundir þrífast í einföldum aðstæðum. Englendingar sinna plönturæktun með svipuðu sniði og Íslendingar, en hafa farið aðeins aðrar leiðir við að rækta börnin sín. Leikskólar og frístundaheimili eru ekki hluti af starfsemi sveitarfélaga. Foreldrar greiða kostnaðarverð fyrir svoleiðis lúxus á meðan Íslendingar velta fyrir sér upphæð frístundakorta. Skipulegt íþróttastarf eins og fótbolti er óskylt sveitarfélögum og á sér stað á forsendum einkarekstrar eða foreldraframtaks. Hugtakið hverfisíþróttafélag er hluti af fortíðarþrá Englendinga sem eru komnir yfir miðjan aldur. Þó að enn vanti upp á að sinna mikilvægum sjaldgæfari græðlingum, er fjármögnun og fyrirkomulag á umönnun barna samfélagsverkefni á Íslandi. Kerfið stefnir að því að næra hvert einasta smáblóm sem á okkar hjartans skeri vex. Um þetta er einstök samstaða. Dæmi: annars staðar skipuleggja fjölskyldur ekki sumarfríin sín í kringum fótboltamót barna. Það er viðeigandi að tala um okkar menn eða strákana okkar í Frakklandi. Það væri jafnvel viðeigandi að tala um uppskeru. Árangur karlalandsliðsins er ekki bara tilviljun eða heppni. Það er afurð ákvarðana og forgangsröðunar foreldra, kjósenda og stjórnmálafólks um hvernig verður best hlúð að helstu náttúruauðlind Íslendinga; börnum.Þessi grein birtist fyrst á Fréttablaðinu.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun