Miðabraskarar heima gætu fækkað Íslendingum í stúkunni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. júní 2016 14:50 Fjölmargir sátu eftir miðalausir meðan aðrir eru tilbúnir í næsta leik. vísir/vilhelm Það gæti farið svo að einhverjir braskarar muni brenna inni með miða sem þeir keyptu á leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Miðasala á leikinn hófst í hádeginu í dag og seldist upp á leikinn á skömmum tíma. Hópurinn Ferðagrúppa fyrir EM2016 hefur tekið gífurlegan vaxtarkipp en frá í gær hafa ríflega þúsund einstaklingar bæst við í hann. Það er fjölgun um tæpan þriðjung. Flestir eru þar að óska eftir miðum á leikinn, aðrir benda á mögulega þriðja aðila til að versla miða af og enn aðrir leita krókaleiða til að leysa sína miða út. Ólíkt miðunum í riðlakeppnina verða þessir miðar ekki sendir heim til fólks með pósti og ekki verður heldur hægt að nálgast þá rafrænt. Til að fá miðana í hendur verður fólk að mæta í miðasöluna í Nice og framvísa sama vegabréfi, eða öðrum gildum skilríkjum, og miðarnir eru skráðir á. Ella verða miðarnir eigi afhentir. Fólk hér heima sem keypti miða „til öryggis“, ef ske kynni að það færi út, og miðabraskarar gætu því lent í þeirri aðstöðu að brenna inni með sína miða þar sem það er í röngu landi. Allianz Riviera völlurinn í Nice er minnsti leikvangurinn sem Ísland hefur leikið á hingað til í mótinu en hann tekur rúmlega 35.600 manns. Til samanburðar tekur Stade Geoffroy-Guichard í St. Etienne 42.000 manns. Í 16-liða úrslitunum fengu stuðningsmenn þjóðanna ekki miðum úthlutað í ákveðnu hlutfalli líkt og í riðlakeppninni. Þeir sem höfðu keypt svokallaða „Follow your team“ miða, sem gera handhafa þeirra kleift að elta sitt lið meðan það er enn í keppninni, fengu miða en aðrir miðar voru settir í opna sölu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, við vinnslu fréttarinnar til að fá upplýsingar um hve margir miðar enduðu í íslenskum höndum eða hve margir sóttu um „Follow your team“ miða. Í desember í fyrra stóð sú tala í 548. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30 Rooney um Ísland: Frábær saga hjá skipulögðu liði sem verður erfitt að brjóta niður Fyrirliði enska landsliðsins spilar sinn 115. landsleik gegn Íslandi á mánudaginn. 23. júní 2016 13:15 Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20 Peningurinn uppurinn hjá Tólfunni sem snýr heim á morgun Útiloka þó ekki að snúa aftur og treysta á að hlutirnir reddist. 23. júní 2016 12:13 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Sjá meira
Það gæti farið svo að einhverjir braskarar muni brenna inni með miða sem þeir keyptu á leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Miðasala á leikinn hófst í hádeginu í dag og seldist upp á leikinn á skömmum tíma. Hópurinn Ferðagrúppa fyrir EM2016 hefur tekið gífurlegan vaxtarkipp en frá í gær hafa ríflega þúsund einstaklingar bæst við í hann. Það er fjölgun um tæpan þriðjung. Flestir eru þar að óska eftir miðum á leikinn, aðrir benda á mögulega þriðja aðila til að versla miða af og enn aðrir leita krókaleiða til að leysa sína miða út. Ólíkt miðunum í riðlakeppnina verða þessir miðar ekki sendir heim til fólks með pósti og ekki verður heldur hægt að nálgast þá rafrænt. Til að fá miðana í hendur verður fólk að mæta í miðasöluna í Nice og framvísa sama vegabréfi, eða öðrum gildum skilríkjum, og miðarnir eru skráðir á. Ella verða miðarnir eigi afhentir. Fólk hér heima sem keypti miða „til öryggis“, ef ske kynni að það færi út, og miðabraskarar gætu því lent í þeirri aðstöðu að brenna inni með sína miða þar sem það er í röngu landi. Allianz Riviera völlurinn í Nice er minnsti leikvangurinn sem Ísland hefur leikið á hingað til í mótinu en hann tekur rúmlega 35.600 manns. Til samanburðar tekur Stade Geoffroy-Guichard í St. Etienne 42.000 manns. Í 16-liða úrslitunum fengu stuðningsmenn þjóðanna ekki miðum úthlutað í ákveðnu hlutfalli líkt og í riðlakeppninni. Þeir sem höfðu keypt svokallaða „Follow your team“ miða, sem gera handhafa þeirra kleift að elta sitt lið meðan það er enn í keppninni, fengu miða en aðrir miðar voru settir í opna sölu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, við vinnslu fréttarinnar til að fá upplýsingar um hve margir miðar enduðu í íslenskum höndum eða hve margir sóttu um „Follow your team“ miða. Í desember í fyrra stóð sú tala í 548.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30 Rooney um Ísland: Frábær saga hjá skipulögðu liði sem verður erfitt að brjóta niður Fyrirliði enska landsliðsins spilar sinn 115. landsleik gegn Íslandi á mánudaginn. 23. júní 2016 13:15 Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20 Peningurinn uppurinn hjá Tólfunni sem snýr heim á morgun Útiloka þó ekki að snúa aftur og treysta á að hlutirnir reddist. 23. júní 2016 12:13 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Sjá meira
Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30
Rooney um Ísland: Frábær saga hjá skipulögðu liði sem verður erfitt að brjóta niður Fyrirliði enska landsliðsins spilar sinn 115. landsleik gegn Íslandi á mánudaginn. 23. júní 2016 13:15
Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20
Peningurinn uppurinn hjá Tólfunni sem snýr heim á morgun Útiloka þó ekki að snúa aftur og treysta á að hlutirnir reddist. 23. júní 2016 12:13