Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 23. júní 2016 14:15 Kjörklefar voru opnaðir í Bretlandi í klukkan sjö að staðartíma í morgun þar sem almenningur mun kjósa um framtíð landsins innan Evrópusambandsins. Gert er ráð fyrir að 46,5 milljónir manna muni greiða atkvæði í dag en á kjörseðlinum eru kjósendur spurðir hvort Bretland eigi að vera áfram aðildarríki að Evrópusambandinu eða ganga úr því. Um er að ræða þriðju þjóðaratkvæðagreiðslu í sögu landsins og hefur kosningabaráttan nú staðið yfir í fjóra mánuði. Talsmenn úr báðum herbúðum hafa ferðast um landið þvert og endilangt og reynt að sannfæra fólk um að ganga í sitt lið.Sögulegar kosningar Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir að um sé að ræða sögulegar kosningar, en hann telur að þegar upp verði staðið muni Bretland kjósa áframhaldandi veru í sambandinu. „Þetta eru mjög sögulegar kosningar því þetta er í fyrsta sinn sem reynir á eiginlega útgöngumöguleika úr Evrópusambandinu, að minnsta kosti þegar heilt stórt ríki ákveður þetta. Grænlendingar gengu úr sambandinu á sínum tíma en þeir eru ekki sjálfstætt fullvalda ríki, þannig að þetta er í fyrsta sinn sem þetta gerist á þetta,” segir Guðmundur.David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, eru á öndverðum meiði. Cameron talar fyrir áframhaldandi veru á meðan Johnson vill út.vísir/epaHann segir erfitt að spá fyrir um hvað útganga Breta myndi þýða fyrir Evrópusambandið. „Það er mjög óljóst hvað mun gerast ef þeir ákveða að ganga út úr því og það svona stangast á yfirlýsingar og eiginlega spádómar. Ég myndi halda að til að byrja með þá muni Evrópusambandið og forystumenn þar reyna að láta áhrifin verða dálítið mikil af því það er þeim til hagsbóta þær dómsdagsspár sem heyrst hafa rætist að einhverju leyti. Kannski ekki að allt fari á hliðina en að minnsta kosti að Bretar finni fyrir þessu.”Fleiri íhugi að segja sig úr sambandinu sem gæti markað endalok þess Guðmundur segir flest benda til að fleiri muni íhuga að ganga úr sambandinu, hverfi Bretar á brott. „Alveg örugglega munu fleiri hugsa um það. Það mun ýta undir slíkar kröfur í ýmsum ríkjum Evrópusambandsins. Það er ekkert leyndarmál að Evrópusambandið er mjög umdeilt. Það er mjög misjafnt eftir ríkjum Evrópusambandsins hvað andstaðan er mikil en í löndum eins Póllandi og Norðurlöndunum er mjög áberandi andstaða við veruna í ESB. Þannig að slíkar hugmyndir munu örugglega fá byr undir báða vængi með þessu,” segir hann. Hins vegar gæti möguleg útganga Breta opna á fleiri möguleika, líkt og tveggja þrepa samband. „Það er ekkert ljóst hvað verður af þessu. Mun þá verða til einhvers konar tveggja þrepa samband þar sem ríki hafa aðild að sumum hlutum þess sem Evrópusambandið hefur snúist um eða mun þetta þýða það að þessi ríki sem ákveða að ganga út muni einfaldlega vera þar algjörlega fyrir utan.” Aðspurður hvort útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins segir hann: „Já það getur alveg leitt til þess. Evrópusambandið hefur undanfarin 20-30 ár verið rekið á þeirri stefnu að sambandið eigi að vera inklúsívt, þar eigi flest Evrópuríki að vera þar inni, það skuli vera stórt, vera þétt og samstarfið mjög náið. Þetta hefur verið megin stefnan. Það eru mjög margir Bretar óánægðir með þessa dýpkun samstarfsins, þeir eru hrifnir af sumum hlutum samstarfsins, sérstaklega efnahagssamstarfsins. Þeir eru minna hrifnir af öðrum hlutum sem snúa ekki síst að félagsmálum. Þannig að ef þau ríki sem hafa slíkar efasemdir að þau ákveða að það sé best að yfirgefa sambandið að þá mun sambandið í þeirri mynd sem það er í núna leysast upp.”Flest bendir til hnífjafnra úrslita, bæði í skoðanakönnunum og hjá veðbönkum.vísir/afpTogstreitan alltaf verið til staðar Bretar gengu formlega í Evrópusambandið árið 1975 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðmundur bendir á að fyrir þann tíma hafi það lengi verið metnaðarmál Breta að komast inn í sambandið, en fyrst og fremst hafi það verið vegna efnahagsmála og frekari viðskipta við önnur Evrópuríki. „Einnig vildu þeir gera sig gildandi í álfunni. Það er ástæða þess að þeir eru ekki hrifnir af EES-lausninni, þeir hafa ekki áhuga á þessu samstarfi öðruvísi en að þeir hafi raunveruleg áhrif. En Frakkar höfðu staðið mjög eindregið á móti og gegn inngöngu Breta nokkuð lengi þannig að þetta varð dálítið metnaðarmál fyrir Breta að komast inn,“ segir Guðmundur. „Þessar mismunandi skoðanir á hvernig Evrópusambandið ætti að vera hafa alla tíð verið til staðar. Bretar hafa fyrst og fremst viljað einblína að efnahagslega samstarfinu á meðan þjóðirnar á meginlandinu, þá Frakkar og Þjóðverjar, hafa hins vegar staðið fyrir dýpkun samstarfsins. Þannig að þessi togstreita er gömul.“ Flest bendir til hnífjafnra úrslita, bæði í skoðanakönnunum og hjá veðbönkum. Samkvæmt meðaltali skoðanakannanna sem The Financial Times gerði munar einu prósentustigi; fjörutíu og fimm prósent myndu kjósa áframhaldandi veru í Evropusambandinu en fjörutíu og fjögur prósent aðskilnað. Breska ríkisútvarpið gefur sömu niðurstöðu á meðan meðaltal Bloomberg sýnir öfuga niðurstöðu.Kristjana Guðbrandsdóttir fréttamaður sem stödd er í Lundúnum fór yfir stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hlusta má á viðtalið við hana í spilaranum hér fyrir neðan. Brexit Tengdar fréttir Þúsundir komu saman á Trafalgar-torgi til að minnast Jo Cox Þúsundir Breta tóku þátt í minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgar-torgi í Lundúnum í dag sem hefði verið afmælisdagur hennar. 22. júní 2016 20:18 Bretar ganga að kjörborðinu í dag Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar. 23. júní 2016 07:30 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Kjörklefar voru opnaðir í Bretlandi í klukkan sjö að staðartíma í morgun þar sem almenningur mun kjósa um framtíð landsins innan Evrópusambandsins. Gert er ráð fyrir að 46,5 milljónir manna muni greiða atkvæði í dag en á kjörseðlinum eru kjósendur spurðir hvort Bretland eigi að vera áfram aðildarríki að Evrópusambandinu eða ganga úr því. Um er að ræða þriðju þjóðaratkvæðagreiðslu í sögu landsins og hefur kosningabaráttan nú staðið yfir í fjóra mánuði. Talsmenn úr báðum herbúðum hafa ferðast um landið þvert og endilangt og reynt að sannfæra fólk um að ganga í sitt lið.Sögulegar kosningar Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir að um sé að ræða sögulegar kosningar, en hann telur að þegar upp verði staðið muni Bretland kjósa áframhaldandi veru í sambandinu. „Þetta eru mjög sögulegar kosningar því þetta er í fyrsta sinn sem reynir á eiginlega útgöngumöguleika úr Evrópusambandinu, að minnsta kosti þegar heilt stórt ríki ákveður þetta. Grænlendingar gengu úr sambandinu á sínum tíma en þeir eru ekki sjálfstætt fullvalda ríki, þannig að þetta er í fyrsta sinn sem þetta gerist á þetta,” segir Guðmundur.David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, eru á öndverðum meiði. Cameron talar fyrir áframhaldandi veru á meðan Johnson vill út.vísir/epaHann segir erfitt að spá fyrir um hvað útganga Breta myndi þýða fyrir Evrópusambandið. „Það er mjög óljóst hvað mun gerast ef þeir ákveða að ganga út úr því og það svona stangast á yfirlýsingar og eiginlega spádómar. Ég myndi halda að til að byrja með þá muni Evrópusambandið og forystumenn þar reyna að láta áhrifin verða dálítið mikil af því það er þeim til hagsbóta þær dómsdagsspár sem heyrst hafa rætist að einhverju leyti. Kannski ekki að allt fari á hliðina en að minnsta kosti að Bretar finni fyrir þessu.”Fleiri íhugi að segja sig úr sambandinu sem gæti markað endalok þess Guðmundur segir flest benda til að fleiri muni íhuga að ganga úr sambandinu, hverfi Bretar á brott. „Alveg örugglega munu fleiri hugsa um það. Það mun ýta undir slíkar kröfur í ýmsum ríkjum Evrópusambandsins. Það er ekkert leyndarmál að Evrópusambandið er mjög umdeilt. Það er mjög misjafnt eftir ríkjum Evrópusambandsins hvað andstaðan er mikil en í löndum eins Póllandi og Norðurlöndunum er mjög áberandi andstaða við veruna í ESB. Þannig að slíkar hugmyndir munu örugglega fá byr undir báða vængi með þessu,” segir hann. Hins vegar gæti möguleg útganga Breta opna á fleiri möguleika, líkt og tveggja þrepa samband. „Það er ekkert ljóst hvað verður af þessu. Mun þá verða til einhvers konar tveggja þrepa samband þar sem ríki hafa aðild að sumum hlutum þess sem Evrópusambandið hefur snúist um eða mun þetta þýða það að þessi ríki sem ákveða að ganga út muni einfaldlega vera þar algjörlega fyrir utan.” Aðspurður hvort útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins segir hann: „Já það getur alveg leitt til þess. Evrópusambandið hefur undanfarin 20-30 ár verið rekið á þeirri stefnu að sambandið eigi að vera inklúsívt, þar eigi flest Evrópuríki að vera þar inni, það skuli vera stórt, vera þétt og samstarfið mjög náið. Þetta hefur verið megin stefnan. Það eru mjög margir Bretar óánægðir með þessa dýpkun samstarfsins, þeir eru hrifnir af sumum hlutum samstarfsins, sérstaklega efnahagssamstarfsins. Þeir eru minna hrifnir af öðrum hlutum sem snúa ekki síst að félagsmálum. Þannig að ef þau ríki sem hafa slíkar efasemdir að þau ákveða að það sé best að yfirgefa sambandið að þá mun sambandið í þeirri mynd sem það er í núna leysast upp.”Flest bendir til hnífjafnra úrslita, bæði í skoðanakönnunum og hjá veðbönkum.vísir/afpTogstreitan alltaf verið til staðar Bretar gengu formlega í Evrópusambandið árið 1975 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðmundur bendir á að fyrir þann tíma hafi það lengi verið metnaðarmál Breta að komast inn í sambandið, en fyrst og fremst hafi það verið vegna efnahagsmála og frekari viðskipta við önnur Evrópuríki. „Einnig vildu þeir gera sig gildandi í álfunni. Það er ástæða þess að þeir eru ekki hrifnir af EES-lausninni, þeir hafa ekki áhuga á þessu samstarfi öðruvísi en að þeir hafi raunveruleg áhrif. En Frakkar höfðu staðið mjög eindregið á móti og gegn inngöngu Breta nokkuð lengi þannig að þetta varð dálítið metnaðarmál fyrir Breta að komast inn,“ segir Guðmundur. „Þessar mismunandi skoðanir á hvernig Evrópusambandið ætti að vera hafa alla tíð verið til staðar. Bretar hafa fyrst og fremst viljað einblína að efnahagslega samstarfinu á meðan þjóðirnar á meginlandinu, þá Frakkar og Þjóðverjar, hafa hins vegar staðið fyrir dýpkun samstarfsins. Þannig að þessi togstreita er gömul.“ Flest bendir til hnífjafnra úrslita, bæði í skoðanakönnunum og hjá veðbönkum. Samkvæmt meðaltali skoðanakannanna sem The Financial Times gerði munar einu prósentustigi; fjörutíu og fimm prósent myndu kjósa áframhaldandi veru í Evropusambandinu en fjörutíu og fjögur prósent aðskilnað. Breska ríkisútvarpið gefur sömu niðurstöðu á meðan meðaltal Bloomberg sýnir öfuga niðurstöðu.Kristjana Guðbrandsdóttir fréttamaður sem stödd er í Lundúnum fór yfir stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hlusta má á viðtalið við hana í spilaranum hér fyrir neðan.
Brexit Tengdar fréttir Þúsundir komu saman á Trafalgar-torgi til að minnast Jo Cox Þúsundir Breta tóku þátt í minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgar-torgi í Lundúnum í dag sem hefði verið afmælisdagur hennar. 22. júní 2016 20:18 Bretar ganga að kjörborðinu í dag Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar. 23. júní 2016 07:30 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Þúsundir komu saman á Trafalgar-torgi til að minnast Jo Cox Þúsundir Breta tóku þátt í minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgar-torgi í Lundúnum í dag sem hefði verið afmælisdagur hennar. 22. júní 2016 20:18
Bretar ganga að kjörborðinu í dag Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar. 23. júní 2016 07:30
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent