Að velja sér forseta Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 23. júní 2016 13:16 Það eru til margar leiðir til að velja sér forseta, og þegar öllu er á botninn hvolft þá velur fólk sér sennilega forseta eftir því hvaða dyggðir það telur göfugastar. Sumir leggja til dæmis mikið upp úr jafnrétti, sem er vissulega verðugt málefni, eða þá varðveislu. Aðrir líta á hörku sem tákn um styrk og velja sér þá frekar frambjóðanda sem sýnir meiri harðneskju og þor. Fyrir mitt leyti væri ég helst til að sjá alla þessa eiginleika í frambjóðanda, en sá fullkomni kokteill eiginleika er þó ekki nóg. Það dugar, en fyrir ísland í dag er það ekki nóg. Við erum að koma upp úr kreppuárum, ég held að enginn geti neitað því að af mörgum erfiðleikum sem hafa hrjáð íslenskt samfélag frá hruni, er sennilega víðtækasta meinið alvarlegt og almenn vantraust. Vantraust á stjórnvöld, valdastofnanir, og bara stjórnskipun yfir höfuð. Vandinn er að þetta hefur áhrif allstaðar. Á trú fólks upp til hópa og sem einstaklinga, til að treysta á framfylgt mikilvægra mála. Á traust fólks til leiðtoga sinna, eða í stuttu máli, trú fólks á að landið sé bara hreinlega ekki alltaf að fara til fjandans vegna þess að allir eru spilltir og valdasjúkir. Hljómar kunnulega ekki satt? Það sem er því langmikilvægast fyrir Ísland, íslenkst þjóðfélag og ef ekki bara almenna vellíðan okkar íslendinga í landinu okkar, er sátt. Þá sérstaklega sátt um forsetann. Einstakt tækifæri gefst á yfirvofandi forsetakosningum til að stuðla að aukinni sátt í samfélaginu. Kannanir sýna að mögulegt er að næsti forseti verði kjörinn með meirihluta atkvæða, sem er hreint út sagt gífurlega mikilvægt. Slík staða mundi leggja grunn að aukinni sátt um stjórnskipanina og valdastofnanir. En það er ekki síður mikilvægt vegna þess að sá frambjóðandi sem hefur möguleika á meirihlutastuðningi, Guðni Th. Jóhannesson hefur í þokkabót þennan fullkomna kokteil eiginleika. Hann er vissulega röggsamur og réttsýnn, heiðarlegur, og kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Það sem höfðar til margra er að hann er eins óháður og hægt er að vera nú á dögum. Mér er persónulega sama hverjum menn eru pólitískt tengdir eða ótengdir, en það sem ég ber mesta virðingu fyrir er hvernig menn bregðast við mótlæti. Sumir fara í mikla vörn og jafnvel leita hefnda, bæði tvennt mjög mannlegt og oftast gert í þeim tilgangi upplifa sig hafa stjórn á öðrum. Aðrir hrökklast undan eða bara gefast upp. Alla þessa kosningabaráttu hef ég fylgst með Guðna taka meðbyr sínum með einlægu þakklæti og efli. Í mótbyrnum var hann hins vegar aldrei dónalegur, hann var alltaf yfirvegaður, hann sýndi hugrekki þegar að honum var þjarmað og svaraði alltaf skýrt og sannarlega. Hann fór ekki í óeðlilega vörn. Hann leitaði ekki hefnda heldur frekar sáttar. Hans kosningabarátta snérist ekki um að kasta rýrð á andstæðinginn heldur frekar að sameina íslendinga í framtíðarstefnu. Það er góð leiðtogahæfni. Það skapar sátt og leiðir fram stöðugleika. Það er merki um þroska og göfuglyndi. Ennfremur er maðurinn doktor í sagnfræði, og það er alltaf gott að kunna heimssöguna vel þegar maður leiðir þjóð til framtíðar. Óróleiki hefur einkennt íslenskt samfélag undanfarin áratug og en það tekur tíma að vinna úr slíkum áföllum og þá umrót sem þau skapa sem elur á úlfúð og tortryggni. Slíkt er bara alls ekki hollt samfélaginu til lengdar. Guðni er góður leiðtogi en mikilvægast af öllu er að Guðni getur raunverulega hlotið meirihluta atkvæða í komandi kosningum og því stuðlað að alvöru sátt í samfélaginu. Sátt sem við þörfnumst svo sárlega. Guðni getur fylgt íslensku þjóðinni fram á veg til aukinnar sáttar og stöðugleika og þess vegna er mikilvægt að hann hljóti meirihluta atkvæða í komandi forsetakosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Það eru til margar leiðir til að velja sér forseta, og þegar öllu er á botninn hvolft þá velur fólk sér sennilega forseta eftir því hvaða dyggðir það telur göfugastar. Sumir leggja til dæmis mikið upp úr jafnrétti, sem er vissulega verðugt málefni, eða þá varðveislu. Aðrir líta á hörku sem tákn um styrk og velja sér þá frekar frambjóðanda sem sýnir meiri harðneskju og þor. Fyrir mitt leyti væri ég helst til að sjá alla þessa eiginleika í frambjóðanda, en sá fullkomni kokteill eiginleika er þó ekki nóg. Það dugar, en fyrir ísland í dag er það ekki nóg. Við erum að koma upp úr kreppuárum, ég held að enginn geti neitað því að af mörgum erfiðleikum sem hafa hrjáð íslenskt samfélag frá hruni, er sennilega víðtækasta meinið alvarlegt og almenn vantraust. Vantraust á stjórnvöld, valdastofnanir, og bara stjórnskipun yfir höfuð. Vandinn er að þetta hefur áhrif allstaðar. Á trú fólks upp til hópa og sem einstaklinga, til að treysta á framfylgt mikilvægra mála. Á traust fólks til leiðtoga sinna, eða í stuttu máli, trú fólks á að landið sé bara hreinlega ekki alltaf að fara til fjandans vegna þess að allir eru spilltir og valdasjúkir. Hljómar kunnulega ekki satt? Það sem er því langmikilvægast fyrir Ísland, íslenkst þjóðfélag og ef ekki bara almenna vellíðan okkar íslendinga í landinu okkar, er sátt. Þá sérstaklega sátt um forsetann. Einstakt tækifæri gefst á yfirvofandi forsetakosningum til að stuðla að aukinni sátt í samfélaginu. Kannanir sýna að mögulegt er að næsti forseti verði kjörinn með meirihluta atkvæða, sem er hreint út sagt gífurlega mikilvægt. Slík staða mundi leggja grunn að aukinni sátt um stjórnskipanina og valdastofnanir. En það er ekki síður mikilvægt vegna þess að sá frambjóðandi sem hefur möguleika á meirihlutastuðningi, Guðni Th. Jóhannesson hefur í þokkabót þennan fullkomna kokteil eiginleika. Hann er vissulega röggsamur og réttsýnn, heiðarlegur, og kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Það sem höfðar til margra er að hann er eins óháður og hægt er að vera nú á dögum. Mér er persónulega sama hverjum menn eru pólitískt tengdir eða ótengdir, en það sem ég ber mesta virðingu fyrir er hvernig menn bregðast við mótlæti. Sumir fara í mikla vörn og jafnvel leita hefnda, bæði tvennt mjög mannlegt og oftast gert í þeim tilgangi upplifa sig hafa stjórn á öðrum. Aðrir hrökklast undan eða bara gefast upp. Alla þessa kosningabaráttu hef ég fylgst með Guðna taka meðbyr sínum með einlægu þakklæti og efli. Í mótbyrnum var hann hins vegar aldrei dónalegur, hann var alltaf yfirvegaður, hann sýndi hugrekki þegar að honum var þjarmað og svaraði alltaf skýrt og sannarlega. Hann fór ekki í óeðlilega vörn. Hann leitaði ekki hefnda heldur frekar sáttar. Hans kosningabarátta snérist ekki um að kasta rýrð á andstæðinginn heldur frekar að sameina íslendinga í framtíðarstefnu. Það er góð leiðtogahæfni. Það skapar sátt og leiðir fram stöðugleika. Það er merki um þroska og göfuglyndi. Ennfremur er maðurinn doktor í sagnfræði, og það er alltaf gott að kunna heimssöguna vel þegar maður leiðir þjóð til framtíðar. Óróleiki hefur einkennt íslenskt samfélag undanfarin áratug og en það tekur tíma að vinna úr slíkum áföllum og þá umrót sem þau skapa sem elur á úlfúð og tortryggni. Slíkt er bara alls ekki hollt samfélaginu til lengdar. Guðni er góður leiðtogi en mikilvægast af öllu er að Guðni getur raunverulega hlotið meirihluta atkvæða í komandi kosningum og því stuðlað að alvöru sátt í samfélaginu. Sátt sem við þörfnumst svo sárlega. Guðni getur fylgt íslensku þjóðinni fram á veg til aukinnar sáttar og stöðugleika og þess vegna er mikilvægt að hann hljóti meirihluta atkvæða í komandi forsetakosningum.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun